Davíð sagði rétt frá.

Nú verða Ólafur Arnarsson og Guðni Th strax að endurskoða textann í bókum sínum því þetta viðtal staðfestir að Davíð Oddsson sagði satt og rétt frá. Rússneska lánið var boðið en Haardeman og Ingibjörgsólrún afþökkuðu. Fóru svo út á torg og básúnuðu að engin vildi lána Íslandi af því ekkert traust væri á Seðlabankanum. Sem minnir mig á að hin nýja stjórn Seðlabankans er auðvitað  bara brandari og með þessu fólki sýnir Alþingi að það ætlast ekki til að nokkur beri traust til bankans.Þá er

efnahagsráðgjafi Jóhönnu ekki með þá fortíð að tekið sé mark á honum. Jóhanna fetar áfram ótrauð í fótspor Ingibjargarsólrúnar og skorar hvert sjálfsmarkið á fætur öðru. Gott til þess að vita að hún er ekki í landsliðinu í fótbolta í leiknum í kvöld. 


mbl.is „Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Staðreynd 1: Davíð Oddsson er áhrifamesti og umdeildasti stjórnmálamaður Lýðveldisins Íslands.

Staðreynd 2: Til að seðlabanki nokkurs ríkis hafi trúverðugleika, má hann ekki vera rekinn samkvæmt pólitískum hagsmunum.

Hvað er svona erfitt við að skilja þetta fyrir Íslendinga? Davíð Oddsson, jafnvel þó menn telji hann Jesú Krist endurfæddan, er vanhæfasti maður landsins til að stýra stofnun eins og Seðlabankanum og það þurfti þessa sér-íslensku HEIMSKU til að geta ekki troðið þessari einföldu, sjálfsögðu og dauðanum augljósu staðreynd inn í hausinn á sér. Þetta er hvergi umdeilt nema hér. Það skiptir engu helvítis máli hvurslags snillingur Davíð Oddsson sé, hann er umdeildasti og áhrifamesti stjórnmálamaður Lýðveldisins og það eitt og sér gerir hann að vanhæfasta manni landsins! Seðlabankastjórar eiga ekki að vera pólitískir, halló? HALLÓ?!

Nú þykir sumum kannski það ekki vera neitt mál að fá lánað frá Rússum, en það þýðir að við yrðum undir stjórn þeirra. Sem ríki sem er beint milli Bandaríkjanna og Rússlands er það mun meira pólitískt atriði heldur en að fara til IMF sem er þó allavega að nafninu til hlutlaus. Rússland myndi stjórna hér hlutum sem við gætum ekki leyft þeim að stjórna, af pólitískum ástæðum. Ofan á það eru þeir næstum því jafn veruleikafirrtir og Íslendingar í fjármálum þannig að varla yrði hagstjórnin betri, þó þeir eflaust telji svo.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 14:05

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Ekki er hin nýja stjórn SÍ mikið betri fyrir trúverðugleika hans.

Einar Guðjónsson, 12.8.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 938

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband