Fyrsti hreppurinn í Möllersklúbbinn.

Álftanesið er komið í Möllersklúbbinn fyrst sveitarfélaga á þessu ári. Fleiri hreppar eru á leiðinni eins og

Reykjanesbær, Bolungarvík, Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur og sennilega langflestir nema Skilmannahreppur.

Heimild til að leggja á 10% álag á útsvar þýðir að  Sveitastjóradólgarnir vinna í fyrstu lotu en  almenningur tapar. Skattarnir eru bara hækkaðir en dólgarnir sitja áfram og fá að eyða áfram eins og vitleysingar. Þeir munu ekki bera neina ábyrgð á bruðlinu og spillingunni og halda áfram sínum fínu kjörum.

Möllersklúbburinn gengur nefnilega út á að verðlauna sveitarstjóradurgana sem fara illa með almannafé  og jafnframt fá þeir rýmkaðar heimildir til að skatta almenning. Svo  grenja þeir út úr Alþingi meir pening. 


mbl.is 10% álag á útsvar á Álftanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Almenningur tapar, hrunaliðið situr áfram við kjötkatlana þannig fara gjaldþrot fram ríki og bæ. 

Maður veltir því einnig fyrir sér hvort húseigendur almennt þoli 40% hækkun fastignagjalda ef þetta er það sem koma skal.  Það verða kannski fleiri hús jöfnuð við jörðu á Álftanesi þó ekki sé nema í sparnaðarskini.

Magnús Sigurðsson, 17.12.2009 kl. 22:02

2 identicon

Þetta eru fótspor skólabróður míns, Sigga Komma. Svona hefur vinstri villan leikið Álftanes.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 22:28

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Ómar, þetta hefur ekkert með flokka að gera. Sveitarfélögin hafa allra handa flokka.

D í Kópavogi, S í Hafnarfirði, B í Skagafjarðarsveit etc. Skiptir engu máli því þetta virðist vera tegund sem nær yfirhöndunum í hreppunum og eyðir þeim. 

Einar Guðjónsson, 17.12.2009 kl. 23:22

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Hef það frá mjög áreiðanlegum heimildum að Sigurður Magnússon og bæjarstjórn hans hafi algjörlega rústað bæjarfélaginu Álftanesi.  Í ljósi þess er grátbroslegt að sjá þennan mann eins og aumingja í seinni fréttum sjónvarps, vælandi yfir meiri álögum á íbúa.

Ég sé Einar að þú óskir þess að Rvík og Kópavogur séu í þessum hópi, væntanlega vegna einhverja eigin gremju?

Guðmundur Björn, 17.12.2009 kl. 23:22

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Fer þessi aukaskattlagning ekki að daðra óþægilega við jafnræðisreglu?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.12.2009 kl. 23:22

6 Smámynd: Einar Guðjónsson

Guðmundur, þetta eru bara staðreyndir; Kópavogur og Reykjavík eru á leið í Möllersklúbbinn.

Einar Guðjónsson, 18.12.2009 kl. 00:37

7 identicon

En þú mátt ekki gleyma því Einar, að lengsta rennibrautin í íslenskri sundlaug, er á Álftanesi!

Jóhann (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 973

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband