Hreppaflutningar aftur í lög

Launafólk  hefur sjálft byggt upp atvinnuleysistryggingarnar með greiðslu á 6% af kaupi sínu. Margir hafa greitt í 25. ár, 30. ár eða lengur. Því ætti þessi sjóður að vera fullur af peningum og ætti að ráða við 6% atvinnuleysi árum saman. Á einu ári er hann tómur m.a. af því stjórnmálamenn eins og Árni Páll hafa tappað af honum reglulega í gæluverkefni til vina og verktaka.

Nú ætlar hann að  breyta honum í samræmi við stefnuskrá fastistahreyfinga. Inntakið er að ungt fólk sem býr heima fær ekkert en stjórnmálaskóli Samfylkingarinnar fær bæturnar sem eiga svo að greiða kennurum  kaup fyrir að halda erindi um atvinnuleysisbölið. Þá fá atvinnulausir engar bætur ef þeir

taka ekki vinnu sem þeim býðst í annað sinn.Það þýðir m.a. hreppaflutninga. Sjálfstæðir atvinnurekendur fá aðeins atvinnuleysiskaup í 3 mánuði. 

Þetta sýnir að launafólk hefur verið gabbað til að greiða til atvinnuleysistrygginga árum saman og nú fá einyrkjar ekkert út úr sínum tryggingum eftir áramót. Þeir sem neita að láta flytja sig hreppaflutningum fá ekkert. Ungt fólk fær ekkert nema það fari á stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar.

Ég hef aldrei séð aðrar eins fasískar hugmyndir um breytingu á atvinnuleysistryggingum  og þessar. Þær hafa enga tengingu við nærræna velferð enda var það tal, allt saman einn brandari. 

 


mbl.is Auka úrræði fyrir ungt fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er vægast sagt ömurlegt að ekki skuli vera neitt til, sem heitir inntökuskilyrði á Ölþing Íslands, þar sem menn komast jafnvel upp með að mæta fullir í vinnuna og hljóta einungis létt klapp á vangann fyrir. Núverandi félagsmálaráðherra er sennilega eitthvert ömurlegasta dæmi um manneskju sem hefur minna en engan rétt á að verma stól þingmanns, hvað þá ráðherra. Skil ekki með nokkru móti hvernig áhangendur landráðafylkingarinnar geta endalaust séð að svart sé hvítt, með svona déskotans kjána við stjórnvölinn. Hreint ótrúlegt að annar helmingur fyrri ríkisstjórnar, sem að endingu setti hér allt til andskotans, skuli enn vera við völd og það sem meira er, að enn skuli finnast fólk sem styður þennan ófögnuð. Djöfulsins skömm að þurfa að búa við þetta!

Halldór Egill Guðnason, 30.11.2009 kl. 01:18

2 identicon

Það er okkur sem þjóð stórhættulegt að hafa fólk eins og hann við stjórnvölinn. Það verður að segjast eins og er að maðurinn stígur ekki í vitið. Maður fær á tilfinninguna að búið sé að prógramma manninn, það vantar einhvernveginn alla heilbrigða skynsemi í það sem hann segir. Sennilegast er búið að skýra út fyrir honum 2 blaðsíður af vanda Íslands og úrlausnir einhverra aðila við þeim og hann étur þetta upp eins og hann eigi lífið að leysa. þ.e.a.s sitt eigið, skítt með allra hinna íslendinganna.

assa (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 01:58

3 Smámynd: Einar B  Bragason

Það er rétt það er eitthvað mjög svo dularfullt við þennan mann, hér virðist hann alltaf vera málaður og með augnskugga, hvað þá annað en það getur bara verði tískan hjá ráðherrum í dag. hvað um það þá fer þessi maður stórum í að vaða villu síns vegar og með sönnu ætti að kalla hann réttinda þjóf, enda er ráðist á allt er áður hefur áunnist og þá helst hjá þeim er minnst geta varið sig. 

Einar B Bragason , 30.11.2009 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 906

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband