Niðurfelling og stjórnendur lífeyrissjóða missi mánaðarlaun.

Tap lífeyrissjóðanna er tilkomið vegna kaupa '' eigendanna'' á bréfum í fyrirtækjum barna og eiginkvenna á undanförnum árum. Þeir hafa farið  með  sjóðina eins og sína einkaeign og sitja áfram í fyrirsvari fyrir sjóðina en ættu auðvitað fyrir löngu að vera komnir á Litla-Hraun. Í því liggur vandi Lífeyrissjóðanna en tap sjóðanna helgast af bönkunum og Baugi en nú ætla '' eigendur'' sjóðanna að ná ávöxtuninni til baka á almenningi í landinu. Forsvarsmennirnir eru vandi og tap Lífeyrissjóðanna ekki almenningur í landinu eða niðurfærsla til hans.
mbl.is Fólk á aldrinum 25-40 ára skuldar mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, mikið var að einhver segði þetta.  Bera stjórnendur lífeyrissjóðanna enga ábyrgð?  Get ég ekki hætt að greiða í lsj. og séð um að "ávaxta" peningana mína sjálfur

Hjörtur Björnsson (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 15:07

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Margir fleiri hafa nefnt þetta m.a. Bergur Ingólfsson og D.V.

Einar Guðjónsson, 14.10.2010 kl. 15:10

3 identicon

Lífeyrissjóðirnir eru einsog krabbamein á þjóðarlíkamanum. Þjóðnýta þetta strax.

marat (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 15:43

4 identicon

Stjórnendur nokkurra lífeyrissjóða hafa þurft að taka pokann sinn og láta sig hverfa. En stóra málið er líka að almenningur tók fullan þátt í lánabólunni, fasteignabólunni, neyslubólunni,... Margt af þessu fólki er yfirveðsett og á enga von um að laga sín mál nema einfaldlega að missa húsin sín. Það getur þá byrjað uppá nýtt. þessi vandi hefði komið fram þó svo að bankarnir hefðu ekki fallið.

Það er ekki rétt að láta skattgreiðendur og lífeyrisþega gjalda fyrir kjánaskap þessa fólks!

Ásgeir (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 15:45

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

Ásgeir, það er nú ekki víst að þetta fólk geti byrjað upp á nýtt því hægt er að hundelta það skv. núverandi Lögum. Án neyslubólu, lánabólu og fasteignabólu hefðu aldrei komið nein viðskipti og ekkert góðæri. Við vorum ekki að gera neitt nema að fá lánað. Almenningur var hinsvegar ekki í sömu stöðu og bankarnir sem voru ábyrgðarlausir og þurfa á endanum ekkert að borga sínar skuldir. Lífeyrisþegar eru þegar byrjaðir að greiða skuldir Baugs og Exista og bankanna með lægri lífeyri. Ekki þar fyrir lífeyrissjóðirnir hafa alltaf verið illa reknir og ekki skilað því sem stefnt var að. Stjórnendurnir eru þar enn, sumir eru að vísu núna kallaðir ráðgjafar og sitja ekki á Litla-Hrauni.

Marat;

Er ekki rétt að skila lífeyrissjóðum til þeirra sem eiga þá þ.e. iðgjaldagreiðenda ?

Einar Guðjónsson, 14.10.2010 kl. 16:22

6 Smámynd: Elle_

Bankarnir felldu gengið og ollu sjálfir verðbólgu og óðaverðbólgu og þar með hækkuðu skuldir lánþega vegna vísitölutengingarinnar.  Í venjulegum löndum hefðu lánin EKKI hækkað, heldur lækkað í hvert sinn sem borgað var af þeim.  Og það er orðið leiðinlegt að hlusta á fólk kenna almenningi um, eins og gert er að ofan í no. 4.  Við erum með banka-ríkisstjórn, bankarnir ráða og ríkisstjórnin hlýðir. 

Elle_, 14.10.2010 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband