Hundrað milljónir á hvern íbúa

Höfðinglegt af Ósafli ( ÍAV ) að bjóða íbúunum í rútuferð en göngin kosta rúmar hundrað milljónir á hvern íbúa á svæðinu sem göngin tengja. Það þarf langan líftíma á þessum göngum til að þau borgi sig

upp. Ekki aukast atvinnutekjurnar á svæðinu við þessi göng en það verður öruggara að ferðast á milli.

Þetta eru meira en ævitekjur 50 vinnandi manna á svæðinu. Samt á þetta allt eftir að fara úr byggð. Til

hamingju með daginn samt. 


mbl.is Bolvíkingar flykkjast gegnum göngin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeð hefði mátt spara stórfé með að bjóða hverjum íbúa 50 milljónir fyrir að flytja til Ísafjarðar og loka svo pleisinu...

nn (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 18:40

2 identicon

Göngin kosta og vegaframkvæmdir í Breiðholtinu kosta líka og þetta svokallaða menningarhús í höfninni ykkar í Reykjavík sem við á landsbyggðinni eigum að taka þátt í að greiða. Tala nú ekki um góðærissukk höfuðborgarbúanna. Tókum ekki þátt í partýinu en borgum samt.  Og þurfum núna að vera með móral afþví göngin kosta ?

skatttgreiðandi á landsbyggðinni nb ekki í Bolungavík (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 18:45

3 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Ég bý í Bolungarvík, og býð þér Einar að koma í heimsókn og kynna þér Bolungarvík, bæði mannlíf, starfsemi, atvinnustarfssemi, okkar þátt í þjóðarbúinu, fyrr og nú.

Það er kenning sem kallast sex hlekkja kenninginn og staðhæfir að Allir séu tengdir öllum í heiminum með sex hlekkjum á milli.... eftir þessari kenningu er heimurinn ekkert eins stór eins og margir halda.

og á milli okkar, hérna í Bolungarvík og þíns sem býrð væntalega í Reykjavík,, þá held ég að við séum í sama hlekknum.

en þegar þú ert búin að kynna þér málin,, og ekki fyrr skal ég svara þessari gagnrýni.

með kveðju frá elstu verstöð landsins

Halla Signý Kristjánsdóttir, 29.11.2009 kl. 18:58

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Til skattgreiðanda, hér er illa farið með skattféð, það gildir  líka um þetta s.k. menningarhús í Reykjavík og það gildir um 5 milljarða menningarhúsið á Akureyri. Í þessum tilvikum er bara verið að leyfa verktökum að taka skattgreiðendur í rassinn

undir því yfirskyni að verið sé að byggja ´´ yfir tónlistina´´ . Við munum ekki hafa efni á að reka þessi hús né halda þeim við. Þetta er allt sama minnmáttarkenndin og keyrði bankana í þrot og allt þjóðfélagið. Okkur er fyrirmunað að tengja saman eyðslu og hagsmuni í húfi. Við eyðum,  alveg án þess að hugsa um hvað eigi að borga fyrir hana.

Einar Guðjónsson, 29.11.2009 kl. 19:03

5 identicon

Ef þetta svokallaða menningarhús í höfninni í Reykjavík myndi kosta 100 milljónir á hvern Reykvíking þá kostaði sú framkvæmd 10.000 milljarða. Þú sérð kannski að það væri aldrei mögulegt nema að skattpeningur allra Evrópubúa væri notaður til verksins líkt og þið á Bolungarvík látið alla á Íslandi borga fyrir framkvæmdir sem þið gætuð aldrei með nokkru móti borgað fyrir sjálf.

p (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 19:16

6 identicon

Hef verið að velta því fyrir mér hvort þú eigir börn og ef svo væri, hvort þú myndir vilja bjóða þeim að keyra einn hættulegasta veg á Íslandi á hverjum virkum degi allan veturinn í myrkri, hálku og með snjóflóðahættu yfir höfði sér og svo á vorin með grjóthrun yfir höfði sér til þess eins að komast í skóla til að mennta sig, sem er jú sjálfsagður réttur  bolvískra ungmenna sem og allra íslendinga ! Óshlíðin hefur tekið mörg líf , hafðu það í huga vinur minn þegar þú blammerar á fólkið sem hefur misst og fólkið sem býr við þessar aðstæður allt árið um kring. Held líka að þú ættir að taka rúntinn um landsbyggðina með jákvæðu hugarfari, sjá allt það góða sem " krummaskuðinn" hafa upp á að bjóða. Ég tala af reynslu, er sjálf reykvíkingur sem hefur haft langa viðdvöl í Bolungarvík og hefði hverki annars staðar viljað vera með mín börn lítil, en er nú búsett í Dk. Ég nota tækifærið hér og óska öllum  yndislegu bæjarbúum Bolungarvíkur til hamingju með þennan áfanga sem er langþráður, sem og íslendingum öllum þar sem þetta er framfaraþróun sem alltaf þarf að eiga sér stað sama hvar er í heiminum.  Með kveðju, Valrún Valgeirsdóttir.

Valrún Valgeirsdóttir (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 19:23

7 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þakka gott boð Halla , hef komið til Bolungarvíkur en það breytir ekki því að þarna er illa farið með skattféð eins og um allt Ísland. Þarna verður ekki næg atvinnustarfsemi til að  réttlæta þessa byggð. Held reyndar að Ísland fari úr byggð því ég veit enga þjóð sem fer jafnilla með verðmæti og okkur. Landið verður n.k. Flatey Evrópu og fólk kemur hingað frá apríl og út september, hlær að mikilmennsku brjálæðinu og hér verða söfn um hina ónýtu stjórnsýslu og hvernig við eyðilögðum náttúruna hér. Við verðum vítið til varnaðar, dæmið um hvernig þjóðir vilja ekki reka sín þjóðfélög.

Einar Guðjónsson, 29.11.2009 kl. 19:32

8 Smámynd: Einar Guðjónsson

Skil alveg hræðsluna við að fara þennan hættulega veg en það er þessu óviðkomandi. Fólk á ekki rétt á hinu og þessu bara af því það sjálft kýs að setja sig niður á hættulegu bæjarstæði. Ef styrkja á fólk til að búa á Bolungarvík af því það kýs að gera það af tilfinningaástæðum þá á að kjósa um þá eyðslu. Ef Bolvíkingar finna einhverja ríka útlendinga til að gera það eða efna til happdrættis til að kosta þessar framkvæmdir þá er það hið besta mál.

Einar Guðjónsson, 29.11.2009 kl. 19:36

9 identicon

Ég held að ef þetta er skoðað aðeins betur sjáum við hve upphafspenninn er dýr. Hundrað milljónir á hvern íbúa! er eins og neyðarkall til að fá fólk til að lesa bloggið sitt. Það veit hver maður að þetta er ekki rétt fullyrðing og flokkast undir hroka í garð landsbyggðarinnar. 

Jón Sigmundsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 19:55

10 identicon

Hvert á þetta fólk að fara? 

Hversu mikið hefur Bolvíkingum fækkað undanfarin ár? 

Þetta breytir væntanlega ekki atvinnutækifærum í Bolungarvik en eykur stórlega öryggi þeirra sem stunda vinnu á Ísafirði eða í nágrannabæjum. 

 Hvað meinaru með því að það verið ekki næg atvinnustarfsemi til að réttlæta þessa byggð? Þessi byggð hefur nú verið þarna áratugum eða hundruðum saman og þarfnast engrar réttlætingar. 

Hvað meinaru með því að styrkja fólk til að búa í Bolungarvík? Er fólk þá ekki styrkt til að búa í reykjavík með því að búa til almennilegt gatnakerfi, salta götur, hafa virk götuljós og svo frv.? á bara að sleppa því líka því fólk getur bara ákveðið sjálft hvar það býr og dílað við landið eins og það kemur fyrir? 

Marta (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 20:09

11 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Bolvíkingar, til hamingju með göngin.

 Vonandi verður borað næst á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, og þarnæst á milli Ísafjarðar og Súðavíkur.

Sölvi Arnar Arnórsson, 29.11.2009 kl. 21:50

12 identicon

Hvernig væri að þú eina flytur bara til Bolungarvíkur? Þá ert þú einn af þeim sem fær 100 milljónir.

Annars held ég að enginn hugsandi maður mundi líta á þessa framkvæmd sem er arfbæt. Spurningin er einfaldegla til lengri tíma hvort er það ódýrara að halda uppi núverandi veg um óshlíðina eða gera göngin. TIl lengri tíma er ódýrara að hafa göng. Viðhaldskostnaðurinn er nánast enginn í sambanburði við veginn svo til lengri tíma þíðir þetta að ekki fer eins mikill pening frá skattgreiðendum í að halda uppi vegasamgöngum um þetta svæði. Til lengri tíma litið eru skattgreiðendur að borga minna. Svo valið er á milli, viljum við skattgreiðendur borga fullt af pening sem fer í viðhald á ónýtum vegi eða eigum við ekki bara að drífa þetta af og borga góða summu núna og draga úr viðhaldskostnaðnum. Fyrir börnin og barnabörnin og barnabarnabörnin.

Helgi (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 21:59

13 Smámynd: Einar Guðjónsson

Marta, byggðin í Bolungarvík verður til afþví þarna var hægt að ýta bátum úr vör og róa til fiskjar. Svo hefst bátaútgerð og togaraútgerð og þjónusta við þær, síðan kemur fiskvinnsla. Það berst svo mikill fiskur á land og þangað flytur fólk til að veiða hann og vinna. Þetta gekk ágætlega í mörg ár, a.m.k. þegar mátti treysta því að gengið yrði fellt. Svo kom verðtryggingin og gengið varð stöðugra og fyrirtækin þarna fóru á hausinn. EG með margra milljarða tapi m.a. LÍ, nú svo var kvótinn seldur og þá mega íbúarnir ekki veiða fisk af því þeir seldu og eða töpuðu lífsbjörginni. Við þetta hefur íbúum fækkað mikið. Ekki hefur betra tekið við sparisjóðurinn hefur verið tæmdur, herinn fór og þá fóru störf á Bolafjalli. Þarna eru einhver útgerðarfyrirtæki enn og Bolungarvík er heimabær fjárfestingafélagsins STÍM ( sem fékk milljarða að láni frá Glitni en þeir eru örugglega á Tortólu ). Spurningin er bara, standa þessi fáu útgerðarfyrirtæki undir þessari stjórnsýslu og þeirri þjónustu sem 900 manna bær vill hafa ??

Þetta er ekkert öðruvísi í Reykjavík því það kemur á daginn að við höfum lifað á erlendum innlánum undanfarin ár og nú sitjum við uppi með lægsta raunkaup í Evrópu, hæstu skattana og um leið fáum við minnst allra þjóða fyrir þá en síðast en ekki síst hæsta verðlagið. Þetta er bara ekki dæmi sem gengur upp. Mín tilgáta er því sú að hér fækki verulega fólki á næstu árum um kannski 130. 000. manns því það eru ekki allir sem láta bjóða sér íslensku leiðina. 

Einar Guðjónsson, 29.11.2009 kl. 22:13

14 Smámynd: Einar Guðjónsson

Helgi, hef per se ekkert á móti göngum en finnst að skattgreiðendur hefðu átt að fá vana og ódýrari verktaka til að gera þau. Það hefði kostað miklu minna en þessa 7.milljarða sem þau enda á að kosta þó tilboðið hafi verið lægra.

Einar Guðjónsson, 29.11.2009 kl. 22:16

15 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

 Alltaf jafn fyndið að sjá íslendinga tala um hagkvæmni stærðarinnar.  Með þeim rökum á engin byggð á landinu rétt á sér.

En gamanlaust, þá borga landsmenn allir jafn háa skatta.  Samt er þjónusta sem mörgum á landsbyggðinni skammarlega lítil, miðað við aðra íbúa á sv-svæðinu.

Og allir sem fylgjast með vita að 75% af öllum umsvifum hins opinbera er í Reykjavík en ríkið fær aðeins rúm 40% skatttekna sinna frá höfuðborginni.  Landsbyggðin fær ekki til sín nema um 15% af opinberum umsvifum þó að þaðan komi 27% skatttekna.

Það þýðir að ríkið er að færa um 45% af sínum skatttekjum burtu af landsbyggðinni og til Reykjavíkur.  Hverjir eru baggi á þjóðinni?  Ez sa sú?

Sigurður Jón Hreinsson, 29.11.2009 kl. 22:18

16 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Ja hérna Einar!!!! Öðruvísi mér áður brá! Ég er farinn að halda það að svona menn eins og þú Einar, séuð bara að æsa fólk upp, á síðutogurum í gamla voru það sveitakallar sem þvörguðu, og voru kallaðir þvargarar, þú myndir falla í þann flokk manna.

Ég ætla bara benda þér á þá staðreynd að ALLAR VEGAFRAMKVÆMDIR BORGA SIG. Alveg sama hvar á landinu sem er, og alveg sama hvað margir fara um veginn á dag.

Helgi Þór Gunnarsson, 29.11.2009 kl. 22:19

17 identicon

Ég get ekki þagað yfir svona umræðum sem hér fara fram. Ég er brottfluttur ísfirðingur og fagna því þegar ríkið dælir inn peningum í vestfirska vegakerfið. Hvað erum við vestfirðingar búnir að dæla miklu fé inn í íslenska ríkiskerfið í gegn um skattkerfið undanfarin 50 ár? Var ekki verið að tala um það á öldum ljósvakanns hversu marga milljarða Júlíus Geirmundsson ÍS hafi aflað fyrir íslenska þjóðarbúið í heild sinni,fyrir utan alla hina togaranna og alla vestfirska sjómenn sem ekki kom framn í umræðunni? Ég er 100% öruggur um það að við vestfirðingar séum búnir að borga vestfirska vegakerfið upp og vel það á þessum árum. Það var ekki kvartað mikið yfir okkur þá,þegar við dældum miklu fé í ríkiskassann á þessum tíma þegar uppbygging fór að mestu fram á Stór-Höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess og lítið sem ekkert fé rann til baka til okkar vestfirðinga. Til hamingju bolvíkingar,ísfirðingar og aðrir vestfirðingar með þennan merka áfanga. Lifið heil.

Össur Pétur Valdimarsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 22:19

18 identicon

Hvað eru margir íbúar á Bolungarvík? Hélt þeir væru fleiri en 50,.

Magnús Þorvaldsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 22:24

19 Smámynd: Einar Guðjónsson

Helgi, það borga sig ekki allar vegaframkvæmdir. Heyrist að Össur og Sigurður og ef til vill fleiri, vilji bara halda sínum skattekjum fyrir sig og í sín verkefni. Það er að flestu leyti í lagi mín vegna. Þá bera Reykvíkingar bara ábyrgð á sínu bulli og vestfirðingar á sínu. Það tekur Júlíus Geirmundsson  40 - 50  ár að vinna ( nettó ) fyrir þessum göngum en 10 ára brúttótekjur hans duga. 60. 000. tonn af veiddum þorski eða 240. 000. tonn brúttó .Þannig dugir verðmæti þorsveiða við Ísland á hálfu ári til að greiða göngin ( bruttó ).Svo á því sést samhengið vel.

Hefði ekki verið betra að fá að minnsta kosti göngin fyrir helming af tilboðinu sem ÍAV bauð ?? Er engin til í að fara vel með  skattpeningana ?? 

Einar Guðjónsson, 29.11.2009 kl. 22:54

20 Smámynd: Katrín

Það sem menn gera ekki til að fá athygli....  gera sig jafnvel að algjörum fíflum ef það dregur að...allt fyrir aurinn syngja þeir í framhaldskólum landins...allt fyrir innlitið  gaular bloggarinn Einar....og þá eru innlitin orðin 20  !!

Katrín, 29.11.2009 kl. 23:35

21 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Það skiptir ekki máli hvað þessi göng kosta, líf fólksins í Bolungavík eru í hættu þegar þau keyra Óshlíðaina og allra náttúrulega sem keyra þar. Þannig að til hamingju Bolvíkingar með göngin þau hefðu mátt koma miklu fyrr.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.11.2009 kl. 23:46

22 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Heyr, heyr, Katrín og Guðborg.

Helgi Þór Gunnarsson, 30.11.2009 kl. 01:30

23 identicon

Held ég verði að taka undir málstað landsbyggðarfólksins í þessu máli. Þótt mér finnist framkvæmdin vera allt of dýr per haus. En ef sú aðferðafræði yrði ætíð valin þá yrðu ALDREI neinar framkvæmdir gerðar utan höfuðborgarsvæðisins !!

Nema ef koma þyrfti fyrir stóriðju. Samgöngumál eru einnig fyrir landsbyggðafólkið, ég trúi að allir geti séð réttlætið í þeirri yrðingu.

runar (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 17:15

24 Smámynd: Einar Guðjónsson

Flestir hér fyrir ofan vilja  láta okra á sér í vegagerðinni, sennilega f því skattféð kemur ekki frá ykkur eða hvað ?? Af hverju má ekki í það minnsta byggja göngin fyrir helmingi lægra verð ?? Verður að vísu ekki gert þarna héðan af.

Einar Guðjónsson, 30.11.2009 kl. 18:45

25 identicon

Ég fagna því að göngin bæti öryggi þeirra sem fara um þetta svæði og óska þeim til hamingju með göngin.  Það er óþarfi að snúa málinu, eins og sumir hafa gert hér, upp í rifrildi milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar.  Ég held að það séu stjórnmálamenn sem hafi búið til þennan ríg til þess að auka eigið vægi samskiptum manna í milli.  Hins vegar á alltaf að fara eins vel með skattfé og hugsast getur, sama hvar það er nýtt. 

Heimir Hermannsson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 23:54

26 identicon

Kæri höfundur rangfærslu

 ekki sýnist mér annað en þú eigir fyllilega skilið tilnefningu sem pessimissti og nöldurseggur ársins – svo ég tali ekki um hvernig megi verðlauna þig fyrir hve frjálslega þú ferð með heimildir. 

 Í fyrsta lagi þá sé ég ekki hvernig reikningsdæmið 7.000.000.000/962* (*íbúafjöldi í Bolungarvík 2008)  getur nokkurn tíma orðið 100.000.000 – getur verið að þú sért með reiknivélina þína rangt stillta? ég lendi stundum í því þegar ég er að reikna sofandi að ég hamra á ranga takka... vert að athuga. 100 milljónir á haus yrðu meira eins og 96.200.000.000 - kannski kunnuglegri tala þegar við ræðum útgjöld þér nærri... ég ætla svo sem ekki að fullyrða um það.

 Ef þú kannt leiðir til þess að koma þessum gögnum í gegn á helmingi lægra verði en sama hraða er ég þess fullviss að bæði Möllerinn og Hreinn Haraldsson væru tilbúnir að mæta til fundar með þér. En það má ekki gleyma því að hraðinn á þessari framkvæmd skiptir líka máli. Það var ekki af sýndarmennsku sem ákveðið var árið 2005 að setja flýtifé í framkvæmdina – það var vegna þess að það er aðeins tímaspursmál hvenær þessi leið gefur sig.Það að setja fjármuni til viðhalds og uppbyggingar á þessum vegi er hreinlega ekki til umræðu. Fólki er svo starsýnt á drottnandi fjallshlíðina sem ógnar öryggi vegfarenda á hverjum degi – ekki aðeins að vori eða hausti eða vetri – heldur á hverjum degi, að því hættir til að gleyma því sem er að gerast með veginn sjálfan. Sökum veðrunar hangir hann á brauðfótum. Það grefst svo gífurlega undan veginum að menn sem með því fylgjast eru löngu komnir með í magann. Þetta er falleg leið sem út frá fagurfræðilegu sjónarmiði eru sjónarsviptir af en hún er hættuleg og fólksfjöldi á ekkert að hafa með öryggi að gera.  Ég er sammála því að það sé alltaf kómískt að fylgjast með íslendingum belgja sig út frá hausatöluþönkum – sérstaklega í ljósi þess að á sama tíma og við fögnuðum því að vera orðin 300 þúsund urðu bandaríkjamenn opinberlega 300 milljónir – það væri gaman að sjá hvaða reiknisdæmi þeir geta dregið upp mv hausatölu á íslandi. og svo ég svari til um fólksfækkun í Bolungarvík þá hefur frá árinu 2001 fækkað jafnt og þétt um ca 50 – þar til í fyrra þegar fjölgun varð um nokkrum betur en fækkað hafði á þessum árum. Voru þar í meirihluta erlendir verkamenn sem allir borga jú skatt á meðan á dvöl þeirra hér stendur og flestir aka blessuðu Óshlíðina.   

Júlía (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 08:33

27 identicon

ps

tölurnar hér að ofan ganga allar út frá því að aðeins bolvíkingar myndu nota göngin - sem er að sjálfsögðu kolrangt svo rauntölur per haus væru enn lengra frá þessum ímynduðu 100 milljónum.

Júlía (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 08:37

28 Smámynd: Einar Guðjónsson

Júlía , pessimisti er  ég, ef það að benda á bruðlið er pessimismi. Við vorum jú öll svo jákvæð árið 2005, 2006 og 2700 og þú sérð nú hvernig raunsæið tók á því. Mér finnst eins og þú talir eins og hress gjaldþrota Júlía, fyrst við erum komin á hausinn þá munar ekkert um 7 milljarða í viðbót fyrir gjaldþrotabúið. Sjálfsagt má færa rök fyrir því. Gjaldþrotið er af því við höfum eitt um efni fram: tekjurnar standa ekki undir bruðlinu, ekki undir þessu og ekki heldur undir 4 milljarða ráðgjafakostnaði ríkissjóðs á hverju ári. Það stendur ekki undir dýrri stjórnsýslu í Bolungarvík né í Reykjavík ef við  ætlum að búa við svipuð kjör og launþegar í næstu löndum. Eina leiðin til þess er að búa við norður- afrískt kaup en hæsta verðlag í heimi: Helmingi verri lífskjör en á Vesturlöndum sem nú er staðreyndin.

Held að Möllerinn sé alltof fínn til að leita bestu kjara. Að þetta kostar 5 mánaða þorskafla sýnir í raun hvað þetta er dýrt. Veit af 3 400 manna þorpi á Ítalíu sem lét gera jafn stór göng fyrir 700 milljónir fyrir 5 árum. Til að koma sér í samband við hraðbrautina svo þorpið yrði betur sett samkeppnislega. Þar lögðu íbúarnir á sig sjálfboðvinnu sem hluta af þeim kostnaði.

Hér eigum við öll rétt á hinu og þessu en berum engar skildur. Þetta er því venjubundin íslensk framkvæmdaleið. Eyða en spá ekkert í hver eigi að greiða kostnaðinn af  eyðslunni. Gildir þetta um umgengni okkar við fiskinn rétt eins og framkvæmdir allar.

Hundrað milljónir á hvern íbúa ?? það var nú meira til að ýkja en skattborgarar þurfa að vinna sér inn 12 milljarða til að borga þessi göng. Ætli þetta sé ekki ein og hálf milljón eftir skatt á hvert mannsbarn á Ísafirði og í Bolungarvík.

Verum jákvæð og sláum þessu bara upp í kæruleysi, eyðum bara tekjum af öllum þorskveiðum í jarðgöng fyrir vestan t.d. næstu 5 árin. Það reddast einhvern veginn ?? 

Einar Guðjónsson, 1.12.2009 kl. 19:24

29 identicon

 
Hvernig vilt þú forgangsraða ef þú ætlar að fara að flokka öryggi sem lúxus og bruðl? Sýnist Júlía, gjaldþrota eða ekki,horfa raunsærri augum á veruleikann með þennan veg en þú gerir.

Þetta er vissulega dýr framkvæmd en hún er nauðsynleg.

Það er vegna bruðls einhverra annarra en bara hins almenna vestfirðings sem engar slíkar framkvæmdir verða í farvatninu á næstu árum - hvað sem mannslífin varðar... enda skipta þau svo litlu við hliðina á peningum?!

þar sem þú nefnir stjórnsýsluna í Bolungarvík, já hún hefur verið dýr en þar er fólk þegar farið að bíta úr nálinni með það með því að greiða hærri skatta en tíðkast víðast hvar annars staðar á landinu.

Veigar (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband