Þjóðnýta á Orkuveituna

Auðvitað á að þjóðnýta OR því það er eina vitið. Það er ekki forsvaranlegt að almenningur sé látin beila út þá sem rændu OR að innan. Þar fór fremst í flokki borgarstjórn Reykjavíkur og þeir stjórnmálamenn sem '' úthlutuðu'' sér OR ásamt völdum vinum s.k. starfsmönnum. Þetta þýddi m.a. að stjórnendur voru ráðnir eftir ranghugmyndum þeirra sjálfra  um '' heimsyfirráð'' og kommisjón af túrbínukaupum. Kommisjón af rækjueldi og draumurinn um '' heimsyfirráð'' yfir gagnaflutningakerfi.

Þessir menn skófu OR að innan og gerðu m.a. með byggingu höfuðstöðva, túrbínukaupum fyrir ekkert, virkjanaflippi og fleirum.

OR er ekki flókið fyrirtæki í grunninn en hún dælir heitu vatni inn í hús á stór- höfuðborgarsvæðinu og hún selur rafmagn. Framleiðsla á rafmagni er nokkuð fyrirsjáanleg '' vísindi'' . Fyrirtækið er að nafninu til almannaveita og tilgangur þess á að vera að tryggja rafmagn og húshita á sem ódýrastan en umhverfisvænastan hátt til almennings og fyrirtækja á '' samlagssvæðinu''. Það þarf því skynsamlegt dreifikerfi ( að stærstum hluta fyrir hendi frá fornu fari ), skúr með 3 til 5 skrifstofuherbergjum og fólk til að loka og lesa af mælum. Tölvubókhald og samning við póstinn eða heimabanka. Hugsanlega einhverja garðyrkjudeild, annað þarf ekki.

Alþingi Íslendinga á auðvitað að þjóðnýta OR í þágu almannahagsmuni þ.e. dreifikerfið handa almenningi og smáfyrirtækum. Greitt yrði fyrir skv. mati fyrir dreifingarhlutann og virkjanaréttindin en annað yrði skilið eftir í höndum stjórnar OR og þá yrði sjálfgefið að fyrirtæki þeirra færi í þrot. 

Það er ekki forsvaranlegt að þeim sé leyft að ræna fyrirtækið en skilja skuldir eftir hjá almenningi í formi svimandi hárra hita og rafmagnsreikninga. Um leið halda '' þjófagengin'' áframhaldandi rétti til að ræna fyrirtækið.


mbl.is Hækkun orkureikningsins 26%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Snorrason

Það eina sem gerist við þjóðnýtingu er að spillingin færist frá borginni yfir á alþingi og alþingismenn. Það þarf að setja reglur um þá sem eru í stjórn og síðan þarf innra eftirlit til að fylgja því eftir að menn séu að vinna vinnuna sína, þannig eru verk hafin yfir vafa.

Þórarinn Snorrason, 26.8.2011 kl. 15:23

2 Smámynd: Snorri Hansson

Er ekki hægt að selja Kínverjanum aðalstöðvar Orkuveitunnar sem part af þessu hóteli sem hann ætlar að byggja. Rúmgott lobbí !?

Snorri Hansson, 26.8.2011 kl. 15:39

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Dálítið til í þessu Þórarinn.

Snorri, kínverjinn er bara að hugsa um að kaupa f.h. kommúnistastjórnarinnar. Það gerir hann undir því yfirskyni að hann ætli sér í ferðaþjónustu. Á eftir að sjá það gerast en sjálfsagt má bjóða honum þær. Þá mætti líka bjóða honum túrbínurnar sem liggja ónotaðar í Japan ( einhver fengið feitt kött afþeim díl ).

Einar Guðjónsson, 26.8.2011 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 926

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband