10.11.2010 | 22:59
Aldrei nein þörf.
Þetta var alltaf bull og aldrei nein þörf. Var svona framkvæmd fyrir einhverja sem hafði verið lofað að komast á beit í Ríkis og Borgarsjóði. Þetta hefði orðið samskonar framkvæmd eins og þegar hafskipahafnir voru reistar í hverjum firði. Samt var alltaf ljóst að bíllinn myndi drepa þær og fiskurinn var farinn og því var engin umferð um þær.
Innanlandsflugið er deyjandi og það verður ekki flogið á nema 3 til 5 staði frá Reykjavík á næstu árum. Fyrir það flug þarf aðeins eina og hálfa braut og lítið biðskýli. Vel má hugsa sér að endurbyggja braggann.
Samgöngumiðstöðin rís ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert vitgrannur
Einar Bragi Bragason., 10.11.2010 kl. 23:38
Hvað er tapið mikið á Seyðisfjarðarhöfn á ári ? af hverju er ekki flogið lengur á Höfn og Fagurhólsmýri ? og Bakkafjörð ?
Rif, Stykkishólm ?. Batnandi vegir og of dýrt að fljúga. Það tekur aðeins um 15 mínútur að bíða eftir farangri í Reykjavík og fjöldi farþega sem fara í gegnum stöðina á dag er um 1000 og því er enginn grundvöllur eða þörf til að hafa neitt nema lítið biðskýli eins og þegar er fyrir hendi. Innan 3 ja ára verður bara flogið á 3 staði innanlands í áætlunarflugi.
Eina von Reykjavíkurflugvallar væri að reyna að bjóða lággjaldafélögum að fljúga þaðan og til Evrópu á minni þotum. Gefa þannig útlendum ferðamönnum kost á að koma ódýrar til Íslands og auka þannig ferðamannastraum til Reykjavíkur og hugsanlega kæmi það landsbyggðinni eitthvað til góða líka.
Einar Guðjónsson, 11.11.2010 kl. 00:03
Þú Reykjavíkur rotta....hvað með sjúkraflug ofl það þarf að efla Rvíkur flugvöll og strax
Einar Bragi Bragason., 11.11.2010 kl. 00:16
Hefur sjúkraflug verið eitthvað vandamál ? eða vildu auka sjúkraflug ? láta vélarnar bara fljúga tómar svo hægt sé að efla Reykjavíkurflugvöll ? Það er bara ekki næg eftirspurn til að gera eitthvað með þennan flugvöll. Miklu betra að nota peningana ekki í bull heldur í verðug verkefni. Efla t.d. tónlistarkennslu og bæta kjör atvinnulausra.
Einar Guðjónsson, 11.11.2010 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.