Lögbundnar brunatryggingar ríkisaðstoð.

Á Íslandi er kunningjaklíkum tryggð mikil bísahjálp. Allir með lágmarksgreind hafa auðvitað áttað sig á að gjafir Íbúðalánasjóðs til bankanna er ríkisstyrkur en bankarnir kunna ekki að reka sig á viðskiptalegum forsendum. Íbúðalánasjóður hefur hinsvegar ekki talið sig geta lánað lántakendum sínum nema á okurkjörum.
Í íslenskri löggjöf eru mörg dæmi um harðskeytta hjálp við banka og tryggingarfélög. Lögbundnar brunatryggingar eru dæmi um ígildi ríkisstyrks en skv. þeim fá íslensk tryggingafélög að ræna húseigendur um tæpa 14 milljarða á ári. Þar af er hreinn hagnaður tryggingafélaganna um 13 og hálfur milljarður vegna þessa. Með lögum-sem bara er að finna á Íslandi- eru neytendur látnir styrkja tryggingarfélögin í landinu um þessa upphæð. Þessi íslensku lög eru auðvitað bæði í andstöðu við Lög um mannréttindakafla Evrópu og EES samninginn en erfitt og tímafrekt er fyrir einstaklinga og fyrirtæki að sækja rétt sinn til Evrópu en þessi vígi falla eitt af öðru. Fyrst fauk iðnaðarmálagjaldið, nú þessi velferðaraðstoð við bankana ( sem var ofan á vaxtamuninn, beina ríkisstyrkinn, sýslumennina og fleira ).
Það er stutt í að einhver leiti réttar síns með hinar ólöglegu skyldutryggingar við bruna en þær hafa þýtt að fasteignaeigendur hafa verið rændir um 200 milljarða frá því að Lög um nauðungarkaup á brunatryggingum voru sett árið 1998.
Til viðbótar var svo tryggingarfélögum falið að innheimta ofanflóðasjóðsgjald fyrir Ofanflóðasjóð ríkisins.
Angi af þessum sama styrk er auðvitað heimild til fyrirtækja í trygginga og fjármálastarfsemi að rukka seðil og tilverugjöld ofan á seðla sem EKKI ERU SENDIR út ?
mbl.is Ólögmæt ríkisaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árið 2005 var unnið heilmikið lögfræðiálit sem kostaði margar margar milljónir. Í því áliti kom fram að þetta samrýmdist fyllilega EES samningnum og væri ekki ólögmæt ríkisaðstoð. Sá sem vann það álit heitir Árni Páll Árnason. Sjá: http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1027636

Árni þessi er ráðherra í dag!

Ófeigur (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 17:49

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Álitið kostaði 40 milljónir en brotið á EES samningnum snerist að vísu ekki um þetta mál.

Einar Guðjónsson, 29.6.2011 kl. 22:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einar Guðjónsson: Geturðu þá upplýst mig nánar um hvaða mál ESA er að fjalla í þessu tilviki? Það er svo margt sem snýr að íbúðalánasjóði og bönkunum að ég átta mig einfaldlega ekki á því. Af takmörkuðu innihaldi fréttanna sýnist mér að um sé að ræða eitthvað sem hafi verið gert eftir hrun og er því varla það sama og Árni Páll var að skrifa um á kostnað okkar hinna fyrir sex árum síðan. Ég er búinn að leita á vef ESA að upplýsingum um þetta en finn bara fréttatilkynninguna.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2011 kl. 23:14

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Eins og ég skil þetta þá voru keypt ónýt lán á fullu verði af bönkunum.

Einar Guðjónsson, 30.6.2011 kl. 00:23

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér þætti gaman að vita nákvæmlega hvaða lán það voru. Hingað til hefur mér verið talin trú um að íbúðalán gömlu bankanna hafi öll verið færð yfir í þá nýju. Heimild til að færa þau yfir í Íbúðalánasjóð var reyndar sett á með neyðarlögunum, en hefur ekki verið nýtt svo ég viti. Ætli það sé þetta sem ESA er að skjóta á?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.6.2011 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband