18.8.2009 | 19:48
Alvarlegar ranghugmyndir starfsmanna
Það er deginum ljósara að starfsmenn og stjórnendur Straums þjást af alvarlegum ranghugmyndum um getu sýna og mikilvægi í fæðukeðjunni. Meðal kröfuhafa eru Íslenska Ríkið ( Langanesbyggð 2009 ehf ? ) og Íslenskir lífeyrissjóðir en félagar í mörgum þeirra hafa árslaun á bilinu tvær og hálf milljón til fjórar milljónir í árslaun ). Hugmyndir stjórnenda eru auðvitað siðblinda á háu stigi og ekkert sérlega merkilegt við þær. Þeir lofa að sitja á góðum launum og halda vinnunni þangað til styttir upp á mörkuðum og betra verð fæst fyrir eignirnar. Allt í góðu með það. En þessir bankamenn fengju og fá hvergi vinnu í neinum öðrum banka í veröldinni nema þessum. Bankar sem vilja láta taka sig alvarlega
myndu ekki vilja sjá þá í vinnu. Efast raunar um að aðrir bankar myndu vilja lána til kaupa á fyrirtækjum af þessum mönnum. Nú ættu kröfuhafar m. talið lífeyrissjóðir og ríkið að óska eftir því að þessir menn fari í geðrannsókn.
Stjórnendur vilja milljarða í bónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1279
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Þessi Óttar og hans fólk eru greinilega ennþá ár árinu 2007, þegar allir svindluðu og sköruðu eld að sinni köku. VONANDI komast þau ekki upp með það, en hver veit?
Katrín Linda Óskarsdóttir, 18.8.2009 kl. 20:55
Félagar í lífeyrissjóðunum geta haft áhrif og að auki má alveg samþykkja endurreisnaráætlun bankans en með nýju fólki og á lægra kaupi.
Einar Guðjónsson, 18.8.2009 kl. 23:46
Þessi Óttar Pálsson er gráðug lögfræðinga afæta sem hefur ekki hundsvit á bankastarfsemi. Hvað er þetta viðrini að vilja upp á dekk? Það á að sturta svona pakki niður hið fyrsta. Það er skandall að þessi auli skuli hafa verið ráðinn sem forstjóri bankans. Fékk dóm á sig fyrir innherjasvik fyrir nokkrum árum.
Guðmundur Pétursson, 19.8.2009 kl. 02:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.