1.9.2011 | 11:07
'' Kjölfestufjárfestarnir '' eru komnir í Bónus
'' Kjölfestufjárfestarnir'' Árni og Hallbjörn ásamt lífeyrisjóðum launafólks fengu úthlutað hlut í Högum af Arion. Nú eru afleiðingar kaupfléttunnar að koma fram. Verðin í Bónus hafa því verið hækkuð hressilega til að greiða fyrir hlutinn. Lífeyrissjóðir launafólks fólu Árna og Hallbirni '' reksturinn'' á Bónus og hugmyndafræðin með kaupunum var að okra meira á kúnnanum en minnka kostnað. Bónus er fákeppnisfyrirtæki sem tryggði sér einokun á verslun í mörgum nýjum hverfum á Reykjavíkursvæðinu á skipulagsvaldatíma R-listans. Í skiptum voru stjórnmálamenn í Reykjavík keyptir með fjárframlögum. Það er því mjög viðeigandi að Hallbjörn '' kjölfestufjárfestir'' skuli vera kvæntur borgarfulltrúanum Þorbjörgu Helgu.
Krónan ódýrust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta vill þjóðin.
Ari Dúa (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 11:32
Einar: Án þess að ég viti það, en borgaði Bónus einhverja vexti af sínum lánum hjá bönkunum? Ég held að núverandi eigendur komist ekki upp með annað en að greiða vexti.
Var í Bónus í Njarðvík um daginn og mér fannst vöruverð ekki hafa hækkað mikið á þeim vörum sem ég hef fylgst með frá því árið 2009. Var eiginlega frekar hissa á því. Ætli þeir hækki ekki þær vörur sem ég ekki fylgist með. Það er líklegast eða að minnið er að stríða mér.
Ég var nú með verðin skráð í tölvunni minni, en í þeirri gömlu. Því miður. Það væri gaman að fara Bónus og tékka á því í staðin fyrir að bulla eitthvað eins og ég er að gera.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 11:45
Það væri sniðugt Stefán, tók sjálfur strax eftir miklum verðbreytingum á ákveðnum hlutum, gjarnan því sem ekki ratar í verðkannanirnar. Arijón banki tók yfir félagið og breytti skuldunum í hlutafé en seldi nú Haga til hlutafélags sem hann á sjálfur. Er ekki viss með vextina og greiðslur á þeim.
Einar Guðjónsson, 1.9.2011 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.