21.6.2010 | 22:16
Allir aftur á hausinn í haust
Þeir fara sennilega allir aftur á hausinn í haust enda takmörk fyrir því hvað heimilin hafa til ráðstöfunar til að styrkja bankana. Vextir eru tuttugu sinnum hærri hér en í Evrópu sem þýðir auðvitað að leiga á peningum er langdýrust hér í veröldinni nema ef vera skyldi í Langtíburtistan.Landbúnaðurinn hér kemst ekki með hælana þar sem bankarnir eru með tærnar í beinum og óbeinum ríkisstyrk.
Að vísu styrkja heimilin hér margt, þau styrkja flutningsokrið, símaokrið, raforkuokrið, skattaokrið en bráðum fer að verða komið nóg.
Óvíst með eiginfjárhlutfall fjármálastofnana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar frystingin á verðtryggðu húsnæðislánunum fer af í haust,þá verður uppreisn og fólk hættir að borga,þá kemur í ljós hversu há prósenta af fólki sem hættir eða labbar með lyklana af húsnæðinu í bankann til að kerfið hrynji aftur,fyrr verður ekkert gert fyrir fólkið.
Friðrik Jónsson, 21.6.2010 kl. 22:44
Einar og Friðrik þetta hef ég sagt fyrir löngu að seinna hrunið mundi koma það var ljóst og með hverum deginum er það ljósara!
Sigurður Haraldsson, 22.6.2010 kl. 10:45
Bankahrun #2 er í uppsiglingu. Af nákvæmlega sömu ástæðum og hið fyrra: glæpastarfsemi og fullkominni afneitun fjármálastéttarinnar á raunveruleikanum.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2010 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.