Af bæjarbeitinni.

Hjörleifur Kvaran virðist í dag vera í fyrsta sinn á ævinni kominn út á vinnumarkaðinn eftir að hafa verið á beit í bæjar og ríkissjóði alla sína starfsævi. Fær því miður örugglega ævitekjur verkamanns í starfslokagreiðslur. Reykvíkingar sitja hinsvegar uppi með dýrasta rafmagn í Evrópu og greiða fyrir starfslokinn með 30% hærra rafmagni. Sanniði þið til, hann  verður ekki lengi án '' vinnu'' því Nómenklatúrann sér um sína. Hann verður örugglega orðinn ráðgjafi hjá samtökum hreppsnefnda eða Samorku fyrir áramót. Þá sitja ráðgjafar hans og skósveinar áfram í hundraða tali með milljón kall á mánuði hjá OR. Þeir eiga áfram um sinn eftir að bjóða honum í gufubaðið, á veitingastaðina eða í líkamsræktina en allt er þetta í boði handa meðlimum Nómenklatúrunnar í húsi því sem kallast Höfuðstöðvar OR. Allt er það auðvitað gert til að geta fært kostnaðinn við einkaneysluna á Reykvíkinga í hærri sköttum og hæsta rafmagni í heimi.

P.s. Hjörleifur var áður aðstoðarforstjóri ráðinn af þáverandi '' eiganda'' Guðmundi.


mbl.is Ekki upplýst um kostnað við starfslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elínborg

Maður hefur bara ekki undan, takandi fyrir nefið. Fnykurinn er alveg að kæfa mann..........

Elínborg, 18.8.2010 kl. 00:42

2 identicon

Ég vil benda fólki á að ef því blöskrar boðuð verðhækkun OR til að standa straum af einhverju rugli, þá getur það mjög auðveldlega skipt um orkusala, sem gæti lækkað raforkureikninginn ef aðrar orkuveitur elta ekki OR og hækka sitt verð um svipaða prósentu.

Sjá nánar hér:

http://www.os.is/yfirflokkur/raforkunotandinn/skipt-um-raforkusala/

og hér:

http://www2.os.is/raforkuverd/

Þetta gildir líka fyrir þá viðskiptavini HS-Orku sem eru ósáttir við kaup Magma Energy á fyrirtækinu.

Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 01:27

3 identicon

Gleymum því ekki hver er arkitektinn að sukkinu hjá OR. Það var á formennskuárum Alfreðs Þorsteinssonar, Don Alfredo, sem stofnað var til vitleysunnar. Í fyrsta lagi að byggja þessa rugl byggingu, í öðru lagi risarækjueldið og öll sóunin í kring um það og í þriðja lagi Lína/Net, svo bara þrennt sé talið. Þarna bættist svo við allt launasukkið í kring um yfirmennina og stjórnarfólkið. Við skulum muna hverjir eru hinir seku.

Sauradraugur (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 05:56

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það má segja að Ingibjörg Sólrún og Alfreð séu höfundar óráðsíunnar í Reykjavík með fólki eins og Hjörleifi, hinni guðlegu Önnu Skúladóttur fjármálastjóra( fjölgaði starfsmönnum fjármáladeildar úr tveimur í 64 ) viðburðastjórnendunum, Birgi Birni, Kristbjörgu borgarlögmanni og öllum hinum 70 ofurlaunastjórnendunum. Því miður hefur allt þetta fólk verið á '' kojufilliríi '' á kostnað skattgreiðenda í Reykjavík. Hina pólitísku ábyrgð  bera auðvitað miklu fleiri s.s. Helgi Hjörvar, Steinunn Valdís, Dagur Bé og fleiri og fleiri.

Einar Guðjónsson, 18.8.2010 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband