Réttindin skert

Á mannamáli fjallar fréttin um skerðingar á atvinnuleysisgreiðslum. Gissur talar hér eins og peningarnir

komi úr ríkissjóði. Það er ekki rétt því  sjóðurinn er rekinn fyrir peninga sem launafólk greiðir af kaupi sínu hið s.k. tryggingagjald er nú nærri tíund af kaupi og hefur verið hátt lengi ; að vísu fá sveitarfélög og fiskvinnsla sérmeðferð en fiskvinnslan greiðir minna gjald og sveitarfélögin greiða gjaldið en fá það svo endurgreitt. Þá hafa atvinnuleysisbætur lengi verið notaðar til að niðurgreiða kaup í fiskvinnslunni.

Ríkið sem rukkað hefur óheyrilegar upphæðir í atvinnuleysistryggingasjóð geymdi peninginn ekki til mögru áranna heldur tók hann í önnur gæluverkefni. Þess vegna er atvinnuleysistryggingasjóður tómur  og svo skertur svo ekki þurfa að skera niður til Nómenklatúrunnar.  


mbl.is Spara 1,5 milljarða í bótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Rétt hjá þér Einar.   Það var ekki hugsað til mögru áranna og tryggingargjald á "loftbólu" reksturinn í landinu allt of lágt á undanförnum árum.  Það átti ekki síðan en á árunum 2006 eða 2007 að taka sig til og huga að þessu því þá hringdu nógu margar viðvörunarbjöllur.  Hin afspyrnulélega stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem svaf á verðinum þegar allt hrundi gerði ekkert til að huga að þessu og sama gjaldið gilti allt árið 2007, 2008 og fram á mitt ár 2009, ekki var einu sinni hugað að hækkun við ákvörðum um álögð gjöld í desember 2008.   Ekki hefði veitt af að atvinnugreinar sem borguðu himinhá laun eins og til að mynda fjármálageirinn hefði greitt meira í sjóðinn en gert var.

Jón Óskarsson, 30.11.2009 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 884

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband