Dómafordæmin streyma inn

Dómstólar á Spáni virðast ætla að afgreiða starfssemi Landsbankans sem svindlarastarfsemi en ekki bankastarfsemi. Nú er að sjá hvort íslenskir dómstólar komast að svipaðri niðurstöðu í samskonar málum sem streyma brátt inn í íslenska dómstóla. Svipað skam var í gangi hér á landi gagnvart íslenskum viðskiptavinum.
mbl.is Bankinn fær ekki eignirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lítð sem ekkert hefur verið talað um fjárfestingar Björgólfana og fleiri aðila, td, Sindra Sindrasonar stjórnaformanns Eimskips, en þeir keyptu land undir golfvöll og fasteignir á Spáni.

Græðgin var svo mikil að það gleymdist að athuga að það var BANNAÐ að byggja golfvöll á þessu landi (sökum vatnsskorts) nema þeir flyttu þangað allt vatn sjálfir, sem er útilokað.

Þeir buður Bretum og fleiri þjóðum að kaupa sumarhús á Spáni, sem til stóð að byggja á landinu.

Aðferðin við fjármögnun fólksins skyld vera og VAR svona:

1. Þú kaupir sumarhús af okkur á td., 20 milljónir

2. Þú veðsetur húsið þitt í heimalandinu fyrir 20 milljóna láni frá Landsbankanum

3. Borgar inná húsið á Spáni 10 milljónir með láninu

4. Notar 8 milljónir af láninu og kaupir hlutabréf í Landsbankanum og græðir svo rosalega næstu 20 árin að arðurinn mun BORGA ALLAR AFBORGANIR FYRIR ÞIG AF LÁNINU OKKAR

5. Þú notar svo 2 milljónir og gerir eitthvað rosalega skemmtilegt fyrir.

Í þessa “sölu”mennsku voru notaðir “crem du la crem” sölumenn Landsbankans og varð þeim svo sannarlega vel ágengt að lokka til sín ellilífeyrisþega sem sáu fram á að geta búið á Spáni í ellinni - einnig keypu margir sem þurftu hreinlega heilsu sinnar vegna að vera í heitara loftslagi en heimalandið býður uppá

HLUTA AF LÁNINU (2millurnar eða svo) var afhent, fullt veð fyrir 20 millunum) var tekið í húsum þeirra í heimalandinu.

Landsbankinn rúllaði og 8 milljónirnar í hlutabréfunum fuku út í veður og vind en það sem er kannski verst -

HÚSIN VORU ALDREI AFHENT OG ER EKKI EINU SINNI BYRJAÐ AÐ BYGGJA ÞAU !!!!!!!!!

Fólkið skuldar nú gamla Landsbanka ríflega 20 milljónir !

Þetta fólk er nú að safna liði og lögfræðingum og ætlar svo sannarlega í mál við bankann. Þetta eru hreint ekki einu hóparnir sem Landsbankinn sveik og stal af.

Margt má nú segja um Kaupþingskappanna en þeir komust ekki með tærnar þar sem Landsbankaliðið hafði hælana í lygum, svikum og prettum.

Margir tala um að þeir hafi lagt mikið til þjóðfélagsins, lista og menningar.

Fyrir hvaða peninga er mér spurn?

Finnst okkur það fyrirgefanlegt að þeir hafi styrkt hér td., Klink og Bank fyrir fé sem þeir stálu af munaðarleysingjahælum, góðgerðarstofnunum, ellilífeyrisþegum og sjúklingum!

Manni verður illt af tilhugsuninni einni saman.

Það verður fróðlegt að sjá dómana yfir þeim feðgum.

Mér segist svo hugur að þeir verði komnir á fullt hér aftur eftir 5 ár

Lola (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 12:53

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þetta er hrikalegt og mér er líka illt.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 11.7.2009 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 869

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband