21.1.2010 | 14:46
Ekki nógu duglegur að ljúga
Þorsteinn hefur verið í sérflokki meðal upplýsingafulltrúa fyrirtækja. Yfirleitt hafa þeir sem þetta starfsheiti bera einmitt reynt að halda frá almenningi upplýsingum en það hefur ekki verið raunin hjá Þorsteini. Hefur hann að mínu viti verið frekar málefnalegur.
Nú eigum við sjálfsagt eftir að sjá einhverja Samfylkingarstjörnu taka að sér djobbið og reynt verður að halda öllu leyndu. Er kannski verið að ráða Einar Karl ?
Þorsteinn hættur hjá Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Einar Guðjónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vont að missa Þorsteinn hann hefur staði sig afar vel í starfi.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 21.1.2010 kl. 14:48
Ekki nógu laginn við að ljúga því að hann hefur á stundum æst náttúruverndarsinna upp með málflutningi sínum. Nýir stjórnendur telja það kannski ekki ráðlegt - eða hvað?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.1.2010 kl. 14:51
Ef eg man rétt þá er Þorsteinn heimspekingur að mennt. Ekki beint í samræmi við menntun að gegna þessu starfi þar sem útskýra þurfti og jafnvel réttlæta umdeildar ákvarðanir. En af einhverju verða menn að lifa þó það sé þvert um geð flestra.
Spurnig hver verður valinn í þetta starf sem í eðli sínu er og verður alltaf umdeilt. Annars má segja að Þorsteinn hafi staðið sig nokkuð vel í þessu erfiða hlutverki. Þó Kárahnjúkavirkjun hafi ekki verið mér að skapi þá er ákvörðunin um hana ekki Þorsteini að kenna. Þetta var jú lifibrauðið hans.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2010 kl. 15:12
Hilmar er ágætur. Hann var í denn ritstjóri Lærdómsrita Bókmenntafélagsins með Þorsteini Gylfsyni. Hilmar kom m.a. að útgáfu Lofi heimskunnar eftir Eramus frá Rotterdam og einnig Lofi lyginnar eftir Þorleif Halldórssson.
Páll Lúðvík Einarsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:35
Leiðrétting: Nafnið er auðvitað Þorsteinn Hilmarsson en ekki Hilmar. Mæli annars með þessum bókum.
Páll Lúðvík Einarsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 15:41
Ingólfur held nú samt að hann hafi verið eins málefnalegur og hann mögulega gat.
Berðu hann t.d. saman við blaðurfulltrúa skilanefnda og banka eða stjórnvalda eða FL Group eða Icelandexpress ??
Einar Guðjónsson, 21.1.2010 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.