Uppreisn gegn flokkseigendafélögum

Hluthafar í fjórflokknum hafa mjólkað bæjarsjóð í Kópavogi í langan tíma. Þar eins og um land allt eru borgararnir að rísa upp gegn þessu kerfi. Það er frábært framtak en þetta fólk hefur áttað sig á að spillingin er hvergi meiri en hjá sveitarfélögunum í landinu. Vinir og kunningjar í fjórflokknum hafa í raun fengið að vera á beit í bæjarsjóðum um land allt og tæmt þá hressilega.

Framtíðarmarkmiðið hlýtur þó að vera að koma sveitarfélögunum á öskuhauga sögunnar. Þau eru algjörlega óþarfur milliliður sem kostar almenning morðfjár.


mbl.is Listi Kópavogsbúa gefur engin loforð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Mikil lifandis ósköp er þessi gamla "klisja" um fjórflokkinn orðin útjöskuð. Sem fyrrum Kópavogsbúi get ég ekki látið hjá líða að benda þér á að í næstum 2 áratugi hafa aðeins 2 flokkar ráðið öllu í Kópavogi, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Nær væri  að segja að síðari hluta þessa tímabils hafi leiðtogi Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri, Gunnar I. Birgisson, verið nær einráður í Kópavogi, svo lítilsigldir hafa meðreiðarsveinar og meyjar hans í flokkunum tveimur verið.

Ég get engan veginn skilið hvað fjórflokkurinn kemur bæjarmálum Kópavogs við, þar hafa Samfylking og Vinstri grænir nánast verið útilokuð frá öllum áhrifum enda stöðugt í minnihluta.

Og nú er svo komið að eftir  samfelldan valdaferil Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nær 2 áratugi er Kópavogsbær komin undir eftirlit ráðuneytis sveitarfélaga vegna hættulegrar  skuldastöðu.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 14.5.2010 kl. 13:32

2 Smámynd: Árni Þór Björnsson

Sveitarfélög eru ekki milliliður heldur tengiliður. Í sveit.

Á höfuðborgarsvæðinu á bara að sameina þetta í eitt.

Mér líst annar vel á hugmyndir Y-listans og framboð. Hvað stoðar að hlaupa eftir loforðum sem eru lygi ein. Betra að lofa minna og láta verkin tala.

Árni Þór Björnsson, 15.5.2010 kl. 20:53

3 Smámynd: Vendetta

Ég bý í Kópavogi og myndi ekki láta mig dreyma um að kjósa neinn af þessum fjórum flokkum, B, D, S og V. Ég treysti Krötunum og kommúnistunum engan veginn betur til að stjórna bænum en Íhaldinu og Afturhaldinu. Þannig að ég mun hiklaust kjósa Y-listann. Ekki aðeins vegna þess að ég hef útilokað hina fjóra flokkana (og Næstbezta flokkinn), heldur vegna þess að mér lízt vel á þeirra markmið.

Vendetta, 16.5.2010 kl. 14:45

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Sigurður hugmyndafræði þessara flokka er sú sama. Ef þú skiptir Kópavogi út og setur Hafnarfjörð í staðinn og Lúðvík í staðinn fyrir Gunnar og S í staðinn fyrir D. Þá er komin frásögn um Hafnarfjörð sem er alveg jafnrétt og athugasemd þín um Kópavog.

Einar Guðjónsson, 16.5.2010 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 971

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband