Erum bestir í þessu

Íslendingar eru bestir í heimi í markaðsmisnotkun, fákeppni og í að taka sig saman um verð. Skítt með

samkeppnislög og hegningarlög. Við reddum þessu bara með því að kalla fákeppnina samkeppni og málið er dautt.

Hvert sem litið er má sjá samantekin ráð um verð, hjá tryggingafélögum, flutningafélögum, símafélögum, flugfélögum og sveitarfélögum. Við erum dæmi um þjóð sem veit ekkert hvað samkeppnisþjóðfélag er.


mbl.is Grunur um milljarða sýndarviðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Ég hef nú alltaf stutt þann flokk sem trúir á frelsi einstaklingsins!"

Við skulum hætta þessu voli. Munum að markaðurinn leiðréttir sig sjálfur!

Árni Gunnarsson, 11.12.2009 kl. 21:40

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Við erum best í öllu og svo neitum við að taka ábyrgð.  Erum eins og sannkallaðar fyllibyttur í afneitun.  Höldum áfram og sjáum til hvort að við getum ekki siglt þjóðarskútunni í kaf.  VIð værum fyrst þjóða er það ekki annars?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.12.2009 kl. 21:47

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Kæra Ingibjörg, við erum gjaldþrota þjóðríki og ef satt skal segja þá veit ég ekki um nokkra þjóð sem á það jafn skilið og við. Skil ekki hvað þú ert að fara Árni: hér er enginn markaður, bara samantekin ráð um okur. Allt saman ólöglegt eftir íslenskum lögum en fyrst að fína fólkið brýtur lögin þá getur ekki verið um lögbrot að ræða ???

Við snúum víst öllu upp á andskotann. 

Einar Guðjónsson, 11.12.2009 kl. 23:21

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Og hverjir eru svo fína fólkið. 

 Tæknilega séð erum við kannski gjaldþrota.  En, hér er mannauður og hérna eigum við fullt af tækifærum til að snúa skútunni við, en til þess að svo megi fara, þá þarf fólk sem þorir að takast á við erfiðleikana. 

Það er gert með því að fyrst og fremst að taka til í sjálfum sér.  Hver og einn skoði sinn þátt í því sem hér hefur verið að gerast.

Ég, geri mér grein fyrir því að við erum orðin svo spillt, að það við þurfum hjálp til að sjá hlutina eins og þeir hafa verið og eru.

Hvað viljum við?  Hvert viljum við stefna?  Hva er mikilvægast í lífi okkar?

Ég er bara grunnskólakennari og hef ekki meira vit en Guð mér gaf, en í síðustu viku var inn í 4. bekk í forfallakennslu og var falið að fara í Kristin fræði, og fara yfir boðorðin og byrja á 6. boðorðinu sem er; „Þú skalt eigi drýgja hór“

Mér krossbrá! Átti ég aum kennslukonan að fara að fjalla um þessi viðkvæmu mál við 9 ára gömul börn?  Á eftir þessu boðorði sem við ræddum einkar mikið, sé tekið tillit til aldurs þessa barna, kom boðorð eins og: 

Þú skalt eigi stela. 
Þú skalt eigi bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
Þú skalt eigi girnast hús náunga þíns. 
Þú skalt eigi girnast konu náunga þíns, þjón, þernu, fénað né nokkuð það sem náungi þinn á. 

Ég geri mér fulla grein fyrir ábyrgð minni, þau voru fjölmörg börnin þarna sem vildu og þurftu að tjá sig.  Ég varð að stoppa þau af, vegna persónuverndar.  Reyndi að fara að tala um eitthvað fjarlægara eins og Tiger Woods og síðan tilbúnar dæmisögur.  Að lokum fórum við yfir Gullnu regluna og fyrirgefninguna.

Mörg þessara barna hafa verið að faðma mig á göngum skólans síðan ég var inni hjá þeim í 80 mínútur fyrr nokkrum dögum.

Hvað segir þetta okkur?  Þetta segir mér allavega að við séum farin svo óralangt frá þeim gildum sem okkur var kennt í sunnudagaskólum, hjá afa og ömmu að við þurfu að taka kúvendingu í uppeldismálum hér á landi.

Við höfum verið svo upptekin af því að brjótast undan þeirri siðfræði sem ég held að ökkur ætti öllum að vera innrætt strax í æsku.  Og svo hef ég tekið eftir því að þeir sem uppteknastir eru af því að banna kennslu Kristinnar fræða í grunnskólum, það eru efnishyggjufólkið sem ekki vill hlýta þeirri einföldu reglu að það sem þú vilt ekki   að aðrir menn gjöri yður, skalt þú heldur ekki þeim gera.

Ég er ekki meira kristin en gengur og gerist, fer ekki í kirkju nema að eiga sérstakt erindi, hef aldrei verið höll undir sértrúasöfnuði, en er í Þjóðkirkjunni og finnst það bara ágætt að eiga stund með Guði, þegar verst árar. Ég hef ekki önnur viðmið til að samsama mig við, held því statt og stöðugt fram að ef við lifðum eftir Gullnu reglunni, þá værum við hólpin og gætum lifað í sátt og samlyndi.

Ég get ekki skilið þá sem finnst að útibú Landsbankans á Íslandi eigi að fara fram fyrir önnur útibú, hvort sem þau eru í Hollandi eða Bretlandi.

Best hefði verið framtíðina að ríkisbankarnir hefðu allir farið á hausinn og þá stæðum við ekki í þessu strögli.  Þá hefðu þeir mistt sem áttu en ekki verið útbúin víxil á ófædd barnabörn og barnabarnabörn.

Þetta er orðið ´langt komment, en ég vona að þú Einar og einnig Árni lesir það yfir og kommentið á það

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.12.2009 kl. 11:26

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

´´fína fólkið´´ með því á ég t.d. við stjórnmálamennina sem stálu eiginfé SPRON þó

það væri bannað en skv. lögum átti eigið féð að renna til líknar og menningarmála. Aðeins mátti greiða stofnféð verðbætt en þeir komu sér undan því með því að breyta honum í hlutafélag. Þangað til höfðu allir íbúar í Reykjavík ábyrgst lánin sem SPRON tók. Þarna var öll borgarstjórnin, núverandi Utanríkisráðherra etc. Ég á líka við þá sem létu fyrirtækin kaupa sig með milljóna framlögum.

Að flestu leyti er ég þér sammála en verð þó að skilja foreldra barna og börn sem ekki eru kristin að þau geri athugasemdir við  að kristnifræði sé kennd í skólum.

Einar Guðjónsson, 12.12.2009 kl. 12:19

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Já endilega hafðu fína fólkið innan gæsalappa, því að það er ekki fínt frekar en aðrir glæðamenn.

Varðandi kennslu á kristnum fræðum, þá eru það gildin innan trúarinnar sem ég held að við verðum að skila til okkar til komandi kynslóða.  Sjálf trúi ég ekki á meyfæðinguna, en þykist þess fullviss að heiðarleiki og umburðarlyndi gagnvart skoðunum annara verði að vera í öndvegi.  Þá á ég auðvitað við, svo lengi að það skaði ekki aðra.  Hvort það heiti að trúa á Guð eða bara sjálfan sig, skiptir ekki öllu máli, því Gullna regla nær utan um allt.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.12.2009 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband