Framtíðarleiðtogi þjóðarinnar er fundinn, guði sé lof.

Kópavogsbúar ( les: bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ) hafa nú kosið sér nýjan leiðtoga til að gera

Spillinguna sjálfbæra í Kópavogi. Vonandi að hann verði einnig framtíðarleiðtogi og ráðherraefni á Alþingi eins og Gunnar Birgisson. Það er að vísu leiðinlegt að þeir skyldu ekki velja dóttur Gunnars eða

halda í Gunnar gegn því að hann skipti um nafn á Hagstofunni.Það hefði verið ódýrast. Gunnsteinn mun víst vera þrautreyndur stjórnandi á barnaskólastíginu svo kannski eykst íbúalýðræðið eitthvað.Að

öðru leyti vona ég að í kjölfarið átti íslendingar sig á að hér er komið forsætisráðherraefni. 


mbl.is Gunnsteinn verði bæjarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert að hæðast karl ! Sjálfstæðismenn völdu Gunnstein.Eitthvað hefur hann þá til brunns að bera. Ármann er öflugur og hefði ég haldið að hann tæki við  en hann var með öflugri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins,en þeir velja sér leiðtoga,ekki við.

Hörður Haldórss (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 07:47

2 identicon

Það er greinilega ekki gott að búa í Kópavogi - þar ræður spillingin ríkjum sem aldrei fyrr

Stefán (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:50

3 Smámynd: Ólafur Arnar Gunnarsson

Gunnsteinn er traustur maður og réttur maður í starf bæjarstjóra. Í raun átti hann að vera fyrir löngu tekinn við af Gunnari. Þessi ákvörðun er heillaskref fyrir bæjarbúa. Ég hef fulla trú á að Gunnsteinn stýri bænum með miklum sóma út úr núverandi vandræðum og inn í bjarta framtíð. Áfram Gunnsteinn! Nú verður aftur gott að búa í Kópavogi!

Ólafur Arnar Gunnarsson, 23.6.2009 kl. 11:17

4 identicon

Það er gott að búa í Kópavogi og mér er til efs að þeir sem mestu sleggjudómana fella hafi nokkurn tíma búið þar, skoðað bæinn eða kynnt sér þá þjónustu sem þar er í boði.

Ragnheiður K. Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:23

5 identicon

Af tveimur slæmum kostum var þessi þó " skárri " .

En af því að það er svona gott að búa í Kópavogi , er þá ekkert framboð af

vel-hæfu fólki ? Alltaf sama sagan .

Kristín (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 12:19

6 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þó það nú væri að skattborgarar fái einhverja þjónustu fyrir 13% af tekjunum í 40 ár og góð mánaðarlaun í fasteignaskatta og að auki er svo rukkað sérstaklega s.k.

kostnaðarverð fyrir alla þjónustu.Til viðbótar eru skólarnir reknir með sérstöku framlagi frá ríkinu en REKNIR af sveitarfélaginu.Bæjarstjórinn er bara verktaki sem

rekur skólana fyrir greiðslu.Þannig að ég undra mig á í hvað skattekjurnar fara ??

Yfirstjórnin þarna á heima í einni skúffu og þá yrði beklu betra að búa í Kópavogi og meðalheimilið hefði 500.000. krónur meira í ráðstöfunartekjur á ári. Það myndi hífa mörg heimili úr fátækt til bjargálna.

Einar Guðjónsson, 24.6.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 900

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband