Þarna á að koma verksmiðja.

Skil ekki af hverju þetta kemur fólki í Norðurþingi á óvart. Þetta er vel þekkt aðferð hjá AGS enda á þarna að koma verksmiðja. Sjóðurinn hefur mikla reynslu á þessu sviði, þannig hafa heilu þjóðflokkarnir verið fluttir af landsvæðum í Suður-Ameríku svo reisa mætti orkuver, stíflur og ryðja skóga fyrir stór fjölþjóðafyrirtæki. Þess vegna er verkið kallað '' aðstoð'' frá AGS og þess vegna heitir stjórnin '' Norræna velferðarstjórnin'' einmitt af því hún er það ekki. Til verksins fékk sjóðurinn fólk eins og Má Seðlabankastjóra og saklausa sveitamanninn Steingrím og nytsama sakleysingjann Jóhönnu.

Steingrímur gat að vísu bjargað nokkrum sveitungum sínum með því að taka skuldir af SAGA kapital í gegnum ríkissjóð og bjarga þeim  undan gjaldþroti.

Samkvæmt þekktu prógrammi AGS þá á þetta svæði að verða verksmiðjuþorp með farandverkamönnum.


mbl.is 85% niðurskurður á sjúkrasviði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Norræn velferðarverksmiðja á Húsavík. Hvað geta menn haft á móti því?

marat (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 00:25

2 identicon

Það var saumastofa á Húsavík sem veitti nokkuð mörg störf og frammleiddi meðal annars vinnuvettlinga en aðal undirstaðan var vinnuföt/sloppar fyrir sjúkrahúsin. Þessi saumastofa hafði verið rekin ágætlega í áratugi. Þá kom til sögunnar iðnaðarráðherra, kona frá sveitabæ norðarlega við Eyjafjörð, hún átti systur sem reynt hafði að reka saumastofu í samkeppni við stofuna á Húsavík en gekk ekki. Þessi iðnaðarráðherra var að berjast fyrir stóriðjunni á Reyðarfirði og einnig byrjað að tala um stóriðju á Húsavík og reyndar um allt land, hvar sem henni var niður komið. Eitt sinn var hringt í Forstjóra saumastofunnar á Húsavík og spurt hvort hægt væri að lækka verðið, svarið var nei og þá var samningi ríkisspítalanna við saumastofuna rift (semsagt aðeins eitt símtal, engin formleg tilboð eða samningaviðræður). Og í staðinn farið að kaupa sloppana frá Lettlandi. Ég hef heirt að það hafi reynst dýrara fyrir sjúkrahúsin þegar upp er staðið. Þetta varð til þess að þetta áratuga gamla fyrirtæki, sem veitti mörg störf, varð að hætta rekstri. Það fór ekki á hausinn, heldur var rekstrargrundvellinum kippt undan. Ekki er vitað til þess að iðnaðarráðherra hafi látið sig þetta mál varða að neinu leyti en var á sama tíma að eyða miklum peningum og tíma í að berjast fyrir stóriðjuvæðingunni.

Þess ber að geta að umrædd iðnaðarráðherra átti systur í stjórn ríkisspítalanna, hvort það er sú sama og reyndi að reka saumastofu í samkeppni við þá á Húsavík veit ég ekki.

Ég sá það strax í hendi mér að til að skapa þörf og stuðning fólksins fyrir nýtt fyrirtæki á staðnum er ágæt leið að koma öðrum atvinnurekstri fyrir kattarnef, því húsvíkingar spiluðu togaraútgerðina út úr höndunum um svipað leyti með undarlega miklum klaufaskap. Einnig timburþurrkun og parkettverksmiðju.

Þannig að þessar aðgerðir með niðurskurðinn núna hljóma nokkuð kunnuglega og sorglegt að það skuli vera stór hluti heimamanna sem lætur ginna sig til stóriðjutrúar með svona lúalegum brögðum.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 973

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband