15.5.2009 | 19:45
Skuldsett arðgreiðsla
OR hefur á að skipa margri silkihúfunni á kaupjötunni. Nú er um að ræða fyrirtæki sem hefði aðeins 20 starfsmenn ef þetta væri orkufyrirtæki í nágrannalöndunum. Þarna er auðvitað aðalsilkihúfan Hjörleifur Kvaran sem fer með fyrirtækið eins og hann eigi það prívat.Um það gilda ekki stjórnsýslu eða upplýsingalög.Það ræður starfsfólk án auglýsinga. Það bruðlar eins og því sýnist og ákveður að greiða
arð til eigenda sinna með því að skuldsetja sig og þurka upp eigið féð. Þarf ekki aðallega að leggja niður sveitarfélögin í núverandi mynd og þessa þörf fyrir aðrgreiðslur og gera það aftur að því sem það
var.Veitufyrirtæki sem seldi rafmagn og hita á kostnaðarverði til eigendanna/ notendanna. Bruðlkóngarnir í sveitarfélögunum tala um að ef ekki hefði verið okrað á borgurunum þá hefði ekki verið hægt að greiða út arð sem aftur hefði þýtt að skera hefði niður þjónustu við borgarana.
Er ekki verið að snúa hér öllu á hvolf ?? Þarf ekki bara að leggja sveitarfélögin niður í núverandi mynd ?? og breyta þeim í skólasamlög, þá þyrfti enga borgarstjóra og enga orkuveitustjóra ??.
Eins og sakir standa þá okrar OR á borgurunum svo hægt sé að hjálpa aftur þeim sömu borgurum með ARÐGREIÐSLUM ( sic ). Er nokkur furða þó Hjörleifur láti mynda sig eins og hann væri
Napoleon ??
Arðgreiðsla OR rennur til samfélagsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er nú sammála þér í meginatriðum, nema með eitt. Þú talar um okur á borgurum.. Fyrir það fyrsta þá er orkuverð á Íslandi eitt það lægsta í öllum heiminum, í öðru þá hefur orkuverð lækkað síðustu 10 ár miðað við neysluvísitölu. Ef orkuverðið hefði fylgt henni þá væri það langtum hærra en er í dag. Finnst alltaf skrítið þegar íslendingar tala um hátt orkuverð, þetta sama fólk ætti að prófa að búa erlendis og borga orkureikninga þar. Það þarf ekki að fara lengra en til DK.
Elísa (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 20:00
Skv. upplýsingum eurostat er orkuverð jafnhátt á Íslandi ÁN VIRÐISAUKASKATTS
og í Danmörku en í Danmörku er hærri skattur á tiltekna notkun á rafmagni.Þetta var rétt fram til 6 október s.l. en þá lækkaði krónan svo í fyrsta sinn lengi er orkuverð lægst í Evrópu á Íslandi.
Einar Guðjónsson, 15.5.2009 kl. 20:25
Elísa,
Þetta er all rétt hjá Einari. Stærsta vandamálið fyrir venjulegan borgara íslands er neyðsluvísitalan/verðtrygging. Þessir útreikningar eru þvæla og sjálftaka á fé og ávallt vísað í til að réttlæta hækkanir.
Verðlagning orku fer eftir aðgengi að henni. Ekki skortur af því á Íslandi en allt annað í DK.
OR hefur farið út fyrir sitt starfsvið ( eins og svo algilt er um fyrirtæki/stofnanir hér á landi ) og við erum að borga fyrir margt annað en orkuna.
itg (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 20:34
Það þarf í raun að stofna hér öflug samtök skattborgara.Sem standa í eftirliti á því í
hvað skattarnir fara og hvernig opinber veitufyrirtæki haga sér.
Einar Guðjónsson, 15.5.2009 kl. 20:44
Hefur þú prófað að búa í DK ? Fólk sparar heita vatnið svo svakalega því það er rándýrt! Var að tala við einn um daginn sem talaði einmitt um hvað íslendingar væru miklir kjánar að röfla um þetta því þar sem hann bjó þá var rafmagnið 10 falt dýrara.
itg - Hvað erum við að borga fyrir annað en orkuna með orkugjaldinu? Það er rétt að OR hefur farið út fyrir þetta venjulega hita og rafmagnssvið en við erum ekki að greiða fyrir það með orkuverðinu. Ertu með einhverjar skýrslur sem sýna fram á annað? Eða kemur þetta aðeins frá fjölmiðlum og umræðunni um það sem OR gerir. Þú talar um að verðlagning orku fari eftir aðgengi að henni.. ekki aðeins því, en það vita allir sem reka fyrirtæki að það er margt sem spilar þar inní.
Ef við tökum orkuverð fyrir 10 árum og hækkum það í samræmi við vísitöluna þá ætti tonnið af heitu vatni að kosta í dag yfir 90 kr. fyrir utan skatt og rafmagnið yfir 10 kr. fyrir utan skatt.
Fólk oft gerir sér ekki grein fyrir því hvað það kostar að framleiða rafmagn og virkja. Hvað það kostar að halda þessu öllu gangandi svo að þú getir kveikt ljósin á morgnana. Það er hægt að kvarta og kveina yfir kostnaði við þetta allt saman, of mikið af starfsfólki ofl. en samt vill þetta sama fólk ekki bíða ef eitthvað fer úrskeiðis. Það vill fá þjónustu strax, en ekki hafa starfsfólk til að anna því.
Ég er samt sammála því að það er fáránlegt að sveitafélögin þurfi að standa og falla með því hvort eitt fyrirtæki í eigu þess skili arði eða ekki. Auðvitað á það ekki að vera svoleiðis. Og auðvitað á fyrirtækið ekki að borga út arð á meðan starfsfólk tekur á sig launalækkun.
Elísa (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 23:12
Og já eitt enn, þegar þú miðar við krónuverð og gengisverð á orku þá ertu væntanlega ekki að taka með í reikninginn hversu hátt hlutfall af meðallaunum kostnaðurinn er í því og því landi. krónutalan, eða evrutalan, segir ekki alla söguna.
Elísa (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 23:17
Orkuverð fyrir gengishrun var jafnhátt hér og í Danmörku en það var lægra í Finnlandi ( kjarnorka ), Svíþjóð ( olía og kjarnorka) og Noregi en skattar á orku eru
mun hærri í Danmörku. Orka til neytenda er því aðeins dýrari í Danmörku en hér.M.v. kaupmátt launa kostar orkan þar 1/4 af því sem hún kostar hér .Sama gildir um Noreg og Svíþjóð . Allt þetta liggur fyrir hjá Eurostat ( www.eurostat.eu )
hagstofu Evrópu. Rafmagnið kostar yfir 10 kr á kílówattstund og tonnið af heitu vatni yfir 100 kr nú þegar. Við erum sveitarfélögin og ríkið greiðir framlög til skóla í sveitarfélaginu sem þau reka.Sveitarfélögin eru bara milliliður.OR er okur og fákeppnisfyrirtæki og umhverfissóði til viðbótar.OR okrar á notendum m.a. svo forstjórinn geti haft 40.000.000. í árslaun og fríar utanlandsferðir.
Einar Guðjónsson, 17.5.2009 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.