Færsluflokkur: Bloggar

Björn Bjarnason ekki forstjóri ?

Við sem söknum Björn Bjarnasonar úr umræðunni verður ekki að ósk okkar. Hann verður örugglega ekki forstjóri Sjóvár því tengdasonurinn er hættur við að kaupa. Var orðinn þreyttur á að bíða en Íslandsbanki vildi gefa honum þetta fyrirtæki sem löggjafinn vill að okri á íslendingum. Björn sem hefur fengið allt sem hann vill í veraldlegum frama þegar hann vill enda íhaldsklár.
mbl.is Upplýsir ekki ástæður fyrir töfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má hver sem er kalla sig lækni ?

Má hvaða fúskari sem er skera fólk upp og kalla sig lækni ? Er það ekki spurningin hér en málið snérist um að fólkið kallaði sig ljósmyndara án þess að vera það.

Þessi frétt segir líka það að eigendur brosbarna hljóta að hafa góð tengsl inn á Mbl. is því  mig rekur ekki minni til að annað eins '' fórnarlambsviðtal'' hafi fyrst við fólk sem tapar litlu dómsmáli og hyggst áfrýja niðurstöðunni. Sýnist raunar á öllu að niðurstaða Héraðsdóms hafi verið í fullu samræmi við lögin.

Vonin um villta vestrið blundar hins vegar í íslendingum nú sem fyrr.


mbl.is Áfrýja dómi héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gosi og Skrudda.

Gosi og Skrudda kynntu múmínsáttmálann fyrir  bankagengjunum. Nú er búið að reikna út hvað þetta kosti. Það er alltaf ein föst breyta í dæmunum. Bankarnir eiga ekki að tapa neinu af þýfinu en spurningin hjá Gosa er núna hvernig hægt er að blekkja almenning til að halda að hann fái eitthvað af þýfinu til baka. Gosi mælir með Langanesleiðinni: hækka skatta og nota þá skatta til að færa bönkunum en kalla það vaxtabætur. Svona leiðrétta Múmínhjónin alltaf allt.
mbl.is Gagnleg skýrsla um skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei nein þörf.

Þetta var alltaf bull og aldrei nein þörf. Var svona framkvæmd fyrir einhverja sem hafði verið lofað að komast á beit í Ríkis og Borgarsjóði. Þetta hefði orðið samskonar framkvæmd eins og þegar hafskipahafnir voru reistar í hverjum firði. Samt var alltaf ljóst að bíllinn myndi drepa þær og fiskurinn var farinn og því var engin umferð um þær.

Innanlandsflugið er deyjandi og það verður ekki flogið á nema 3  til 5 staði frá Reykjavík á næstu árum. Fyrir það flug þarf aðeins eina og hálfa braut og lítið biðskýli. Vel má hugsa sér að endurbyggja braggann.


mbl.is Samgöngumiðstöðin rís ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær hugmynd.

Á tveggja ára afmæli hrunsins kemur allt í einu einn þingmaður og vill nú kortleggja vandann. Þetta bendir til þess að kannski sé von um að eitthvað  verði gert faglega. Löggjöf ekki eingöngu sett skv. beiðni banka og vildarvina.
mbl.is Raunveruleg staða verði könnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG íþróttafélag ?

Það er eins og ekkert vinni á kjörfylgi VG í könnunum. Alveg sama þó flokkurinn í verkum sínum geri ekkert af því sem hann lofaði í kosningastefnuskrá. Hagar sér í ríkisstjórn eins og fasistaflokkur, samt hreyfist fylgið sáralítið. Mér er skapi næst að halda að þetta sé svona '' eins fjölskylda '' syndróm eða bara íþróttafélag og trúfélag.
mbl.is Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgum sveitarfélögunum.

Almenningur borgar mikla peninga í skatta til sveitarfélaganna. Forystudólgar þeirra eru hins vegar þekktir óreiðumenn og ráða ekki neitt við neitt. Þegar svo sveitarfélögin þurfa að standa við réttindi sem borgurunum eru tryggð skv. lögum þá skíta þau á sig. Þá er gott  fyrir forystudólgana að eiga hauk í horni í gömlum óreiðumanni sem einu sinni var sveitarstjóradólgur á Akranesi en hefur nú verið kosinn á þing af því hann var leikaramyndin sem kjósendur þekktu. Ekki nóg með það þá er gamli sveitarstjóradólgurinn orðinn að félagsmálaráðherra. Þá er gott að geta látið hann moka peningum launþega úr ríkissjóði svo þeir geti greitt sínar eigin atvinnuleysisbætur. Er þetta ekki dæmalaust 2007 hagkerfi ?

Ástæðan fyrir þessum hugmyndum ráðherrans er ekki að hann vilji standa við réttindi sem launafólki og borgurum ber skv. lögum heldur til að bjarga örþreyttum og spilltum sveitarstjóradólgunum frá því að þurfa að skila borgurunum skattpeningunum. Allt til að tryggja velferð hinna ábyrgðarlausu sveitarstjóradólga.


mbl.is Lengri bótatími kostar milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömlu góðu fréttirnar aftur.

Gömlu góðu fréttirnar eru komnar aftur þar sem fréttaskýringar um leiðangra Hafró eru aðalmálið. Fiskifræðingar fara að sjást á forsíðu Séð og Heyrt og alla dreymir um að verða blaðafulltrúar Hafró.
mbl.is Gott ástand loðnustofns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Gnarr Allskonarson.

Það er gott að málgagn flokks okkar skuli fylgjast svona vel með andlegu og veraldlegu lífi okkar himneska og allt um liggjandi Stórborgarstjóra í Reykjavíkurhreppi hinum nýja. Hinum elskandi Jóni Gnarr Allskonarsyni. Ekki veitir okkur af íbúum Reykjavíkur. Lifi allskonarbyltingin.

Bætist þessi upplýsingagleði ofan á hinu djúpu fréttagreiningu er fer fram á baksíðu og næstöftustu síðu Fréttablaðsins.


mbl.is Borgarstjóri að ná heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningaþvottur.

Hraðbraut er dæmi um hina íslensku frjálshyggju en þar er '' duglegum'' vini flokksins gefið færi á '' einkarekstri'' sem þýðir að hann fær að vera á beit í ríkissjóði undir því yfirskyni að verið sé að reka '' einka''skóla. Hagnaðurinn er svo fluttur úr landi og keypt fyrir hann m.a. sumarhús í Flórída. Svo eru aðstandendur og '' eigendur'' Hraðbrautar kallaðir duglegir menn. Á meðan prentuðu þeir bara peninga í samvinnu við Menntamálaráðuneytið. Ef þá vantaði pening þá fölsuðu þeir bara nemendafjöldann. Þegar svo allt komst upp þá voru þeir ekki kærðir til Lögreglu heldur leyft að halda fram samningi um '' sakleysi'' sitt. Af hverju fær Lalli Jóhns ekki sömu þjónustu og sömu afgreiðslu ?.

Af hverju fá dæmdir þjófar ekki bara samning við Menntamálaráðuneytið um framlög frá ráðuneytinu ? Með því væri hægt að útrýma þjófnaðarbrotum úr samfélaginu.


mbl.is Stendur við útreikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband