Sumir jafnari en aðrir.

Velferðarráðherrann hefði ekki þurft annað en að kynna sér eigin eftirlaunakjör sem Ráðherra til að sjá að reglurnar eru ekki góðar. Ráðherrann með brandarastarfsheitið fær hinsvegar eftirlaun sem Ráðherra og hann þarf ekki að vera ráðherra nema í einn dag til þess.
Á meðan hann er ráðherra '' sinnar velferðar'' lætur hann ríkissjóð borga fríin sín, heimilis og vinnumatinn ( borgar örugglega ekki skatt af hlunnindunum ) og svo getur hann keypt gjafir handa vinum, kunningjum og fjölskyldu á kostnað Alþingis. Þá fer hann í fríið á kostnað ríkissjóðs og lætur keyra sig allt á kostnað ríkissjóðs. Lífið er allt ein samhent kennarastofa hjá honum og mikilvægasta verkefnið er að brjóta á rétti farandverkamanna enda eru þeir ekki kjósendur á Akranesi.
mbl.is Undrast afstöðu ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðbjartur Hannesson er ekki illa meinandi, en hann er að sjálfsögðu alltaf að læra, eins og við öll eigum að vera að gera. Það er enginn betri eða verri í þeim málum, hvorki á Íslandi, né annarsstaðar í þessari veröld.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.6.2011 kl. 21:17

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þessir sem brjóta á réttindum farandverkamanna af því þeir eru ekki '' illa meinandi'' eru hættulegastir allra. Guðbjartur er auðvitað bara þjóðernisfasisti.

Einar Guðjónsson, 30.6.2011 kl. 23:15

3 identicon

 Íslendingar þurfa auðvitað að vera við 100% vinnu í að m.k. 3 mánuði áður en þeir fá rétt til bóta.

Þetta er ekki í fyrsta skipti þar sem kemur í ljós að evrópusáttmálar, sem vernda flytjendur innan evrópusvæðis, eru betri en þau lög sem gilda um okkur íslendingana sjálfa.  

Annað dæmi er þegar íslendingur ákveður í vitleysu að verða ástfanginn og giftast utan-evrópubúa.  Þá þarf sá erlendi maki að sækja um dvalarleyfi, taka HIV próf, sýna fram á hreint sakarvottorð, og bera allan kostnað af því. Það sem verra er, ef sá erlendi maki íslendings ákveður að fara heim eða í langt frí í meir en 3 mánuði, utan landssteina íslands, þá sjálfkrafa fellur niður dvalarelyfi og allur réttur til bóta í íslenska tryggingarkerfinu.

Utan-evrópu-makar evrópumanna sem hér á landi búa, eru sjálfkrafa með rétt til ótakmarkaðrar dvalar, fá inngöngu inn í íslenskt tryggingarkerfi á innan við mánuði, í stað 6 fyrir utan-evrópu-maka íslendinga.

Því miður ákvað evrópa ekki að skipta sér af því hvernig evrópsk ríki fara með sína eigin þegna..., þeim datt e.t.v. ekki í hug að Ísland myndi vilja gefa sínum þegnum lægri réttindi en þau sem eiga við um evrópumenn sem hér á landi búa.

Svona er það þegar rískisstjórnir skrifa undir milliríkjasamninga og skeyta þeim ólesnum við íslensk lög og þeim hefur aldrei dottið í hug að bera saman rétt íslendinga og réttindi þau sem milliríkjasamningarnir gefa öðrum.

Fáránlegt!

Jonsi (IP-tala skráð) 1.7.2011 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 896

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband