16.7.2009 | 17:29
Þurfum að burðast með Árna þangað til
Þetta er nú sennilegur tímaás sem twotricky stingur upp á.Auðvitað að því gefnu að góðir og klárir
útlendingar fáist til að semja fyrir ökkur.Eftir Iceslave að dæma þá virðist svo ekki vera. Vonandi verður aðild samþykkt en við inngöngu fáuum við samanburð og þurfum því að fara að haga okkur eins og menn. Almenningur fær mikilvæg borgararéttindi sem hann hefur ekki haft. Styrkir koma ekki nema spillingin minnki en hér er örugglega evrópumetið í spillingu. almenningur fær meiri frítíma.Fær t.d. 10
aukaár af atvinnutekjum við það eitt að vaxtastigið verður á pari við það sem Evrópa býr við.Þetta er
fjórðungur vinnuævinnar.
2013 líklegasta inngönguárið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að árni þór verði dottinn út af þingi áður en Ólafur Ragnar getur hengt einhverja útrásarmedalínuna í einhvern snillinginn næsta sumar.
Þessi ríkisstjórn hefur horft upp á fylgið hrynja, 10% fylgishrun á mánuði síðustu mánuðina þrátt fyrir að lítið sem ekkert hafi verið gert. Þetta ESB aðildarmál er líklega fyrsta málið sem eitthvað reynir á stjórnina. Þá munaði minnstu að tillaga Sjálfstæðisflokks um tvöfalda atkvæðagreiðslu næði í gegn. Þetta var tillaga sem fæstir bjuggust fyrirfram við að ætti einhvern séns. Annað kom á daginn.
Síðan kemur Ice-save. Það verður væntanlega kolfellt. Þá myndast nú einhver gjá í samstarf flokkanna.
Þar ofan á þarf svo að skera niður blóðugt. Þá er spurning hvað kjósendur segja?
VG hafa náttúrulega sýnt fram á einhver mestu svik við kjósendur síðan Ólafur Ragnar hætti formlega í pólitík. Þeir hafa gengið gróflega á bak mörgum af sínum kosningaloforðum. Hvað t.d. með stöðugleikasáttmálann, þar er verið að tala um virkjun í neðri þjórsá. Hvað segja VG við þvi?
Það er margt mun fara að reyna á samstarf flokkanna í haust. Það hafa verið eintómir hveitibrauðsdagar fram til dagsins í dag.
joi (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 17:40
Þú ert ekki alveg að fatta þetta, þessi miljarður er bara dropi í hafið á þeim peningum sem við yrðum af ef við færum ekki í ESB. Þið sem eruð á móti hafið ekki enn komið með neina raunhæfa lausn í peningamálum þjóðarinnar, enga lausn. Hvað finnst þér t.d. með það að vextir myndu lækka á lán um 228 miljarða á ári sem myndi svo sftur þýða mestu frjámagnsflutninga á milli stétta á Íslandi hingað til. Lán upp á 20 miljónir er miðað við 5% vexti og 5% verðbólgu þannig að við þurfum að borga það 17 falt til baka. Eða um 300 miljónir eftir 40 ár. Sambærilegt lán í ESB landi yrði 24 miljónir eftir 40 ár. Munurinn er rúm 800%. Ég fullyrði það að þetta eru mestu kjarabætur sem almenningi á íslandi munu nokkurn tíman bjóðast. Þér finnst þetta kannski léttvægt, en þetta þýðir engu að síður að þú átt auðveldara með að láta enda ná saman, getur eytt meiri tíma með börnunum þínum og þetta gerir ungu fólki miklu auðveldara að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég skil bara ekki hvað er málið, við eigum að flýta okkur þarna inn eins hratt og við mögulega getum. Að færa 228 miljarða frá auðmannastéttum til almennings, það er eitthvað sem ég get ekki verið á móti, jafnvel þó það komi kvótagreium illa. Bændur verða bara að sætta sig við að matarverð lækki. Egg um 70% og nautakjöt um 30-35%, bara sem dæmi.
Valsól (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 18:04
Til Jóa Vg er bara hópur tækifærissinna sem vill komast að kjötkötlunum og hafa ekkert sérstakt fram að færa og enga framtíðarsýn.
Það er rétt Valsól, Ísland hefur ekki lengi verið byggilegt m.a. út af fákeppni, okri á
peningum og spilltri og dýrri stjórnsýslu og framkvæmdavaldi.Bændur gleyma því að vaxtarbroddurinn þar hefur verið lagður í einelti af Ríkisvaldinu þar en samt þrifist t.d. garðyrkjubændur og ferðaþjónustubændur, hestabændur.Við aðild fengju þeir aðgang að lánakjörum sem eru ævintýralega betri en hér hefur tíðkast.Það lækkar rekstarkostnaðinn og eykur möguleikana
Einar Guðjónsson, 16.7.2009 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.