25.8.2010 | 21:05
Marcos fjölskyldan fræðist um spillingu.
Marcos fjölskyldan sem Akureyringar kusu til að standa á beit í bæjarsjóðnum er ákveðin í því að bæta sig og hefur fengið siðfræðing og stjórnmálafræðing til að upplýsa sig um siðferði í þeim siðblindusjó sem þau sigla í. Er að vísu viss um að þau hafa fallið á fyrsta prófinu og hafa látið beitarsjóðinn ( les: Bæjarsjóðinn ) borga þeim prófessorum fyrir kennsluna.
Bæjarfulltrúar fá siðfræðifræðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1136
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er það rétt ?? Borgar bæjarsjóður ??
Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2010 kl. 21:20
Ályktunin er dregin af bæjar og borgarfulltrúum í fortíð. Sjálfsagt að spyrja á grundvelli Upplýsingalaga en óvíst hvort kjörnir fulltrúar fara eftir þeim. Ekki að sjá að slíkt námskeið sé í boði hjá HA. Er ekki myndin tekin á beitarskrifstofunni ?
Einar Guðjónsson, 25.8.2010 kl. 21:41
Góð spurning. Verulega góð spurning!
Sóley Björk Stefánsdóttir, 25.8.2010 kl. 21:44
Ef það er rétt að bæjarsjóður fjármagni og námskeiðið haldið á bæjarskrifstofum...af hverju eru þá ekki hinir fimm bæjarfulltrúarnir þarna.. mér sýnist að þetta sé námskeið í siðblindu en ekki námskeið um siðfræði reynist þetta rétt.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.8.2010 kl. 21:48
Það er ekki furða að L-listinn hafi burstað kosningarnar ef þetta er andinn.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2010 kl. 22:18
Svipan birtir eftirfarandi frétt og þar er talað um alla beitarfulltrúa, og réttilega sagt að aldrei fyrr hafi ein fjölskylda náð hreinum meirihluta á Akureyri. Hér er fréttin.
L-listinn fer á siðfræðinámskeið
Tilkynningar. 25. 8. 2010.Eftir stórsigur í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri í vor, þar sem L-listinn, listi fólksins, fékk 6 bæjarfulltrúa af 11, kom upp sú staða , sem ekki hefur verið á Akureyri áður, að eitt stjórnmálaafl náði hreinum meirihluta.
Vandi fylgir vegsemd hverri og völdum fylgir ábyrgð. Því ákváðum við að styrkja okkur með að fá fagfólk til að fara yfir siðfræði með okkur segir Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi L-listans.
Höfðum við samband við Guðmund Heiðar Frímannsson doktor í siðfræði, prófessor við Háskólann á Akureyri. Tók hann okkur vinsamlega og hefur sett upp fyrir okkur námskeið, sem við munum sitja, allir bæjarfulltrúar og formenn nefnda á vegum L-listans,lista fólksins. Þar mun Guðmundur, ásamt Grétari Þór Eyþórssyni doktor í stjórnmálafræði og prófessor við Háskólann á Akureyri fara yfir helstu atriði sem þetta varðar og leiðbeina okkur.
Námskeiðið verður að Borgum við Norðurslóð frá 16.30-19.30 miðvikudag og fimmtudag, 25. og 26 ágúst.
Einar Guðjónsson, 25.8.2010 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.