Grátkerling bæjarstjóranna.

Ástæðan fyrir því að sveitarfélögin standa illa er sú að þeir sem komist hafa á persónulega beit í bæjarsjóðunum hafa verið að gera allt annað en sveitarfélög eiga að vera að gera. Það sem þeir eiga að vera að gera er að reka  vatnsveitu, slökkvilið, skóla og að hluta til leikskóla annað ekki. Þeir hafa hins vegar staðið í því viðamikla verkefni að koma vinum, kunningjum og flokksvinum á beit í bæjarsjóðunum. Í Reykjavík þar sem ég bý er þetta kallað Höfuðborgarstofa, Viðeyjarstofa, Lóðastofa, Slökkviliðsminjasafn, Rafmagnsveitusafn, Sjóminjasafn, Fjármálasvið, Forsætisráð og ég veit ekki hvað fleira þetta er kallað. Þá hafa sveitarstjóradólgar einnig verið umsvifamiklir í lóðabraski.

Það sem meira er þá hafa sveitarstjóradólgarnir gert þetta allt illa líka. Í Reykjavík er stöðugt stríð við kennara og leikskólakennara og borgarana þegar kemur að lóðabraski dólganna.

Allt þetta hefur leitt til  yfirgengilegrar skuldasöfnunar án þess að kjósendur fái rönd við reist. Í nýrri stjórnarskrá á að mínu viti að afnema eða skilgreina mjög þröngt allan rétt sveitarfélaga og binda hlutverk þeirra eins þröngt og hægt er.


mbl.is Sveitarfélögin gripu fyrr til aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband