4.3.2010 | 10:58
Mikilvægt að muna
Hafi markaðsverðmæti þessarar íbúðar verið 25 milljónir en skuld við Lífeyrissjóðinn verið 25 milljónir en eignin slegin honum á 20 milljónir þá er þolandinn í uppboði þessu skuldlaus við Lífeyrissjóðinn skv. 57.gr. Laga um Nauðungarsölu og verður ekki sóttur um mismuninn. Það er mikilvægt fyrir þolendur í uppboðsmálum að vita þetta.
Leysi uppboðsþoli eignina ekki til sín aftur þá situr þessi Lífeyrissjóður uppi með eign sem skilar honum litlu og þessi sala verður því til þess að ávöxtun sjóðsins verður lítil eða minni en engin. Sem aftur þýðir að sjóðurinn þarf að minnka lífeyrisgreiðslur.
Þessi sjóður er hinsvegar greinilega ekki í samfélagi heldur bara einn á ferð. Því miður gleymdi hann að átta sig á samhengi hlutanna.
Reyndu að stöðva uppboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrir fólkið ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.3.2010 kl. 13:34
Á Mars ?
Einar Guðjónsson, 4.3.2010 kl. 14:25
Húsið mitt fer á uppboð 13.mars að kröfu söfnunarréttinda eitthvað lífeyrissjóðanna fyrir 480.000 kr.
Garún, 4.3.2010 kl. 18:58
Þá bera þeir samt ábyrgð á að tryggja að þú fáir mismun á markaðsverði og 480.000 kr og verða sóttir í dómsmáli um hann. Séu aðeins boðnar upphæðir sem eru langt frá markaðsverði þá á Sýslumaður að blása uppboðið af og reyna aftur.
Úrræði bankanna í skuldamálum heimilanna eru í raun í anda Laga um Nauðungarsölu. Fólk fær að skulda markaðsverð íbúðarinnar sem það býr í og bankinn gengur ekki að því sem eftir stendur SVO FREMI FÓLK sé tilbúið til að borga áfram af láni upp að markaðsverði. Skuldi fólk 30 millur í húsi sem er 20 millur að markaðsverði þá borgast 20 millur með sölu á Nauðungaruppboði ÓHÁÐ UPHÆÐINNI SEM HÚSIÐ ER SELT Á Á UPPBOÐINU: Afgangurinn innheimtist ekki og því verður bankinn að afskrifa muninn en ekki er
hægt að innheimta 10 millur hjá þeim sem ekkert á.
Garún myndi tala við ORATOR út af söfnunarsjóði Lífeyrisréttinda en hann á aðeins að sjá um að fólk greiði í Lífeyrissjóð og því máttu alveg greiða í annan sjóð og getur þannig fullnægt lagaskyldunni.
Einar Guðjónsson, 4.3.2010 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.