Niðurgreiðslur

Til að sýna minna gjaldþrot í reikningum þá bregða sveitarstjóradólgarnir í Reykjanesbæ á það ráð að

ímynda sér tekjur upp á 640 milljónir á árinu 2010. Þetta er auðvitað bara draumur og verði hann að veruleika þá verður það martröð fyrir íslenska skattgreiðendur. Því verði álver reist þá gerist það af því íslenskir skattgreiðendur greiða með því í formi niðurgreidds rafmagns.


mbl.is Rekstur bæjarsjóðs byggist á álverinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Einar ef þetta er draumur þá er fjárlagagerð Ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans líka draumur því þar er gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í tekjuhlið frumvarpsins. Það sem meira er þá er þetta stór liður í samningum Ríkisstjórnarinnar við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn. Svandís Svavarsdóttir hefur bara verið í einhverjum sér erindagjörðum þvert á ætlanir þjóðarinnar. Búið er að samþykkja byggingu álversins, byggingin er löngu hafin, öll tilskylin leyfi fyrir framkvæmdunum lágu fyrir og álverið samþykkt af Alþingi. Þetta hefur verið meiri draumurinn ég segi ekki annað.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 19.1.2010 kl. 11:28

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ennfremur má benda á að stór hluti kostnaðarliða Reykjanesbæjar er tilkominn vegna samþykktar á framkvæmdum af hálfu Ríkisstjórnar sem hefur kallað á mikinn undirbúningskostnað bæjarsjóðs og Ríkisstjórnin núverandi dregur svo til baka eða hindrar og tefur.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 19.1.2010 kl. 11:30

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Adda, þetta er ímyndunarveiki því álverið kemur ekki á þessu ári.

Það er ódýrara fyrir umhverfið og ríkið að borga frekar 220 starfsmönnum peningana sem eiga að fara í að niðurgreiða rafmagnið. Það mætti dreifa þeim reglulega um hraunið. Argasta vitleysa að fara í enn einn tapreksturinn í landinu.

Legg að lokum til að stjórnsýslan og sveitarfélagakóngarnir verði sendir á námskeið í samlagningu.

Einar Guðjónsson, 19.1.2010 kl. 11:53

4 Smámynd: Hannes Friðriksson

Adda

Hvaða kostnaðarliðir eru það í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar sem eru framkvæmdir samþykktar af ríkistjórn, ertu ekki komin nokkuð langt í bullinu. Og hvar eru þær samþykktir?

Hannes Friðriksson , 19.1.2010 kl. 12:31

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einar, þetta er orðinn þreyttur frasi hjá vg og öðru öfgafullu umhverfisverndarfólki, að rafmagnið sé niðurgreitt til álvera. Skoðaðu afkomu Landsvirkjunnar vegna Kárahnjúka. Hún er einn af örfáum ljósu punktunum í stöðunni sem þjóðin er í í dag. Berðu einnig saman raforkuverð til heimila hér á landi miðað við önnur lönd. Þá sérðu að rafmagn til heimila er með því ódýrasta sem þekkist og það þrátt fyrir að dreifingarkostnaður orkunnar er mestur og óhagkvæmastur hér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2010 kl. 13:22

6 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Hannes, undirbúningsvinna fyrir þessi fyrirtæki, hönnun, vegagerð, holræsagerð og s. frv. kostar allt en tekjurnar láta á sér standa því að helmingur Ríkisstjórnarflokkanna setur fótinn fyrir hinn helminginn og þær ákvarðanir sem teknar hafa verið en eiga ekki upp á pallborðið hjá þeim.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 19.1.2010 kl. 13:32

7 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Einar ég vil bæta við svar Gunnars Th. að ástæða þess að rafmagn er með því ódýrasta hér til heimila er að það er niðurgreitt af stóriðjunni en ekki öfugt.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 19.1.2010 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1136

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband