Komum upp verkfræðingagarði við HR eða í Öskjuhlíð

Miklu ódýrara er að skipuleggja n.k tilraunagarð í Öskjuhlíðinni fyrir verkfræðinga. Þar gætu þeir fengið að vinna tilraunaverkefni sín í hlutföllunum 1/ 100 eða 1/ 1000. Þar hefðu þeir getað fært Hringbrautina og reist allra handa aukaslaufur og uppfyllingar. Miklu ódýrara heldur en að leyfa þeim að koma nálægt svona bulli eins og nú rís við höfnina gömlu.
mbl.is Bílakjallarinn við 500 ankeri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyr heyr bróðir!!

Elvar Finnur (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 18:48

2 identicon

Já hárrétt, við hefðum átt að halda okkur við braggana úr stríðinu, innflutt hugmynd og ódýr. Nei annars við hefðum bara átt að vera í moldarkofunum...!

Óli (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 19:05

3 identicon

Það er sorglegt að um leið og eitthvað djarft og spennandi er hannað er það hrópað niður af fjöldanum. Ef við berum borgir eins og Berlín og Kaupmannahöfn ,sem eru stútfullar af spennandi arkítektúr,  saman við Reykjavík þar sem allt verður að vera venjulegt verður maður hálfvandræðalegur.

Ég er reyndar alls ekki að verja Nýju-Hringbraut sem mér finnst mynda hálfgerðan vegg á milli hinnar gömlu og hugsanlega nýju Miðborg.

Daníel Jakobsson (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 20:04

4 identicon

Ertu með einhverjar aðrar hugmyndir um hvernig á að festa þetta bílastæða hús niður? ...hélt ekki.

Erling (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 21:58

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Aðallega kjánalegt að eyða 20 milljónum á hvert bílastæði í húsi sem á alltaf eftir að vera á hausnum.Siðast en ekki síst er það móðgun við alla fagurfræði. Algjörlega ábyrgðarlaus eyðsla á almannafé. Útskýrir í raun vel af hverju svona er komið fyrir okkur. Við eyðum eins og engin eða einhver annar eigi að borga. Svo má líka spyrja

hvort ekki sé hægt að leysa vatnsvandann með dælum. Iðnó og Alþingi eru ekki föst með svona dýrum hætti: sem bílarnir geta aldrei borgað fyrir. Til Daníels þá vil ég segja að einmitt til að koma í veg fyrir verkfræðingabullið þá er ódýrast að leyfa þeim að ´´ hanna ´´ svona í baðkari t.d. í Öskjuhlíð. Það er ekkert spennandi eða merkilegt eða nýtt við þetta. Nýjungin er hvað þetta er óhemjudýrt.

Einar Guðjónsson, 29.8.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband