Færsluflokkur: Bloggar

Fölsuð tölfræði.

Við eigum auðvitað að fá mikið fyrir skattana og auðvitað væri miklu betra ef  spillta Ísland væri norrænt velferðarríki. Þykir þessi könnun samt hálf klén og tölfræðin á bak við hana. Ítrekað hefur komið fram m.a. í fjölmiðlum að  ekki er til skrá yfir atvinnulausa. Aðeins er til skrá yfir þá sem fá atvinnuleysiskaup. Vinnumálastofnun synjar nú um stundir um 4000 eintaklingum um bætur og hefur svo verið allt síðasta ár. Atvinnuleysið er því miklu meira eða um 10%.  Sama gildir um framfærslu sveitarfélaganna sem er annar mælivarði Stefáns en þær er ekkert að marka því reglur þeirra eru mjög þröngar og þeir sem t.d. hafa húsaleigutekjur ( til að greiða upp í afborganir af lánum ) fá enga aðstoð.Þá fá heimili enga aðstoð ef þau eiga tvo bíla. Sveitarfélög reyna að flækja fólki annað. Þá hefur Stefán engar tölur inni í þessu t.d. frá Mæðrastyrksnefnd eða Rauða krossinum.

Held því miður að þessi könnun og ályktanir hennar séu fúsk.

Velferðarkerfið nú um stundir er,  að fólk er ekki að greiða af íbúðarlánum sínum og á því fyrir mat en svo tekur það enda og þá er ekkert kerfi fyrir hendi nema fjölskylduhjálpin og Farsóttarhúsið


mbl.is Segir stjórnvöld hafa hlíft þeim lægst launuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beria kominn á kreik ?

Þjóðfélagið minnir meir og meir á alræðisríki. Bankaflokkurinn sem ræður landinu er í taugaveiklunarkasti og hræðist andófsmenn og sigar nú lögreglu sinni á þá. Á sama tíma situr SPRON ræninginn í Utanríkismálanefnd og mótmælir ástandinu í Kína ? kostulegt samræmi.
mbl.is Yfirheyrður vegna Facebookfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurfelling og stjórnendur lífeyrissjóða missi mánaðarlaun.

Tap lífeyrissjóðanna er tilkomið vegna kaupa '' eigendanna'' á bréfum í fyrirtækjum barna og eiginkvenna á undanförnum árum. Þeir hafa farið  með  sjóðina eins og sína einkaeign og sitja áfram í fyrirsvari fyrir sjóðina en ættu auðvitað fyrir löngu að vera komnir á Litla-Hraun. Í því liggur vandi Lífeyrissjóðanna en tap sjóðanna helgast af bönkunum og Baugi en nú ætla '' eigendur'' sjóðanna að ná ávöxtuninni til baka á almenningi í landinu. Forsvarsmennirnir eru vandi og tap Lífeyrissjóðanna ekki almenningur í landinu eða niðurfærsla til hans.
mbl.is Fólk á aldrinum 25-40 ára skuldar mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grátkerling bæjarstjóranna.

Ástæðan fyrir því að sveitarfélögin standa illa er sú að þeir sem komist hafa á persónulega beit í bæjarsjóðunum hafa verið að gera allt annað en sveitarfélög eiga að vera að gera. Það sem þeir eiga að vera að gera er að reka  vatnsveitu, slökkvilið, skóla og að hluta til leikskóla annað ekki. Þeir hafa hins vegar staðið í því viðamikla verkefni að koma vinum, kunningjum og flokksvinum á beit í bæjarsjóðunum. Í Reykjavík þar sem ég bý er þetta kallað Höfuðborgarstofa, Viðeyjarstofa, Lóðastofa, Slökkviliðsminjasafn, Rafmagnsveitusafn, Sjóminjasafn, Fjármálasvið, Forsætisráð og ég veit ekki hvað fleira þetta er kallað. Þá hafa sveitarstjóradólgar einnig verið umsvifamiklir í lóðabraski.

Það sem meira er þá hafa sveitarstjóradólgarnir gert þetta allt illa líka. Í Reykjavík er stöðugt stríð við kennara og leikskólakennara og borgarana þegar kemur að lóðabraski dólganna.

Allt þetta hefur leitt til  yfirgengilegrar skuldasöfnunar án þess að kjósendur fái rönd við reist. Í nýrri stjórnarskrá á að mínu viti að afnema eða skilgreina mjög þröngt allan rétt sveitarfélaga og binda hlutverk þeirra eins þröngt og hægt er.


mbl.is Sveitarfélögin gripu fyrr til aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefna Björnebandíttana á útleið ?

Ísland hefur tímabundið ákveðið að fara að alþjóðalögum og virða mannréttindi. Auðvitað ekki af sjálfsdáðum heldur fyrir kraft frá Noregi og bréf frá Mannréttindadómstólnum. Það er gleðilegt ef Ísland ætlar nú í fyrsta sinn að fara að lögum í þessum málaflokki.Kannski verður nafn Ráðuneytisins ekki lengur brandari eins og verið hefur.
mbl.is Ekki lengur sendir til Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef rétt reynist..

Ef þetta er rétt sem fram kemur í fréttinni þá er þetta hið besta mál. Þarna skiptast aðilar milliliðalaust á upplýsingum og ná saman um eitthvað. Bankaparið frá AGS sem ræður landinu nær kannski að læra að hafa framtíðarsýn. Kannski skila bankarnir og Íbúðalánasjóður þýfinu en það er samt mikilvægt að samþykkja lyklafrumvarpið auk annarra frumvarpa sem boðað er að leggja fram. Vonandi veit þetta á gott.


mbl.is Áfram fjallað um skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamla Ísland að koma aftur.

Smátt og smátt hrekkur gamla Ísland í gírinn og alltaf það kemur til baka. Nú kemur gamla viðhorfið aftur; ef fína fólkið gerir það þá er það löglegt. Það er eftirsjá að Evu Joly en vonandi leyfir hún þeim að hringja í sig af og til. Það er alveg víst að hún hefur flýtt för saksóknarans um tíu ár.
mbl.is Eva Joly hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki einu sinni banki fær svona útreið.

Ég er ekki að mæla með því að brjóta rúður en þetta sýnir því miður að almenningur lítur á embættið eins og banka. Embætti sem ýti almenningi frá sér og vinni á hraða snigilsins. Ekki nema einu sinni hefur banki fengið svona útreið eftir hrun. Hann treysti sér hinsvegar til að hafa bara opið áfram og mér þykir lítill dugur í starfsmönnum Umboðsmanns ef  þeir treysta sér ekki til að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti.
mbl.is Braut rúðu hjá umboðsmanni skuldara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kína í viðskiptabann ?

Það tekur engin mark á íslensku utanríkismálanefndinni og allra síst með þennan formann. Ef ekki væri fyrir norrænt samstarf í Norðurlandaráði þá væri rödd Íslands engin á Alþjóða vettvangi. Margir útlendingar halda að Ísland sé hluti af Skandinavíu af því við erum í Norðurlandaráði og það samstarf hefur gert okkur gildandi hjá þjóðum sem ekkert þekkja okkur.

Ályktun Utanríkismálanefndar hefur enga þýðingu í Kína því þeir þekkja okkur og vita að við erum tækifærissinnar og að hér eru mannréttindabrot eins og í Kína.


mbl.is Fundað um friðarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtrygging mótmælanna

Svona er verðtryggingin í verki en fyrir  tveimur árum notaðu mótmælendur potta og pönnur. Verðtrygging mótmælanna hefur þýtt að nú dugir ekkert minna en tunna í stað potta áður. Samt hefur ekkert gerst gagnvart heimilunum. Verðtrygging mótmælanna er í öfugu hlutfalli við aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Að ári verður ríkisstjórnin sjálfsagt umkringd brennuvörgum með logandi kokkteila og kyndla.
mbl.is Mótmæli við Stjórnarráðshúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband