Vinargreiði

Landsbankinn sýnir Hannesi hér mikið vinarbragð. Á húsinu hvílir sjálfsagt mikið fé en með því að leysa til sín eignirnar sleppur Hannes sjálfsagt með skrekkinn en þetta virðist hafa verið gert með samkomulagi við Hannes. Samkomulagið lítur sjálfsagt þannig út að Landsbankinn fær húsið og tapar því sem út af stendur. Hannes losnar við húsið og umframskuldirnar. Allt í einum pakka. Þetta er ekki eins og hjá  almenningi en þegar Lýsing  eignarleigufélagið sem Lýður og Ágúst stálu frá lífeyrissjóðunum gengur að almenningi þá gerist það svona: 7 milljón króna bílalán er greitt að hluta

með upptöku á bílnum fyrir milljón, frádregst skoðunar og matkostnaður til Lýðs kr. 700. 000. eftir stendur þá að upptaka á bílnum er metin sem 300. 000. kr innborgun inn á 7 milljón króna skuldina. Á bak við tjöldin selja svo Lýður og Ágúst bílinn aftur á kr. 3.000.000. sem rennur beint í vasa þeirra. Hinn meinti mismunur  6, 700. 000. er svo sóttur í dómsmáli gegn almenningi og eftir atvikum með því að selja hús almennings á uppboði. Sem betur fer fyrir Hannes þá hlýtur hann ekki skjaldborgarmeðferð Jóhönnu og Steingríms og þarf því enga greiðsluaðlögun. Starfsmenn bankanna og eignarleigufyrirtækjanna finna aðeins fyrir þeirri staðreynd að traust á þeim er ekkert. 


mbl.is Gengið að húsi Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ekki þekki ég þetta dæmi - en hvað á að gera við svona menn Einar ?

Jón Snæbjörnsson, 7.10.2009 kl. 17:58

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Ríkisbankar Steingríms og Jóhönnu eiga auðvitað að koma svona líka fram við almenning. Láta duga að taka húsin eða bílana og afskrifa hitt.

Einar Guðjónsson, 7.10.2009 kl. 18:09

3 identicon

Mér finnst að þeir eigi líka að borga eins og allir hinir.  Og kannski sérstaklega þessir menn sem hruninu ollu.  Mjög ósanngjarnt ef þeir missa húsin sín og þá skuldirnar í leiðinni.  Er það samt ekki ólíklegt að skuldir þeirra falli niður?  Ekki falla skuldir almennings niður þegar húsin og bílarnir eru teknir af almenningi. Ég trúi því ekki að þeir sleppi með skrekkinn þá er kerfið algerlega rotið niður í hið dýpsta svað sem fyrirfinnst.

Óskin (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 18:12

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Ef þeir hefðu ætlað að ganga að honum þá hefðu þeir farið í mál og svo frv.Ef það hefði unnist þá hefðu þeir þurft að  gera kröfu og ef hún greiðist ekki þá að ganga að húsinu etc. Þetta er klárlega góðvina afgreiðsla. Óskin, kerfið er rotið niður að almenningi og allt er þetta í boði  Jóhönnu og Steingríms, því miður.

Einar Guðjónsson, 7.10.2009 kl. 19:00

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég vill alla þessa fyrrum bankastjóra og útrásarvíkinga í ríkisstjórn, þeir kunna sko að láta afskrifa lánin !

Sævar Einarsson, 8.10.2009 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 941

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband