Átti aldrei að fara í gegn.

Einkennileg þessi frétt um að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi á síðustu stundu ákveðið að fara að lögum. Samt komst þetta mál eiginlega alla leið upp á dekk. Ekki var hægt að fara að lögum fyrr en hinn klíkuráðni Sýslumaður í Reykjavík vaknaði rúmu heilu ári eftir að dómur gekk um ólögmæti gengislána.Þangað til var hann að ganga erinda bekkjarbræðranna úr lagadeildinni og bjóða upp eignir fyrir þá um leið og embættið fitnaði um söluþóknunina og móttökuþóknunina.
Þessi embætti verður að leggja niður í núverandi formi og skipa málum hér í samræmi við það sem tíðkast í réttarrríkjum Evrópu. Vel er hægt að líta til embætta t.d. krónufógetans í Svíþjóð eða Sýslumannsembætta í Danmörku. Hér eru þessi mál í algjörri andstöðu við meginreglur réttarríkisins og ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu.
Annað sem er missagt í fréttinni er að atburðarrásinni er snúið á hvolf en kröfuhafinn er ofbeldismaðurinn ásamt Innanríkisráðherranum og Alþingi en eigandi eignarinnar er brotaþolinn í '' dæmisögu'' þessari um '' góða '' Sýslumanninn.Hann er hinsvegar að vinna eingöngu fyrir kröfuhafann en á kostnað allra skattborgara, líka þeirra sem þurfa að þola ofbeldið.
mbl.is Sýslumaður stöðvaði uppboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Aðalmálið núna er að kerfið virki eins og það ætti að gera og að það sé búið að stoppa þó ekki séu nema 4 nauðungarsölur á 1 viku sem átti að gera þrátt fyrir ólögmæti þess ætti að fagna fyrir alla þá sem að sæta þessari lögvitleysu...

Annars er þetta að verða ein hringavitleysa allt saman og greinilegt að fjármálafyrirtækin reyna að ná eins miklu til sín og þau geta þrátt fyrir að um ólöglegan gjörning er að ræða, sem fær mann til þess að hugsa hvað býr að baki því að brjóta vísvitandi lög...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 27.2.2012 kl. 10:46

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Eina kerfið hjá Sýslumönnum er að gera það sem kröfuhafar biðja þá um og þegar kröfuhafi biður um uppboð þá fer bara fram uppboð. Þannig eru ólögin, þá varðar engu um lögmæti kröfunnar.

Einar Guðjónsson, 27.2.2012 kl. 11:12

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mikið var, að hann vaknaði úr dóp-dáleiðslusvefni og peningagræðgi-vímunni, þessi svokallaði sýslumaður!!!

Hvers vegna ætti maður að bera virðingu fyrir sýslumönnum, sem stunda lögbrot?

Þeir vinna hugsunarlausir og gjörspilltir, sem aðstoðarmenn yfirlögreglu-stýrðra ofvaxinna banka og fjármálastofnana.

Seðlabankastjórinn er svo fjarstýrður frá banka-stjóra-embættisklíkunum í hinu virta AGS-EES-ESB samspillingarinnar "reglulegu" og "vel" stjórnuðu.

Seðlabankastjórinn er svo notaður sem bankaræningja-kóngurinn á Íslandi, sem öllu ræður innanlands, með leyfi frá þjálfuðum og siðblindum peninganna vörðum erlendis, sem halda í alla stingjabrúðu-hótana-mútuspottana!

Svona stutt er raunverulega fjármála-stjórnsýslu-siðvæðing heimsins komin, semsagt á frummanna/villimanna-stigi, með blekkingar-embættis-hvítflibba, sem eitra öll samfélög, og múta stjórnmálamönnum. Þeir þóttust líklega vera fyndnir, þegar þeir skírðu eitt ræningja-afkvæmið sitt Kaupþing-banki (Kaupa-þingið-banki)! Þeir sem voru rændir finnst það líklega ekki eins fyndið!

Ekki er vanþörf á að taka til allsstaðar í peningalausu gervibanka-heims-stjórnuninni, en ekki bara á Íslandi. Við þurfum hins vegar sjálf að taka til í eigin landhelgi, því önnur lönd hafa víst nóg með sig í þessari peningalausu tölvu-bankaræningja-embættisklíku, sem framkölluðu heimskreppu og hörmungar fyrir saklaust fólk.

Andlegt ofbeldi drepur. Siðblinda er hættulegur sjúkdómur sem stafar af einhverskonar efnaójafnvægi eða efnaskorti, meðal annars, eftir því sem næst hefur verið komist. Enda er fæða meir og minna eitruð í heiminum. Þöggun er hættulegt heimsvandamál, sem verndar grimmdarverkin.

Allt hangir þetta saman með einhverju fársjúku spillingarlími!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.2.2012 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 917

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband