Brot á Skipulags og Byggingarlögum ?

Ekki er að sjá að Vesturbæjarskóli hafi sótt um leyfi fyrir þessa skúra hjá Byggingarfulltrúanum í Reykjavík. Sýnir í hnotskurn að ekki er gott að hafa skólann og Byggingarfulltrúann í vasa sama '' eiganda''. Skólinn gerir bara það sem honum sýnist og engin Byggingarfulltrúi kemur og fjarlægir þessa óleyfisframkvæmd. Hvers vegna skyldu venjulegir borgarar  ekki byggja í óleyfi fyrst að Borgarstjórinn gerir það ?

P.s. sé ekki betur en að minna en 10 metrar séu á milli 3 ja timburhúsa en skv. Skipulags og byggingarlögum er það algjörlega bannað.


mbl.is Uppnám vegna skúra á skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Um sé að ræða tímabundna lausn á vandanum og nú sé verið að leita að húsnæði fyrir skólastarfsemina í grennd við skólann."

Danni (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 17:49

2 identicon

Ótrúlegt.....æji þetta er ekki nógu fallegt......

CrazyGuy (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 17:50

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það er ekki til neitt sem heitir tímabundin lausn skv. Skipulags og byggingarlögum. Það verður að sækja um leyfi til Byggingarfulltrúa og hann getur ekkert leyft sem lögin banna.

Einar Guðjónsson, 26.8.2010 kl. 18:02

4 identicon

Voðalegt væl er þetta í fólki útaf tímabundini lausn á húsnæðisvanda skólans

Held nú að kennslan beri ekki skaða þótt það sé kennt í skúr.

Hefðuð átt að sjá skólann minn 1949 LOL

AFB (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 18:09

5 Smámynd: Grétar Freyr Vésteinsson

Já betra væri að hafa hreinlega ekkert pláss fyrir alla, og heimamennta bara liðið. Er það lausnin Einar?

Grétar Freyr Vésteinsson, 26.8.2010 kl. 18:11

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Eitt sinn voru braggar fátækra-bústaðir þeirra sem voru of heiðarlegir til að stela og plata og of sjúkir til að vinna!

Og ekki svo langt síðan?

En Ísland er tæknilega og þroskalega gjaldþrota í dag og geta bæði foreldrar og börn átt von á niðurskurði?

Margir láglauna-þrælar verða nú að sætta sig við að vera reknir út frá heimilum sínum til að erlendir kröfuhafar bankanna geti haldið áfram að braska með heimili þeirra og peninga sem heiðarleg vinna þessa fólks skilaði erlendu bönkunum með aðstoð Íslenskra og misþroska peninga-fíkla?

Á það fólk að sætta sig við að eiga ekki mat og heimili? Og hvers vegna á það fólk að sætta sig við það? Hvar er virðingin og réttlætið (jafnréttið) sem allir vilja upplifa, en skortur á samfélags-þroska peninga-fíkla síðustu áratuga meinar svo mörgum?

Hvenær vakna sumar stéttir þessa lands til meðvitundar um óréttlætið og stéttar-skiptinguna sem ríkt hefur í Íslensku samfélagi frá upphafi? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.8.2010 kl. 18:48

8 Smámynd: Einar Guðjónsson

Athugasemd frá nr. 7 sem virðist vera byggingarfulltrúi eða borgarstjóri þar sem fram kemur að sótt er um færanlegan vinnuskúr vegna framkvæmda á svæðinu. Engar teikningar fylgja af lóð eða staðsetningu og í mínum huga er þarna verið að misnota Skipulags og byggingarlögin.

Einar Guðjónsson, 26.8.2010 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband