11.8.2010 | 17:14
Sérmeðferð fyrir bankastarfsmenn sem keyra banka í þrot.
Kostulegt að sjá að '' lykilstarfsmennirnir'' sem keyrðu bankann í gjaldþrot skuli samt halda vinnunni og nú við að innheimta lánin sem ekki hafa tapast. Brennuvargarnir hafa líka fengið tak-markað ''banka'' leyfi til að hreinsa til í rústunum enda hafa þeir mesta '' þekkingu'' á hvar þeir kveiktu í og með hverju. Þetta er auðvitað íslenska aðferðin sem Haardeman, Ingibjörg og Steingrímur fundu upp.
Ég hef enga trú á að þetta fyrirtæki fái nokkur verkefni frá bönkum nema Glitnisrústunum. Allt er þetta örugglega gert framhjá kröfuhöfum í Glitni en starfsmenn Reviva eiga örugglega eftir að sjá til þess að
allar eignir þrotabúsins hverfi í þjónustu og innheimtugjöld til Revia. Það ætlar þeir greinilega að gera á næstu fimm árum.
Glitnir í Lúxemborg stofnar umsýslufélag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vill benda þér á að Glitnir í Lúx fór aldrei í þrot. Fyrirtækið á Íslandi gerði það. Glitnir í Lúx var í blússandi plús og sennilega best rekna útibú bankans erlendis.
Bara svo þú vitir það áður en þú hraunar yfir starfsmenn þess.
Gaupi (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 18:27
Ekki eftir fréttinn að dæma því Glitnir í Lúxemborg er í slitameðferð. Þess vegna ná starfsmenn Reviva að fitna á gjaldþrotinu á kostnað kröfuhafa. Ástæðan er auðvitað sú að kröfuhafarnir eru varnarlausir.
Einar Guðjónsson, 11.8.2010 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.