Ekkert svindl þar

Friðrik segir strax að okkur verði ekki svindlað inn í Evrópusambandið því hann veit að íslenska stjórnmálastéttin ætlast til þess. Fyrst verðum við auðvitað að fara í viðamikla lúsahreinsun og okkur mun ekki leyfast að svindla á tölfræðinni.Það þýðir að allt kemst upp og kostnaðurinn við  hina landlægu spillingu á eftir að koma fram.Sjálfsagt verða okkur sett lík skilyrði og Búlgörum og er það vel.

Í staðinn fáum við að umgangast erlendar þjóðir og lífið hér getur orðið eins og það gerist erlendis.Vinnuævin fer þá ekki öll í að vinna fyrir vöxtum af íbúðarláninu eins og nú tíðkast. Ferðaþjónustan  getur orðið samkeppnisfær og margur smáiðnaðurinn líka.Fjölskyldur eignast frítíma og við fáum borgararéttindi eins og íbúar Evrópu hafa haft síðan á dögum frönsku byltingarinnar.Við fáum neytendaréttindi og ef að  bankasvindl yrði hér aftur þá yrði þeim bönkum strax lokað áður en skaðinn yrði. Símagjöld munu lækka en þá mun regluverki Evrópusambandsins framfylgt.Ekki eins og nú er að fyrirtækunjum leyfist að svindla á borgurunum. Við munum hugsanlega geta haldið Íslandi í byggð við inngöngu í Evrópusambandið. 


mbl.is Umsókn metin á staðlaðan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband