Flón ?

Þetta er út af fyrir sig góð hugmynd en því miður hefur enginn raun rekstur efni á að vera á þessum stað. Bara fasteignagjöldin sem Dómurinn greiðir til borgarinnar er EIN OG HÁLF Milljón á mánuði. Dr. Gunni þyrfti að selja vínilplötur þarna fyrir um milljón á dag bara til að geta greitt fasteignaskattana þarna. Þeir eru raunar svo háir að þeir hrekja alla úr miðbænum nema borgar og ríkisstofnanir og bráðum barina líka. Vegna þeirra á öll verslun eftir að hverfa úr miðbænum á næstu tveimur árum og meira og minna flyst hún á netið.

Íslenskir ríkis og sveitarstjóradólgar átta sig ekki á þessu en það hefur almannaþjónustan í útlöndum gert. Manngerðin íslenskir sveitastjóradólgar er að vísu hvergi til nema á Íslandi sem betur fer fyrir íbúa í Evrópu. Ef Héraðsdómur væri ekki á Lækjartorgi þá væri húsið tómt.


mbl.is Jón Gnarr: Héraðsdómur flytji sig annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fleiri hús yrðu tóm þar sem lögfræðingar með sitt starfsfólk reyna að vera í göngufæri við Héraðsdóm og eru þar af leiðandi góðir viðskiptavinir í miðbænum. Vonandi reynir Gnarr að hugsa í framtíðinni ekki svona þröngt nema við skattgreiðendur eigum að borga allt þetta menningarlíf í gegnum styrki. Með fullri virðingu fyrir henni en hún gengur bara ekki upp ein og sér.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 18:23

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það hefur verið gagnrýnt að Héraðsdómur Reykjavíkur settist þarna að og óviðeigandi að þurfa að leiða sakborninga þarna um torgið.

Þjóðleikhúsið var á sínum tíma teiknað til að standa við torg, ef ég fer rétt með en því var holað niður við Hverfisgötu.

Ég veit um einn stað sem væri frábær fyrir Jón Gnarr að búa til sitt eigið torg með svona styttu af sér.

Það er Hagatorg. Þar er nóg pláss og allt sem þarf. Bændur að koma í kaupstað og námsmenn á þönum.

En fyrst verður Jón Gnarr að sjá til þess að íbúar sveitarfélagsins hafi nóg að borða í vetur.

En svo getur hann byrjað tímanlega í vor að byggja í kringum Hagatorgið sem er steindautt eins og stendur.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 18.9.2010 kl. 18:33

3 identicon

Þetta kallast framboð og eftirspurn, ef það er mikil eftirspurn þá er verið hátt, ef það er lág eftirspurn þá er verðið lágt. Ef verðið er það hátt að enginn á efni á að vera þá lækkar verðið, göturnar standa ekki tómar......

Maður sem er framkvæmdarstjóri ætti að vita svona hluti.

Tryggvi (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 23:45

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Tryggvi, átta mig ekki á hvað þú ert að fara ? fasteignaskattar ráðast ekki af framboði og eftirspurn. Jú göturnar standa nefnilega tómar víða.

Einar Guðjónsson, 19.9.2010 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 974

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband