3 borgarar með í prófkjörinu

Samkvæmt þessum lista virðast 3 bjóða sig fram í þessu prófkjöri sem ekki eru starfsmenn Reykjavíkurborgar. Bjarni Karlsson, Hjálmar Sveinsson og Reynir Sigurbjörnsson rafvirki. Reynir gæti þó verið rafvirki hjá Reykjavíkurborg.

Allt þetta fólk nýtur greiðslna frá Reykjavíkurborg og má því segja að starfsmennirnir séu að taka yfir hreppsnefndina og lítil von til þess að venjulegir borgarar verði á framboðslista Samfylkingarinnar. Þarna er t.d. engin sem hefur reynslu af rekstri, engin sem vinnur á elliheimili eða barnaheimili. Aðeins

kerfisfólk sem hefur komið sér í álnir í borgarkerfinu. Það á í raun að banna starfsmönnum borgarinnar að bjóða sig fram til setu í hreppsnefndinni því þeir sitja alltaf beggja vegna borðsins. 

 Það skal tekið fram að þetta er ekkert betra á meðal frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Þar keppa starfsmenn Reykjavíkurborgar einnig um öll sæti á framboðslistanum.

Allt eykur þetta á hættuna á spillingu og sjálftökulýðræði.

    Að lokum legg ég til að sveitarfélögin verði lögð niður í núverandi mynd.

P.s.

Mér hefur verið bent á að Sigrún Elsa hafi rekið ferðaskrifstofu Orkuveitunnar en það getur þó varla

talist vera einkarekstur. 

 


mbl.is 13 í framboði hjá Samfylkingu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Furðurleg afstaða að störf eigi að hindra framboð manna. Alveg út í hött.

Svarar Jónsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 21:07

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það þykir þvert á móti eðlilegt í miklum lýðræðisríkjum. Íbúar í Washington hafa ekki kosningarétt til þings eða Öldungadeildar. Talið eðlilegt vegna nábýlis við þingið. Held að þessi hugmynd sé góðra gjalda verð og kæmi í veg fyrir spillingu. Nú hefur engin eftirlit með störfum þeirra. Þess vegna hafa þeir komist upp með að láta greiða varaborgarfulltrúum 300. 000. kr í meðgjöf á mánuði alveg sama þó hann sé ekki kjörin.

Einar Guðjónsson, 16.1.2010 kl. 21:18

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Verður ekki að halda til haga að Bjarni og Hjálmar eru ríkisstarfsmenn? Sem slíkir standa þeir jafnfætis borgarstarfsmönnunum.

Það er ekki annað að sjá en borgarastéttin sé mætt til leiks hjá Samfylkingunni, sem varð til við samruna tveggja stjórnmálaflokka sem kenndu sig við alþýðu. Þetta er svona eins og ekkert kæmi úr júgunum á kúnum nema undanrenna.

Jóhannes Ragnarsson, 16.1.2010 kl. 22:29

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Bjarni er sjálfsagt á launum hjá Þjóðkirkjunni en hún skipti á jörðum gegn framlagi frá Ríkinu. Þannig að hann er ekki ríkisstarfsmaður. Hjálmar er / var ríkisstarfsmaður. Hinir  hafa verið launaðir vara og borgarfulltrúar utan tveir sem eru verkefnastjórar hjá borginni. Það er annað orð yfir pólitíska ráðningu en þau störf eru ekki auglýst, né býðst öllum að óska eftir að verða ráðnir sem verkefnastjórar hjá borginni. Í þessu samhengi finnst mér munur á að vera ríkisstarfsmaður eða á pólitísku kaupi frá Reykjavíkurborgar.

Einar Guðjónsson, 16.1.2010 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Guðjónsson

Höfundur

Einar Guðjónsson
Einar Guðjónsson
Framkvæmdastjóri við eigið fyrirtæki.Ekki aðili að flórflokkasambandinu.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 973

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband