Rétt hjá ráðherranum

Að mínu viti tekur Svandís hér rétta ákvörðun þó að mér kæmi ekki á óvart  að Hæstiréttur staðfesti dóm Hæstaréttar. Lögin í landinu s.l. tuttugu ár hafa öll verið samin af embættismönnum fyrir hagsmuni fyrirtækja.

Tel hins vegar algjörlega vitlaust að leyfa fyrirtækjum að kosta skipulagsvinnu við gerð aðalskipulags þó að þau megi vel hafa áhuga á Aðalskipulagi og deiliskipulagi. Þessa vinnu þarf að kosta með styrkjum úr sameiginlegum sjóði svo hagsmunir náttúrunnar og íbúanna séu örugglega metnir á jafnréttisgrundvelli.

Reykvíska leiðin þar sem fyrirtæki panta deiliskipulag fyrir þrönga sérhagsmuni er líka ófær og það er ömurlegt til þess að vita að hún er oft kostuð af öllum íbúum í Reykjavík, líka þeim íbúum sem deiliskipulögin víða valta yfir. Í Reykjavík hefur græðisvæðingin tekið á sig ömurlega mynd á öllum sviðum. Borgararnir borga skatta en fá þar lítið og eru iðulega rukkaðir samt um það sem kerfiskallarnir kalla kostnaðarverð fyrir þjónustuna.

Staðfesti Hæstiréttur dóminn þá þarf að mínu viti að breyta þeim þannig að óheimilt sé að láta fyrirtæki kaupa sér aðalskipulag sem hentar einkahagsmunum þess.


mbl.is Svandís áfrýjar dómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Mér er misboðið vegna skemmdaverka þingmanna Vinstri Grænna vegna haturs þeirra á frjálsu athafnalífi og atvinnulífi.  Að horfa upp á það að einstaklingar skuli sviptir eignum sínum þúsundum saman og bornir út úr húsum sínum, vegna þess að þeir eru atvinnulausir og VG heftir alla uppbyggingu.

Rauða Ljónið, 5.10.2010 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 925

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband