Færsluflokkur: Bloggar
22.6.2010 | 13:46
Svipta þá starfsleyfi
![]() |
Lausn á næstu dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2010 | 10:25
Ranghugmyndir
Mörður vill bjarga starfsfólki bankanna út úr vandanum og redda málinu. Tryggja þeim áfram réttinn til að okra á peningaleigu. Sú ranghugmynd er í þessu hjá honum að hann reiknar með ( og telur sjálfsagt ) að Ríkissjóður styrki bankana þannig að þeir njóti áfram ríflegra niðurgreiðslna frá hinu opinbera. Er nokkur þörf á því ? verða þeir ekki bara að fara að reka sig af einhverju viti ? standa bara við samninga ? átti ekki að vera þarna fólk sem hafði vit á bankastarfsemi ? Er þetta nokkuð mál Ríkisvaldsins ? fyrst að ekki er hægt að hjálpa heimilunum á þá að hjálpa bönkunum aftur og nýbúið ?
Á ekki bara að afnema verðtrygginguna ? Hvernig á dauð efnahagsstarfsemi að geta borgað tuttugu sinnum hærri leigu á peningum en líflegt efnahagslíf Evrópu ? Af hverju á að bjóða krónueigendum leigugjald sem býðst hvergi í veröldinni nema hér ?
![]() |
Vill verðtryggingu á lánin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2010 | 22:16
Allir aftur á hausinn í haust
Þeir fara sennilega allir aftur á hausinn í haust enda takmörk fyrir því hvað heimilin hafa til ráðstöfunar til að styrkja bankana. Vextir eru tuttugu sinnum hærri hér en í Evrópu sem þýðir auðvitað að leiga á peningum er langdýrust hér í veröldinni nema ef vera skyldi í Langtíburtistan.Landbúnaðurinn hér kemst ekki með hælana þar sem bankarnir eru með tærnar í beinum og óbeinum ríkisstyrk.
Að vísu styrkja heimilin hér margt, þau styrkja flutningsokrið, símaokrið, raforkuokrið, skattaokrið en bráðum fer að verða komið nóg.
![]() |
Óvíst með eiginfjárhlutfall fjármálastofnana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.6.2010 | 19:30
Áfram niðurgreitt til bankanna ?
Eftir þessu að dæma þá er stemningin hjá klíkunum sem hafa þjóðþingið í vasanum sú að peningaleigufyrirtækin eigi áfram að njóta mikils samfélagsstuðnings. Verðtryggingin og stýrivextirnir sem tryggja okrið virðast fá að halda sér. Á sama tíma er þessi '' bankastarfsemi'' vonlaus fyrir alla samkeppni Íslands við útlönd. Þá á hún stóran þátt í því hvernig landið hefur verið leikið.
Sennilega leysa dómstólarnir þennan hnút eins og flest önnur mál, því miður.
![]() |
Endurmeti húsnæðislánin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2010 | 20:24
Gleymir niðurgreiðslunum til bankanna
Grímur gleymir alveg að geta þess að Ríkisvaldið niðurgreiðir alla peningamóttöku í landinu á afgreiðslustöðum hinna s.k. ''viðskipta'' banka en þeirra eina hlutverk nú um stundir er að keyra brettin til geymslu í Seðlabankanum sem greiðir ríkulega leigu til bankanna fyrir að hafa milligöngu um flutninginn.
Þá er einnig svo að sjá sem að fasistastjórnin sé að færast í átt til frjálshyggju en Grímur segir að hlutverk stjórnvalda eigi að takmarkast við að miðla RÉTTUM upplýsingum og að stappa stálinu í fólk ???. Það er að minnsta kosti ljóst að best er að þessir fúskarar geri sem minnst.
![]() |
Meira þarf en aukna neyslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2010 | 01:01
Hreyfingin Berjum á borgurunum úti í kuldanum ?
Allt í einu er kominn meirihluti í Reykjavík sem virðist ætla að vinna við að þjónusta borgarana. Meirihluti sem telur sig vera að þjónusta borgarana. Það er alveg nýtt en hingað til höfum við haft Rottweiler hunda að stýra borginni. Berjum á borgurunum og látum þá finna til tevatnsins hefur verið stefnan. Það eru því ánægjuleg tíðindi að fylgjast með borgarstjóri sem er að framkvæma það sem borgararnir vilja og eru að hugsa.
Hann hefur meira að segja náð að fá þessa 15 félaga í Samfylkingunni í Reykjavík til að fara að hugsa um að vinna fyrir borgarana.
Auðvitað á að sýna eldra fólki virðingu og Jón mælir manna heilastur þegar hann lætur sér detta í hug að bjóða peysufatakonum sæti. Hingað til hafa borgarstjórar aðeins hugsað um sig og rassgat vina sinna. Vonandi heyrir það til liðinni tíð.
Svo er bara að reka Orkuveituliðið á föstudag og framkvæmdastjórana 75 á mánudag þann 21 sta júní.
![]() |
Dagbók borgarstjóra vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2010 | 11:56
AGS parið í brynvörn ?
![]() |
Lögregla við öllu búin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2010 | 19:50
Sáuði hvernig ég tók þá
Aðalbankasendillinn í landinu Gylfi Magnússon , sá sem laug sig inn í viðskiptaráðuneytið með greiningardeild Landsbankans í veskinu, segir ekkert og heldur sig vonandi við það sem hann er orðinn þekktur fyrir: að gera ekki neitt.
Sorglegt til þess að vita að Viðskiptaráðherrann hafi gert það eitt að standa með lögbrjótunum í einu og öllu. Allar götur frá því honum tókst að ljúga sig inn í ráðuneytið.
Nú ríður á að tæma ráðuneytið og setja talhólf í staðinn. Þá gerir viðskiptaráðherrann að minnsta kosti engan skaða á meðan.
![]() |
Áhrif dómsins að mestu til góðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2010 | 20:28
Guði sé lof
Mikil tímamót hafa orðið í Reykjavík í dag. Þolendur þjónustunnar hafa nú tekið við stjórnarformennsku hjá Strætó og Sorpu. Dr. Gunni notar strætó og veit því hvað hann er að tala um og þekkir viðskiptamódelið á bak við almenningssamgöngur. Áður voru alltaf skipaðir stjórnarformenn bitlingakóngar með einkabíladellu.
Guð láti á gott vita.
![]() |
Dr. Gunni formaður Strætó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2010 | 10:20
Vistarbandið og sparnaðurinn hverfur í milliliðina
Bankarnir hirða vaxtamuninn fyrir að taka á móti peningum í útibúum sínum. Brettin eru svo keyrð í Seðlabankann þar sem þau liggja gegn greiðslu á leigu. Bankarnir eru svo niðurgreiddir með leigutekjum þessum sem kallast vextir. Almenningur sem á sparifé sér hinsvegar bara rýrnandi tekjur og almenningur sem '' skuldar'' í bönkunum er bara í vistarbandi.
Held að bankaleyfi eigi að vera bundið við þá sem hafa þungt framfæri og skerta starfsorku en þannig kæmi s.k. bankastarfsemi að einhverju samfélagslegu gagni og niðurgreiðslur skattgreiðenda til bankareksturs yrðu þá ekki bara háar atvinnubótagreiðslur í s.k. '' bönkum''.
![]() |
Raunlækkun um á annan tug prósenta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 1359
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar