17.7.2009 | 15:29
Eina von Íslands
Fái Ísland aðild að EB þá verður landið áfram í byggð. Við fáum þá samanburð og hjálp til að reka þjóðfélag.Eitthvað sem við höfum verið ófær um að gera a.m.k s.l. 20 ár. Við fáum borgararéttindi og við fáum neytendaréttindi og virkt eftirlit. Við náum þá kannski lífskjörum sem jafnast á við það sem býðst í Evrópu.Við erum langt á eftir Evrópuríkjum þegar kemur að öllu þessu. Í dag erum við tryggilega fimmta spilltasta land í veröldinni.Það kostar þetta þjóðfélag óhemju fjárhæðir. Án aðildar að
EB verður Ísland áfram fátæktarbæli þar sem þegnarnir gera lítið annað en að vinna fyrir vöxtum af íbúðalánum sínum og þar sem ekkert býðst nema á skilmálum okurþjóðfélagsins. Við skulum reyna að
vinna bug á spillingunni og sjá hvort við komumst ekki í EB.
Búið að sækja um ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haha.
góður.
GL (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 15:39
Mér finnst svakalega sárt að eina umræðan um ESB aðild snýst um efnahagsvandamál okkar. Það virðist enginn vilja ræða um hvað ESB er og afhverju við ættum að sjá sóma okkar í því að taka þátt í þessu verkefni sem upprunalega var byggt á þeirri forsendu að forða frekari stríðsrekstri í Evrópu með samvinnu milli ríkja þar sem það þótti augljós að við værum öll svo nátengt að það væri ekki til siðs að hunsa þarfir nágranna okkar sem deila hvort eð er með okkur svo mikið að lífsgildum.
Og það tóks. Evrópa hefur aldrei í sögu sinni upplifað lengri friðartíma.
Þetta er ekki bara nýtt vísahefti í vasan :(
Askur (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 15:46
Alveg sammála Aski. Í grunninn hefur verið friður en að vísu var barist í hjarta Evrópu ekki fyrir svo löngu ( Kosovo ) en nú vilja þeir komast inn í EB.
Einar Guðjónsson, 17.7.2009 kl. 17:41
Ég ráðlegg ESB sinnum að flytja til Evrópu hið snarasta svo að þeir geti upplifað í raun þessa yndislegu óráðsíu!!!!!
Ég bjó þar árum saman, FYRIR og EFTIR ESB og tókst loksins að flytja heim fyrir 3 árum síðan, eftir 10 ára volæði í ESB landi! Hafði það ágætt ÁÐUR en ESB tók evrópu yfir og Guð forði Íslendingum frá því að falla fyrir þessum ósköpum!!! Ég veit hvað þetta snýst um. ÉG HEF REYNSLUNA!
Nei takk! peningaplokk ESB ræður þessi þjóð ekki við!
Þýskaland SKULDAR 8 MILLJARÐA evrur í evrópukassann! Veit einhver hér á landi að 5.hver Þjóðverji lifir UNDIR fátækramörkum??? Það er RAUNVERULEIKINN þar í dag!
HÚRRA hvað ESB er FRÁÁÁBÆRT Gerir EKKERT fyrir meðalmanninn og litlu fyrirtækin! Úps...Reality bites.........
Ég byð alla SANNA íslendinga að kjósa GEGN evrópuaðild! Please!!!!!!!! ÞAÐ ER MIKIÐ Í HÚFI ! Við erum með endalausar auðlindir sem aðrar evrópuþjóðir hafa ekki og getum lært að nýta þær til fulls fyrir OKKUR SJÁLF ef við stöndum SAMAN og látum ekki kúga okkur! Þjóðin er mötuð á gylliboðum og LYGUM um ESB dásemd.
Evrópuráðið er EKKI lausnin fyrir þessa þjóð. Þeir sem vilja búa í ESB ættu að hypja sig, svo að restin af þjóðinni geti loksins farið að taka til hér heima !
anna (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.