Leggur hann niður Sýslumannsembættin ?

Sýslumenn hafa þurft að sæta því undanfarin 20 ár að vera gerðir að stjórnstöð fyrir ofbeldi gegn heimilunum í landinu.Þannig eru þeir de facto og de jury gerðir að handrukkurum tiltekinnar innheimtu og er helsta verkefni þeirra nú að bjóða upp eignir þeirra sem ekki vilja eða ekki geta keypt brunatryggingar fyrir steinsteypuskel sína. Þá sjá sýslumenn einnig um að bjóða upp eignir þeirra sem skulda fasteignagjöld til sveitarfélaganna 77 í landinu. Dómarar hafa enga aðkomu að þessari innheimtu og tryggingafélögin og sveitarfélögin ásamt vildarlögfræðingum þeirra ákveða sjálfir upphæð skuldarinnar. Sýslumenn eiga skv. lögunum að hlýta fyrirmælum innheimtulögfræðinganna og eru alveg úrræðalausir og verða fyrir svipuhöggum lögfræðinganna rétt eins og skuldararnir. Það skrítna er að aðkoma lögfræðinganna er í raun óþörf skv. sömu lögum.
Fasteignaeigendur eru á Íslandi skyldaðir með lögum til að kaupa sér brunatryggingu og þau nauðungarviðskipti tryggja tryggingarfélögunum 13 milljarða í nettó hagnað á hverju ári og er í raun velferðarstyrkur löggjafans til tryggingarfélaganna og ekki sá eini.Öll er þessi löggjöf í andstöðu við EES samninginn og mannréttindasáttmála Evrópu og tíðkast hvergi í löndum þar sem mannréttindi eru virt.Það sama gildir um fasteignaskatta og hvernig innheimta á þeim er tíðkuð. Aðeins er farið að mannréttindum við innheimtu á skattskuldum til ríkisins.

Íslensk sýslumannsembætti eru hvergi til nema á Íslandi og þau eru í raun embættin sem annast stærstan hluta mannréttindabrotanna í landinu ásamt Útlendingastofnun og því fer auðvitað vel á því að Útlendingastofnun og Sýslumaðurinn í Reykjavík eru í sama húsinu.Það getur ekki verið nema karma.

Sýslumannsembættin voru áður dómsstólar en eru nú stjórnsýsla og hefur svo verið í 20 ár og þau hafa í raun dagað uppi án nokkurs annars tilgangs en að vera að brjóta á mannréttindum. Það skal þó tekið fram að littlu leyti annast þau verkefni sem dómur liggur til grundvallar.

Í pistli sínum lýsir Dómsmálaráðherrann því nú yfir að hann vilji breyta löggjöfinni og færa íslendingum mannréttindi í þessum málum. Vonandi eyðileggur Steingrímur J Sigfússon ekki fyrir honum. Að öðrum kosti enda þessi mál hjá Mannréttindadómstól Evrópu en Ísland er eina ríkið á Norðurlöndum sem tapar þar öllum málum og engin ástæða til að ætla annað en að svo verði eins nú.


mbl.is Ögmundur svarar Brynjari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband