Óskaberg ehf er dótturfyrirtæki Eyktar

Auðvitað fékk Eykt djobbið í samræmi við hina aldagömlu spillingu í landinu. Hélt að allir vissu að Óskaberg ehf sem ræður einu sæti í borgarstjórn væri dótturfyrirtæki Eyktar.  Það er ekki bara

Framsóknarflokkurinn sem fékk borgað heldur líka borgarstjórnarflokkurinn. Óskar var í raun frambjóðandi Eyktar í síðustu kosningum til borgarstjórnar og pólskir starfsmenn Eyktar kusu hann í borgarstjórn. Óskaberg ehf fékk 5 milljónir í vasann fyrir kosningarnar og það er talan sem munar á tilboðum Fonsa og Eyktar.


mbl.is Sakar framsóknarmenn um spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Einar

Niðurstaða Innkauparáðs var samhljóða. Bæði fulltrúar meirihluta og minnihluta greiddu atkvæði með því að hafna lægsta tilboðinu enda uppfyllti tilboð fyrirtækisins ekki skilyrði útboðsins í tveimur mikilvægum þáttum.

Það er óumdeilanlegt.

Næst lægsta tilboð var tilboð Eyktar. Eykt uppfyllti öll skilyrði útboðsins. Því var eðlilegt að taka því. Það voru allir fulltrúar Innkauparáðs sammála því.

Vildir þú kannska að Innkauparáð væru á svig við skilmála útboðsins?

Það er reyndar versta í fréttinni að fréttamaðurinn hafði allar upplýsingar og öll gögn um málið - en kaus að nýta það ekki við vinnslu fréttarinnar.

 PS.

Fyrst þú ert að minanst á styrki Eyktar til stjórnmálaflokka árið 2006 - þá er ágætt að halda því til haga að Samfylkingin fékk milljónir frá fyrirtækinu. Sjáflstæðisflokkurinn og VG einnig.  Skil því ekki af hverju það er verð að klína Eykt á Framsókn frekar en Samfylkingu. En það er annað mál.

Hallur Magnússon, 19.10.2009 kl. 21:14

2 identicon

Sæll Einar þetta er svo barnalegt hjá þér, Allir flokkar fengu pening frá Eykt

sveinbjörn (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 21:29

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Rétt hjá Sveinbirni, Eykt átti hlut í nær allri borgarstjórn en að öðru leyti sé ég ekkert barnalegt við þessi skrif. Það er líka rétt hjá Halli að allir flokkarnir í borgarstjórn eru spilltir og þar eiga t.d. fyrirtæki eins og Bónus og Eykt sinn meirihluta. Annað hvort eru útboðsskilmálar og þeir virtir og þá þarf ekkert Innkauparáð til að fara yfir hlutina og dugir í raun að láta tölvuna gera það. Matið á greiðsluhæfi fyrirtækjanna miðaðist við tímaás sem hentaði Eykt.  Innkauparáð er annars bara sofandi ráð eins og hin hundrað ráðin sem meirihlutinn á hverjum tíma notar til að stela skattpeningum borgaranna.

Einar Guðjónsson, 20.10.2009 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband