8.7.2009 | 10:18
Skyldutryggingar hjá gjaldþrota félögum.
Eitt af því sem skýrir pengingaflæði inn í tryggingafélög eru s.k. skyldu og nauðungartryggingar s.s.bíla
og brunatryggingar.Helstu vinir tryggingarfélaganna hafa verið alþingismenn en þeir hafa neytt borgarana til að kaupa tryggingar.Hér á landi eru tryggingar miklu dýrari en í nálægum löndum og svo þegar eitthvað hendir t.d. ef gamalt hús brennur þá færðu ekki fé til að endurbyggja heldur bætur að
frádregnum afskriftum.Þannig lækka bætur vegna gamals húss.Sama gilti þar til nýlega um skaðabótatryggingar.Þar greiddu viðskiptavinir iðgjöld en fengu aldrei bætur í samræmi við þau af því sú starfsemi var niðurgreidd af almannatryggingum og bótasjóðum verkalýðsfélaga.Aðrar tryggingabætur fást svo greiddar að gengnu dómsmáli. Nauðungartryggingarnar og samantekin ráð um verð hafa auðvitað leitt til hárra iðgjalda.Þannig gildir það sama um tryggingafélögin og lífeyrissjóðina.Samtryggingin hefur leitt til hærri kostnaðar fyrir almenning og minni réttinda. Sá eini sem hagnast er bótasjóðurinn sem oft er notaður til að kaupa sér áhrif eða er einfaldlega stolið eins og í tilfelli Sjóvár. Það er spurning hvort almenningi sé skylt að kaupa nauðungartryggingar af gjaldþrota tryggingafélögum sem rekin eru á undanþágu frá FME ?? Tryggingafélögin geta ekki efnt skyldur sínar skv. tryggingasamningum en samt virðist sem að nauðungartryggingatakar verði samt áfram að ´´eiga´´ viðskipti við þau.
Sjóvá skuldaði í bótasjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sama system og hjá lífeyrissjóðunum. Þjófnaður í skjóli löggjafans.
Magnús Sigurðsson, 8.7.2009 kl. 10:52
Þú veltir upp áhugaverðum atriðum þarna.
Erum við þá í rauninni ótryggð?
PS. Nýlega kom fram að kröfur í þrotabú ,,Milestone" næmu um 80 milljörðum en aðeins til um 6 milljarðar upp í kröfurnar.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 11:24
Myndi einhver kaupa á raðgreiðslum húsgögn af gjaldþrota húsgagnaverslun ?? jafnvel þó Neytendastofa gæfi undanþágu ?? Held varla. Ég geri verulegan fyrirvara
á hvort manni beri að greiða skyldu og nauðungartryggingar nema mánuð fyrir mánuð og þá eftir á. Hinsvegar eru Sýslumenn erfiðir og leyfa tryggingarfélögum að
sækja iðgjöldin fyrirhafnarlítið í hinar tryggðu eignir.Þetta er eins og með annað: rekstrartekjur þeirra eru gulltryggðar en svo þurfa menn oft að sækja bæturnar með hjálp Hæstaréttar. Í líftrygginga og skaðatryggingum greiða þau aldrei neitt út nema að gegnum dómi.
Einar Guðjónsson, 8.7.2009 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.