Kona í Kartellið.

Kona sem stýrir fyrirtæki sem okrar á rafmagni og hita í Norðurþingi hefur sest í stjórn Samorku. Samorka er samstarf orkuveitna um að okra á rafmagni og hita á notendum á veitusvæðinu. Upphaflega var þetta almannaveita sem hefur nú verið breytt í Ohf svo hægt sé að koma sér undan stjórnsýslu og upplýsingalögum. M.a. svo stjórnendur geti farið með fyrirtækið eins og þeim sýnist. Málefni Orkufyrirtækja sem stjórnendur hafa skuldsett og skafið að innan hljóta að verða í umræðunni í næstu kosningum því málefni þeirra eru í algjörum ólestri: allt frá Reykjavík til Húsavíkur er stefið það sama; sáralítill framleiðslukostnaður en himinhá álagning til fyrirtækja og heimila. Hugsunalaus rekstur og bruðl er aðalsmerki þessara fyrirtækja. Ég spyr mig ? af hverju yfir höfuð er ekki bara '' sjálfsali'' að reka OH en um er að ræða um sjöhundruð heimili sem fyrirtækið þjónar og samt er það með vel launaðan húsvörð og sex aðra til vara eða 1 starfsmann á hverja hundrað viðskiptavini.
Þá er framfærsla fyrirtækisins tryggð með sköttum á heimilin alveg óháð notkun.Samt er búið til stórt net fyrirtækja um að innheimta skatta á þessa örfáu íbúa.
Auðvitað er gott að kona fái að leiða okur og mafíustarfsemi í landinu í orkugeiranum en er ekki kjarni málsins að okrað er á orkuneytendum í landinu og það er það sem þarf að vinda ofan af en ekki að fagna því þó kona komist í okraraklúbbinn.
mbl.is Fyrsta konan í stjórn Samorku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband