Íbúaflóttinn gengur þá hraðar fyrir sig

Íbúum í Bolungarvík hefur fækkað og fækkað og fækkað um sennilega 1600 hundruð manns á 15 árum.

Göngin hægja nú eitthvað á þróuninni en á endanum munu þau líka nýtast þegar bærinn fer úr byggð.

Búslóðaflutningarnir munu þá ganga hraðar og öruggar fyrir sig en það er samt óþarfi að greiða þetta mikla yfirverð til verktakans og þessi göng hefðu kvótaeigendurnir átt að greiða. Ekki Ríkissjóður Íslands. 


mbl.is Kristján sprengdi í göngunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þù ert greinilega ekki mjög fròður MAÐUR Einar

Sigurjòn (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 22:26

2 identicon

Íbúaflóttinn segir þú! Það er alveg rétt. En i hvora áttinna heldur þú að hann verði? Auðvitað af höfuðborgarsvæðinu og til Bolungarvíkur og fleiri staða á landsbyggðinni. Á næstu árum mun fækka um c.a. 30.000 manns á höfuðborgarsvæðinu. Helmingurinn til útlanda og hinn helmingurinn út á land. Þar er framtíðin á Íslandi. *Ekki í sukkinu og ruglinu fyrir sunnan.

Óli (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 22:48

3 Smámynd: Axel Guðmundsson

Oj bara Bolungarvík.Nei takk. Það er sko gott að búa í Kópavogi.

Axel Guðmundsson, 28.11.2009 kl. 23:11

4 identicon

hva ? á að flæma þriðjung höfuðborgabúa í burtu svo það sé hægt að nota húsnæði þeirra sem gistiplás fyrir erlenda ferðamenn ?

Rabbi (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 23:25

5 identicon

Óshlíðin var einn mesti viðbjóðsvegur á Íslandi og hvert mannslíf er metið á hvað? 250 milljónir?

Þessi tala er ekki opinberlega kynnt frá Vegagerðinni en ætti að vera til einhversstaðar. Relatíft vegaöryggi ætti að vera hið sama um allt land. Sem rúmlega meðalskattgreiðandi af höfuðborgarsvæði finnst mér þetta réttlætanlegt. Þú ert greinilega á öðru máli.

Með niðurfellingu sjómannaafsláttar (hver svo sem lendingin verður þar, líklega veður lengt í þessu) þá má segja að þeir komi einnig að fjármögnun þessa verks sem annarra.

Að mínu mati þá ætti að verða fólksflótti af þeim svæðum þar sem atvinnuleysi er mest og til svæða þar sem ástand er betra. Eftir því sem ég fæ best séð þá er það betra í Bolungarvík en víða annars staðar.

Þessi færsla þín er því, í heild sinni, skrifuð af innblæstri augnabliksins og ekki mikilli dýpt?

Þrándur (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 00:04

6 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þetta er rugl og bull þessi göng. Af hverju á fólk að flytja til Bolungarvíkur ? Það er búið að selja allan kvótann svo þið megið ekkert gera þarna sem hentar staðnum. Herinn farinn etc. Jarðgöng eru allt í lagi en það var óþarfi að eyða svona miklu til þess. Sjálfsagt þurfti að hygla

einhverjum verktaka ? er það ekki ÍAV eða Ístak þarna ? Svona göng gera menn í Færeyjum fyrir einn tíunda af því sem þetta kostaði. 

Einar Guðjónsson, 29.11.2009 kl. 00:08

7 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þrándur er ekki bara best að afnema skatta ?? Bolvíkingar geta þá eytt sínum peningum í þetta, sjómenn þá sínum peningum í þetta etc. Sannleikurinn er sá að hér er farið svo illa með skattféð og viðhorfið er alltaf: eyðum illa en borgum minna.

Eins og skattféð komi ofan af himnum. 

Einar Guðjónsson, 29.11.2009 kl. 00:12

8 identicon

Sæll Einar

það er satt sem Sigurjón segir þú ert ekki mjög fróður maður, hverjir heldur þú að hafi haldið landinu uppi öll þessi ár?

heldur þú virkilega að það séu  gangstéttarsleikjurnar úr Reykjavík sem standa undir velferð Íslands?

Það eina sem þið malbiksfólk getið gert, er að standa fyrir og mótmæla öllum fræmkvæmdum sem Íslendingar vilja gera og koma landinu til hjálpar. hafið skömm fyrir reynið að fá ykkur vinnu aumingar.

Ási Pálma (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 00:24

9 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það hefur engin haldið landinu uppi nema eðlisfræðin. Sjávarútvegurinn og raunar allur rekstur er hér í tómu bulli og hefur safnað skuldum árum saman. Það sem bjargaði okkur í skamman tíma var að bankarnir stálu frá almenningi í Hollandi og Bretlandi. Öll útgerð er farin frá Bolungarvík af því reksturinn bar sig ekki, öll fiskvinnsla er löngu farin þaðan af því hún bar sig ekki. Ríkisbankarnir töpuðu milljörðum á gjaldþroti EG. Íbúðarlánasjóður tapaði 200 milljónum sem hann lánaði í bæjarblokkir í Bolungarvík: þær hafa alltaf staðið tómar og aldrei var nein þörf fyrir þær. Svona er allt Ísland. 1.500. milljarðar í skuldir á Lýðveldistímanum sýna svo ekki verður um villst að  erlendir lánveitendur ´´ hafa haldið uppi landinu öll þessi ár. Þið Sigurjón og Ási ættuð að hressa upp á minnið áður en þið berið svona bull á torg.

Einar Guðjónsson, 29.11.2009 kl. 00:38

10 identicon

Þarf að bæta því við ég er ekki að Vestan. En ég Óska Vestfirðingum til hamingu með gönginn og vonandi verða

þau til framdráttar fyrir byggðalagið.

Ási Pálma (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 00:40

11 identicon

"Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu. "

Þetta lýsir kanski þér sem  best  maður  í felum og þykist vera að gera eitthvað . það kæmi  mér ekki á óvart að þú værir atvinnulaus iðjuleysingi sem bloggar til að gera eitthvað .

 fáðu þér vinnu aumingi.

Ási Pálma (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 00:57

12 identicon

Einar, hvernig getur hafa fækkað í Bolungarvík um 1600 manns þegar íbúafjöldi þar hefur aldrei náð 1600, svo ég muni??  Annar málflutningur þinn hér er í svipðum dúr og ekki svaraverður.

Eggert Stefánsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 01:48

13 Smámynd: Einar Guðjónsson

Til Eggerts, þetta er rétt hjá þér, íbúar voru flestir um 1 300 en eru nú innan við 900. Það breytir ekki því að það er vitleysa að eyða þessum milljörðum í göngin þegar hægt er að fá færeyinga til að reisa svona göng fyrir 1 / 10 af kostnaðinum hjá okkur m.a. sakir spillingar.

Til Ása, mér sýnist  flestir vera í felum hér nema Axel Guðmundsson og ég. Atvinnuleysir ´´ iðjuleysingar ´´ hafa hvergi verið eins margir og á Vestfjörðum þess vegna eru Vestfirðir að fara úr byggð. Það er ekkert að því að vera atvinnulaus enda borga launþegar sjálfir sitt atvinnuleysiskaup m.a. með því að greiða 7% af öllu kaupi ,alltaf til ríkissjóðs til að eiga til mögru áranna. Atvinnuleysissjóður er hinsvegar tómur m.a. af því handhafar ríkisvaldsins ( samgönguráðherra )  fór ránshendi um sjóðinn og notaði peningana til að byggja rándýran stigagang fyrir íbúana í Bolungarvíkurblokkinni svo þeir gætu flutt til Ísafjarðar og þaðan til Reykjavíkur. 

Að lokum, það er ekkert samasemmerki á milli þess að blogga og vera atvinnulaus ´´iðjuleysingi´´. Guði sé lof að allir í veröldinni skuli ekki vera eins og þú. Hættu svo þessum athugasemdafærslum og drífðu þig í gangnagerðina.Það er örugglega beðið eftir þér þar. 

Einar Guðjónsson, 29.11.2009 kl. 02:09

14 identicon

Einar hættu að tala útur rassgatinu á þér, samkvæmt tölum um atvinnuleysi á landinu er það minnst á vestfjörðum 1.3% og vonandi verður svo farið í það að gera göng úr Dýrafirði yfir í Arnarfjörð

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 03:51

15 identicon

Sæll Einar, annað hvort ertu bara "plain stupid" eða nýtur þess að æsa upp allt liðið í athugasemdakerfinu. 

Þín vegna vona ég að það sé það síðarnefnda.

Gísli (IP-tala skráð) 29.11.2009 kl. 10:04

16 Smámynd: Einar Guðjónsson

Guðmundur, það sem ég var að segja um Vestfirði er að fólkinu fækkar af því þar er enga vinnu að hafa. Í stað þess að vera atvinnulaust fyrir vestan þá flytur það m.a. suður til að

fá vinnu. Af því  að höfuðatvinnuvegirnir í Bolungarvík báru sig ekki og lögðust af. Mig minnir að íbúum hafi fækkað um nærri 25% á Vestfjörðum eftir að Vestfirðingar byrjuðu að selja kvótann burtu. Í mínum huga má alveg segja að þeir hafi flutt út atvinnuleysið.

Einar Guðjónsson, 29.11.2009 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 936

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband