Spörum og rekum fína fólkið.

Það hefur komið fram að  Reykjavíkurborg greiðir 75 starfsmönnum sínum meira en eina milljón í kaup á mánuði. Það gera um einn og hálfan milljarð á ári. Engin þörf er fyrir þetta fólk í vinnu hjá Reykjavíkurborg. Það hefur verið sett á spenann í pólitískum  vinaráðningum. Engin þörf er fyrir þetta fólk og því á að reka  það. Með þeirri  aðgerð  einni væri hægt að halda gjaldskrám og sköttum óbreyttum. Nú er hinsvegar ljóst að halda á vinaráðningum óbreyttum en til þess á að hækka álögur.

Nógu lítið fæst fyrir skattféð nú þegar og auðvitað er rekstur á sveitarfélögum tómt rugl. Öll þessi yfirbygging í kringum ekki neitt. Það sem þau eiga að gera er ekkert flókið og þarfnast ekki þessarar risastóru yfirbyggingar.


mbl.is 7000 krónur á fjögurra manna fjölskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Fína fólkið"? Einmitt svona hugsunarháttur sem er að sökkva þessu landi.

Tökum dæmi um "fína fólkið". Þú væntanlega gerir þér grein fyrir því að borgin þarf að halda úti skrifstofu borgarlöfræðings. Þar vinna lögfræðingar. Ekki nema að borgin ætli að fá til sín botninn úr hópi lögfræðinga, þ.e. þá lélegustu, þá verður hún að borga þeir eitthvað í nánd við samkeppnishæf laun (þó svo að það sé oftst ekki þannig).

Ef allt "fína fólkið" yrði rekið, og jafnvel hent úr landi eins og margir ykkar vilja, þá færi allt á hausinn.

Andri (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 16:00

2 Smámynd: Andrés.si

Andri.  Afhverju ertu kominn fram sem nafnlaus. Ekki út af því Reykjavíkur borg framfleytir þíg árum saman? 

Svo endar textin þínn svona  "Ef allt "fína fólkið" yrði rekið, og jafnvel hent úr landi eins og margir ykkar vilja, þá færi allt á hausinn."

Ah rugl í þér.  Lestu bara betur, og ekki væri vond að bera saman um allt hitt fólk sem þegar fór en var að hagna ykkur tínu fólki vel. 

Andrés.si, 30.11.2010 kl. 16:17

3 identicon

Hvernig er hægt að heita Andri og vera samt nafnlaus?

Fyrir utan að Ad hominem er léleg rökræðuaðferð. Reyndu frekar að hafa eitthvað að segja, Andrés.

Danni (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 16:51

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Landið er á hausnum út af '' fína'' fólkinu. Starfsmenn Reykjavíkurborgar með þessi laun fá hvergi vinnu á þessu kaupi nema hjá  Reykjavíkurborg  eða Ríkinu  í Veröldinni( í gegnum pólitísk tengsl ).Væri stjórnsýslan í lagi og hún færi eftir lögunum þá þarf ekki nema einn lögfræðing hjá borginni. Vandinn er sá að borgin er alltaf að verjast borgurunum og reyna að hafa af þeim rétt á kostnað þeirra sjálfra. Þá eru m.a. ráðnir vinir út í bæ til að reka lögfræðina fyrir Reykjavíkurborg og sennilega hafa þeir fengið  milljarða á ári s.l. ár. Það heitir að vísu aðkeypt þjónusta í reikningum Reykjavíkurborgar.

Einar Guðjónsson, 30.11.2010 kl. 17:04

5 identicon

Fyndið líka að halda því fram að lögfræðingarnir þurfi góð laun, en t.d. hjúkrunarfræðingum er ekki boðið slíkt hið sama. Ef þeir fást ekki (eins og í góðærinu), nú þá bara var skert þjónustan. Eitt á yfir alla að ganga.

Daníel (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 23:59

6 identicon

Ég er vel menntaður og hæfur maður í mjög erfiðu, krefjandi starfi hjá Reykjavíkurborg, sem er stundum hreinlega hættulegt, og krefst allra líkamlegra og andlegra krafta og því fylgir líka mikil ábyrgð, því ég er að líta eftir og hjálpa ungu þroskaheftu fólki, sem getur auðveldlega farið sér að voða. Það er nánast alltaf undirmannað og kaffipásan verður oft útundan. Ég geri alltaf mitt allra besta í þessu starfi og sinni því af heilum hug. Ég fæ minna en 100.000 krónur á mánuði fyrir þetta starf mitt. Er ég fífl að láta fara svona með mig? Er miklu erfiðara, mikilvægara og betra að sitja fyrir aftan skrifborð klæddur jakkafötum og hafa það notalegt? Á ég ekki skilið gott líf?

Fíflið (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband