Gott á Landsbankann

Nýi Landsbankinn sem er í eigu Ásmundar Stefánssonar tók hér við svindlánum Landsbankans gamla

sem hvíldu á rekstri Reykjalundar. Reykjalundur hefur ákveðið að verjast ekki kröfum svindlarabankans hvorki hins nýja eða gamla. Ásmundur taldi sig hafa komist yfir þýfið og ætlaði að sitja á því. Nú situr hann hinsvegar uppi með þýfið og enginn vill reka Reykjalund né kaupa með þessum ´´ meintu´´ skuldum. Sennilega mun engin vilja kaupa nema hann fái lán frá  alvöru banka

og alvöru banki er ekki til hér.Aðeins traustlausir bankar. Þetta er auðvitað ekki gott fyrir ærlega starfsmenn Reykjalundar. Landsbankinn situr uppi með þýfið í umsjón einhverra tveggja unglinga sem vita hvorki haus né sporð  um hvernig verðmæti verða til né um hvað rekstur snýst. Sjálfsagt gefa þeir bara reksturinn til frænda Ásmundar eða beint til vina sinna.


mbl.is Reykjalundur-plastiðnaður í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Hvernig á að skilja þennan texta hjá þér.

Átt þú einhverra persónulegra hamra að hefna hjá einhverjum sem kom nálægt þessu fyrirtæki?

Landfari, 11.7.2009 kl. 00:32

2 identicon

Af hverju er þetta gott á Landsbankann? Ég veit ekki betur en að við séum eigendur bankans - finnst þér ekki að við séum búin að fá nógu háa reikninga nú þegar, finnst þér vanta fleiri og hærri reikninga handa þjóðinni?

Guðrún (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 01:24

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Nei alls ekki. Eftir fréttinni að dæma þá lánaði bankinn 500 milljónir en hækkaði svo lánin um helming með skipulögðu svindli gegn krónunni þ.e. 500 varð að 1000 milljónum. Reksturinn stóð ekki undir því og nú þarf bankinn að sýna getu sýna og hæfileika til að láta reksturinn standa undir því.Landsbankinn getur það ekki heldur

en það er gott að bankinn kynnist rekstrarumhverfi fyrirtækja í landinu annarra en banka.Það er það sem er gott á Landsbankann.Því miður tapar banki Ásmundar meiru á að taka fyrirtækið yfir því nú dæla þeir peningum inn í fyrirtækið með seðlaprentun í von um að það sé hægt að endurselja það eða þá að þeir ætla að koma fyrirtækinu ódýrt í hendur vildarvina.Hvernig sem fer þá tapa skattgreiðendur og viðskiptavinir því annarsvegar er tapið  borgað með háum vöxtum til allra og hins vegar með háum sköttum. 

Einar Guðjónsson, 11.7.2009 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 909

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband