Markeysa um ekki neitt.

Drög að lögum um Sýslumenn er ekki um neitt en Ögmundur hefur samt ákveðið að ráða aflóga Sýslumann til að skrifa drögin um ekki neitt. Embætti þessi eru algjörlega óþörf um allt og eru í raun nátttröll í kerfinu. Verkefni þeirra á að færa til dómsstóla eins og uppboðsmál en um annað geta vottunarstofur og lögregla séð um eins og verið hefur. Eins og sakir standa eru flest verkefni sýslumanna í andstöðu við Mannréttindasáttmála Evrópu og drögin staðfesta eindregin brotavilja.Eitt nýmæli er þó í afdalafrumvarpi þessu en skv. 7.gr. í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að 8 sýslumenn hossi sér saman í '' nefnd'' sem eigi að passa upp á að sýslumenn verði ekki gerðir óþarfir.Þeir eiga að dúlla sér við það.
Ömurlegt að vita til þess að frumvarpsdrög þessi um ekki neitt eigi að taka tíma frá lýðræðislega kjörnu Alþingi. Þá er fáheyrt að fram skuli koma hugmyndir um að einhverjir aðrir en þjóðþingið ákveði hvað verði um Sýslumenn og hlutskipti þeirra.
mbl.is Sýslumönnum fækki úr 24 í átta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Neeee... Ég er alls ekki sammála að þetta sé með öllu markleysa... T.d verður með þessu Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumannsfífl og valdníðingur á Selfossi líklegast látinn fara... Og það er nú bara talsvert ef af verður...

-

En hvort eðli þessara embætta séu "nátttröll" í nútíma stjórnsýslu... Getur svosum vel verið... Ég veit ekkert um það...

En mér dettur í hug að með þessu sé verið að friða þessa stöðnuðu og íhaldsömu þingmenn á Alþingi sem eru venjulegast hræddastir við allar stærri breytingar í umhverfi sínu...

-

Þú veist svona "baby steps...!"

Sævar Óli Helgason, 20.3.2012 kl. 17:04

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Frumvarpið er um velferð sýslumanna samið af sýslumanni. Gert er ráð fyrir að stofnað verði embætti Sýslumannsins á Suðurlandi. Ólafur á því að njóta forgangs og mun því sennilega fá nýja embættið og þá tekur við enn meira stórmennskubrjálæði á síðasta kaflanum hans.

Einar Guðjónsson, 20.3.2012 kl. 18:11

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Nei það held ég ekki...

Í fyrsta lagi hefur hann staðið sig hrikalega illa, verið mjög ögrandi við allt og alla og skapað mikin ófrið í kringum flestar embættisfærslur sínar...

Og svo hefur sýsli þarna á Rangárvöllunum staðið sig með miklum ágætum... S.b.r gosið í Eyjafjallajökli...

Svo er Karl Gauti í Vestmannaeyjum alveg nógu "töff" vilji menn svoleiðis áframhald...

En sýslumaður sem t.d gefur út handtökuskipanir á 370 manns þegar pláss eru fyrir rúmlega 190 í fullnýttum fangelsum landsins, ekki mjög vinsæll innan kerfisins...

Ég tala nú ekki um "nauðgun" embættisins á Selfossi á konu sem reif of mikinn kjaft við handtöku...

Sævar Óli Helgason, 20.3.2012 kl. 18:28

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Held því miður að þetta sé rangt hjá þér en auðvitað á að leggja þessi embætti niður og í staðinn dugir bara lögregla. Held að Ólafur sé því miður besta fyrirmynd fyrir óhæfum embættismanni sem þeir óhæfu í innanríkisráðuneytinu kunna svo vel að meta.

Einar Guðjónsson, 20.3.2012 kl. 19:51

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Eru sýslumenn ekki fulltrúar löggjafavaldsins og ígildi saksóknara..??

Ég hélt það, það samræmist ekki góðri stjórnsýslu að sami aðili ákæri rannsaki og dæmi.. en það myndi gerast ef að verkefni sýslumanna væru færðir til dómstóla..

Ennig er mikilvægt að skilja að lögreglu og hlutverk sýslumanna, lögerglan á að framfylgja lögum og reglu en sýslumenn að kæra fyrir brot á þeim og dómarar að dæma eftir að mál hafa verið flutt í dómi eða dómssátt náð.

Það má vissulega miklu breyta til hins betra í kerfi sem er jú arfur af einhverju eldra en ég er ekki sammála því að það eig að leggja niður sýslumannsembættið, frekar að endurskilgreina og raða upp á nýtt, til að við fáum betra kerfi þar sem hinir mismundandi aðilar hafa vel afmörkuð og skilgreind hlutverk...

Eiður Ragnarsson, 21.3.2012 kl. 13:23

6 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Og gleymdi að bæta við að það er nú ekki gott ef sami aðili (lögreglan) rannsakar, kærir og flytur mál fyrir dómi.. Það er heldur ekki góð stjórnsýsla.. þessir þættir eiga að sjálfsögðu að vera aðskildir...

Eiður Ragnarsson, 21.3.2012 kl. 13:25

7 Smámynd: Einar Guðjónsson

Nei, sýslumenn eru ekki ígildi saksóknara, sýslumenn eru lögreglumenn með sérhæft hlutverk ( í Reykjavík ), sumstaðar sjá þeir um reikningaprentun fyrir Innanríkisráðuneytið ( Bolungarvík ), útgáfu á ættleiðingarleyfum ( Reykjavík ) og svo sjá þeir um Nauðungarsölur en tryggingarfélög, veðhafar og sveitarfélög geta pantað nauðungarsölu hjá Sýslumönnum og hafa þessir sjálftökurétt skv. lögum. Geta sjálfir ákveðið upphæð kröfu, innheimtuþóknun og '' annan kostnað''. Í réttarríkjum þá eru nauðungarsölur ALLTAF hjá Dómara sem metur kröfurnar og '' dæmir'' um lögmæti hennar.

Takmörkuð vitneskja er um Mannréttindsáttmála Evrópu og íslenskir þegnar þurfa alltaf að sækja mál sín alla leið til Mannréttindadómstólsins fyr er engu breytt hér.

Einar Guðjónsson, 21.3.2012 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 877

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband