Varafulltrúar fá líka pensjón skv. ákvörðun 4 flokksins

Borgarfulltrúar í Reykjavík eru voða fínt fólk og hafa auðvitað komið sér upp sínu vinakerfi. Til að ákveða kaupið og eyðsluna þá hafa þeir líka stofnað sína Forsætisnefnd sem ákveður milljónirnar sem vera þeirra í hreppsnefndinni kostar skattgreiðendur. Þeir hafa líka komið vinum sínum í borgarstjórnarflokknum í góð mál en þeir fá hálft borgarfulltrúakaup fyrir ekkert vinnuframlag í hreppsnefndinni.
mbl.is Allt að 900 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ertu nú viss um þetta, Einar? Eftir því sem ég veitbezt veit fær fyrsti varafulltrúi hvers flokks 70% af launum borgarfulltrúa en þeir sem á eftir koma ekki neitt... nema náttúrlega fyrir hugsanleg nefndarstörf, en það á við hvort sem viðkomandi nefndarmaður er varafulltrúi eða bara einhver annar sem fenginn er til nefndarsetunnar.

Þetta þýðir hins vegar að t.d. fær Marsibil Sæmundardóttir 70% af borgarfulltrúalaunum sem fyrsti varamaður Framsóknarflokksins þó hún sé ekki lengur í Framsóknarflokknum.

Emil Örn Kristjánsson, 12.11.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Allir sem borgarfulltrúar tilnefna sem varamenn fá fulla greiðslu varaborgarfulltrúa

eða alls 15 einstaklingar. 

Einar Guðjónsson, 15.11.2009 kl. 17:19

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þetta er einfaldlega ekki rétt hjá þér, Einar.

Í fyrsta lagi fullyrðir þú að varaborgarfulltrúar séu tilnefndir af borgarfulltrúum, sem er rangt. Varaborgarfulltrúar eru þeir sem á eftir koma á framboðslista viðkomandi flokks.

Síðan segir þú fullum fetum að allir varaborgarfulltrúar fái 1/2 laun á við  aðalfulltrúa. Það bara steypa, eins og sagt er.

Annað tveggja ert þú að bulla vísvitandi eða þú veizt ekkert um hvað þú ert að tala.

Emil Örn Kristjánsson, 16.11.2009 kl. 10:15

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Emil

Þú ert að tala um Ísland fyrir græðisvæðingu sveitarfélagana. Í Reykjavík fá 15

einstaklingar á framboðslista allra flokka sem ná fólki inn greidd laun sem varaborgarfulltrúi.Það eru hálf laun borgarfulltrúa. Kjörnir fulltrúar ákveða það eiginlega sjálfir, Spurðu bara Dofra og spyrðu bara Marsibil Sæmundsdótttur sem var tilnefnd af Borgarstjórn sem varaborgarfulltrúi af B lista. M þessi fær hálf laun þó hún taki aldrei sæti enda farin  úr Framsókn. Einfaldast er fyrir þig að fá staðfest það sem ég segi með því að skoða ársreikning Reykjavíkurborgar og hringja í skrifstofu Borgarstjóra.

Einar Guðjónsson, 19.11.2009 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 978

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband