Líttu þér nær.

Rekstrarumhverfi fyrirtækja er auðvitað aðallega erfitt vegna þess að þau þurfa að bera uppi þetta óþarfa stjórnsýslustig sem sveitarfélögin eru. Til að standa undir því þurfa fyrirtækin að borga himinháa fasteignaskatta og vatnskatta og frárennslisskatta. Að auki þurfa fyrirtækin nú að borga himinhá verð fyrir rafmagn og hita. Allt eru þetta liðir sem eru á forræði sveitarstjóradólgana a.m.k. í Reykjavík.  Gjaldtaka  sveitarstjóradólganna er það sem aðallega er að gera fyrirtækjunum erfitt og Hönnubirnurnar eiga auðvitað að byrja á því að tala við hinar hönnubirnurnar um að lækka skattaálögur sveitarfélaganna og helst að mæla fyrir því að sveitarstjórnarstigið verði lagt niður í landinu. Við það eitt og sér myndi rekstrarumhverfið batna verulega hjá fyrirtækjunum.
mbl.is Borgarstjórn mótmæli stefnu ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Einar!

Vegna þessa pistils þíns vil ég gjarna spyrja þig nokkurra spurninga

1. greiða fyrirtækjaeigendur hærri fasteignagjöld en t.d. aðrir einstaklingar í borginni t.d. miðað við fyrirferð almennra borgara og eða fyrirferð fyrirtækja þessarra eigenda?

2. greiða eigendur fyrirtækja hærra verð fyrir rafnmagn og heitt vatn en aðrir íbúar borgarinnar?

Kær kveðja með ósk um skýr svör.

Kristbjörn Árnason, 21.3.2012 kl. 16:54

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Öll rými nema íbúðarrými greiða 1.65% skatt af fasteignamati og að auki 1% lóðaleigu. Íbúðarrými greiða 10 sinnum minna. Þannig er algengt að skattar t.d. á Laugavegi og í Kringlu séu um 100 þúsund á mánuði. Í Kringlu stendur verslunin undir því en ekki á Laugavegi, aðeins brennivíns og dópsala gerir það.

Einar Guðjónsson, 21.3.2012 kl. 17:08

3 identicon

... og vatn og frárennsli myndi bara bjargast af sjálfu sér ef sveitarstjórnarstigið yrði lagt niður. Og rafmagn og hiti yrði óekypis. Var ekki alveg búinn að sjá það fyrir.

Halldór (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 17:58

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þessir 12 einstaklingar sem þarf til að annast um vatnsveitu og frárennslismál yrðu bara fluttir til t.d. Vegagerðarinnar. Þá eru vatns og frárennslisgjöld ekki tengd við notkun heldur eru þau skatttekjur og rukkað eftir verðmæti fasteignar aðallega og þar næst eftir stærð. Þeir skattar eru því mjög vitlausir.Eðlilegast er að þeir miðist við notkun eða tekjur.

Einar Guðjónsson, 21.3.2012 kl. 19:19

5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ef þetta er rétt hjá þér að þá eru það a.m.k. þrír aðilar sem greiða þessi gjöld sameiginlega

1 eigandi fyrirtækis

2 starfsmennirnir sem starfa hjá fyrirtækinu með vinnu sinni

3 viðskiptavinurinn.

takk fyrir upplýsingarnar

Kristbjörn Árnason, 21.3.2012 kl. 20:12

6 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það er bara fasteignaeigandinn sem greiðir gjöldin en hvernig hann vinnur fyrir þeim eða fær tejur til að standa undir þeim er svo annað mál.

Einar Guðjónsson, 31.3.2012 kl. 22:12

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

það er nefnilega sama málið.

Allir sem starfa hjá fyrirtækjunum eigandinn og launamenn skapa öll þau verðmæti sem verða til í rekstrinum

Kristbjörn Árnason, 31.3.2012 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 1272

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband