Færsluflokkur: Bloggar
11.10.2010 | 20:42
Tvískinnungur
Þessi kona hafði engan áhuga á spítalanum þegar Guðlaugur Þór vildi loka honum og koma starfsemi hans til Róberts Wessmans í Skuldanesbæ. Allt í einu núna virðist sem að hún hafi áhuga á spítalanum. Það kemur þó ekki endilega fram því hún vill bara fund og kannski vill hún bara láta loka spítalanum sem fyrst.
![]() |
Þorgerður Katrín óskar eftir fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.10.2010 | 19:25
Innbyrðis ósamræmi
Þetta eru ansi skrítnar niðurstöður en jafnframt kemur fram að flestir vilja fá hjálp. Svörin benda frekar til þess að þetta fólk hafi engar leiðbeiningar fengið t.d. hjá Sýslumönnum. Fjórðungur vill enga hjálp
en samt vilja 82% fá hjálp frá Umboðsmanni skuldara ? Þá er birt graf yfir aldursbil en ekki aldursbil þeirra sem svöruðu.
Það vekur jafnframt furðu að þetta skuli vera í fyrsta sinn sem Umboðsmaður hringir í fólk og þá til að kanna fyrir ríkisstjórnina en EKKI til að bjóða þeim hjálp ?? Það eru tvö ár frá hruni og heimili sem auglýst eru á uppboði eru augljóslega flest í vanda. Það sama gildir auðvitað um bankana en ég hef engan hitt í vanda sem fengið hefur símtal frá sínum banka til að bjóða hjálp.
Mín tilfinning er þó sú að það séu frekar lögveðskóngarnir hin gírugu tryggingarfélög og hreppurinn sem eru að bjóða heimilin upp. Annað mál er svo af hverju ekki var hringt í einkahlutafélögin ? eru þau eitthvað óæðri ?
Þá má ekki gleyma því að margrar mánaða bið er hjá Sýslumönnum til að fá þá til að bjóða upp og því er þetta bara yfirborð ísjakans sem þarna sést.
Ég legg til að Umboðsmaður fái sama aðgang að tölvukerfi Sýslumanna eins og fyrirtækið Lánstraust fær en í græðgisvæðingunni var því gefin aðgangur að gerðabókum Sýslumanna sem það svo byggir tilveru sína á þó það láti oft eins og þeirra sé vinnan þegar þeir í raun gera ekkert nema opna bækur Sýslumanna öllum sem borga vilja fyrir aðgang.
Þannig gæti Umboðsmaður skuldara strax aðhafst í staðinn fyrir að gera ekki neitt eins og hann er aðallega þekktur fyrir hingað til.
![]() |
Minnihluti hefur látið fresta lokauppboðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2010 | 11:53
Hlaupársdag þau ár sem ekki er hlaupár ?
Það er ekki að ástæðulausu sem stjórnin kaus að kalla sig Norrænu velferðarstjórnina. Það heiti gaf strax fyrirheit um að farin yrði sú leið sem Finnar raunverulega fóru. Henda sjúkum og öldruðum út á götu, falsa tölur um atvinnuleysi. Rukka fyrir skólamáltíðir.
Tryggja þeim aðstoð sem fæddir eru á hlaupársdag þau ár sem ekki er hlaupár en allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa einmitt miðað að því að standa helst ekki á bak við bakið á almenningi ( nema auðvitað framlagið til Saga Kapital til hjálpar sveitungum Steingríms ) og bankastarfsmönnum auk flokksdindla á ríkisbeitinni.
Ögmundur má þó eiga það að hann hefur af fremsta megni reynt að vera samkvæmur sjálfum sér en er sjálfsagt ofurliði borin af þeim Jóhönnu og Steingrími sem ekkert kunna nema að berja á borgurunum eftir 60 ára samanlagða setu á Alþingi. Þau eru því miður helstu fulltrúar Nómenklatúrunnar í landinu og kunna ekki annað. Það hefur tafið alla uppbyggingu ( nema í Dómskerfinu) hér í nærri tvö ár.
![]() |
Niðurfærsla rædd í vikunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2010 | 12:44
Tækifærissinni.
![]() |
Markmiðið að koma fólki út úr skuldafangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2010 | 00:58
Hver á Skúritas ?
Er dálítið hissa á þessu því ég held að mótmæli hvers konar ásamt '' hóflegum'' innbrotum auki einmitt bisnissinn hjá Skúritas. Hefði einmitt talið að mótmælin ýttu við forstjórum með ranghugmyndir að hér væri að skapast hættuástand og því nauðsynlegt að vera með Öryggisverði frá Skúritas. Annars er það að segja um fréttatilkynningu þessa að Skúritas virðist ekki hafa hugmynd um að í landinu gilda m.a. Lög um persónuupplýsingar og fyrirtækið hefur ekkert leyfi til að dreifa þessum '' upplýsingum'' um starfsmanninn hvort sem þær eru réttar eða rangar.
Með réttu á það bara að snúa sér til stéttarfélags starfsmannsins eða halda kjafti ella.
![]() |
Braut starfsreglur Securitas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2010 | 23:57
Þarna á að koma verksmiðja.
Skil ekki af hverju þetta kemur fólki í Norðurþingi á óvart. Þetta er vel þekkt aðferð hjá AGS enda á þarna að koma verksmiðja. Sjóðurinn hefur mikla reynslu á þessu sviði, þannig hafa heilu þjóðflokkarnir verið fluttir af landsvæðum í Suður-Ameríku svo reisa mætti orkuver, stíflur og ryðja skóga fyrir stór fjölþjóðafyrirtæki. Þess vegna er verkið kallað '' aðstoð'' frá AGS og þess vegna heitir stjórnin '' Norræna velferðarstjórnin'' einmitt af því hún er það ekki. Til verksins fékk sjóðurinn fólk eins og Má Seðlabankastjóra og saklausa sveitamanninn Steingrím og nytsama sakleysingjann Jóhönnu.
Steingrímur gat að vísu bjargað nokkrum sveitungum sínum með því að taka skuldir af SAGA kapital í gegnum ríkissjóð og bjarga þeim undan gjaldþroti.
Samkvæmt þekktu prógrammi AGS þá á þetta svæði að verða verksmiðjuþorp með farandverkamönnum.
![]() |
85% niðurskurður á sjúkrasviði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 8.10.2010 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2010 | 12:45
Þriðjungur starfa í landinu hjá hinu opinbera.
Þriðjungur starfa í landinu er hjá hinu opinbera, ríkisvaldinu og sveitarstjóradólgunum. Í þessum tölum eru ekki t.d. lögfræðingar sem eru óbeint á framfæri ríkis og sveitarfélaga. Ekki heldur flokksvinirnir sem þiggja ráðgjafalaun frá ríki og borg. Ekki heldur bankastarfsmenn sem Seðlabankinn greiðir kaup óbeint.
Það segir sig sjálft að fækka þarf störfum hjá ríki og sveitarfélögum um að minnsta kosti 5000 þúsund störf að lágmarki. Eða að sækja um styrk aftur til Nató eða Bandaríkjanna.
![]() |
Opinberum starfsmönnum fækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2010 | 10:46
Berjum á borgurunum.
![]() |
Héraðsdómur segir regnhlífar löglegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2010 | 12:34
Heimilin duglegustu deildarstjórarnir í bönkunum ?
![]() |
Kaupleigurétt á eignir við lokasölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2010 | 23:43
Rétt hjá ráðherranum
Að mínu viti tekur Svandís hér rétta ákvörðun þó að mér kæmi ekki á óvart að Hæstiréttur staðfesti dóm Hæstaréttar. Lögin í landinu s.l. tuttugu ár hafa öll verið samin af embættismönnum fyrir hagsmuni fyrirtækja.
Tel hins vegar algjörlega vitlaust að leyfa fyrirtækjum að kosta skipulagsvinnu við gerð aðalskipulags þó að þau megi vel hafa áhuga á Aðalskipulagi og deiliskipulagi. Þessa vinnu þarf að kosta með styrkjum úr sameiginlegum sjóði svo hagsmunir náttúrunnar og íbúanna séu örugglega metnir á jafnréttisgrundvelli.
Reykvíska leiðin þar sem fyrirtæki panta deiliskipulag fyrir þrönga sérhagsmuni er líka ófær og það er ömurlegt til þess að vita að hún er oft kostuð af öllum íbúum í Reykjavík, líka þeim íbúum sem deiliskipulögin víða valta yfir. Í Reykjavík hefur græðisvæðingin tekið á sig ömurlega mynd á öllum sviðum. Borgararnir borga skatta en fá þar lítið og eru iðulega rukkaðir samt um það sem kerfiskallarnir kalla kostnaðarverð fyrir þjónustuna.
Staðfesti Hæstiréttur dóminn þá þarf að mínu viti að breyta þeim þannig að óheimilt sé að láta fyrirtæki kaupa sér aðalskipulag sem hentar einkahagsmunum þess.
![]() |
Svandís áfrýjar dómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar